Jón Bjarnason

Jón Bjarnason

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands vestra 1999–2003, alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð, utan flokka).

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2009–2011.

Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2009.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Asparvík í Strandasýslu 26. desember 1943. Foreldrar: Bjarni Jónsson (fæddur 2. september 1908, dáinn 10. janúar 1990) útvegsbóndi og Laufey Valgeirsdóttir (fædd 19. ágúst 1917, dáin 6. febrúar 2007). Mágur Hjálmars Jónssonar alþingismanns. Maki (28. ágúst 1966): Ingibjörg Sólveig Kolka Bergsteinsdóttir (fædd 15. október 1947) þroskaþjálfi. Foreldrar: Bergsteinn Sigurðsson og Ingibjörg Kolka Pálsdóttir. Börn: Bjarni (1966), Ásgeir (1970), Ingibjörg Kolka (1971), Laufey Erla (1978), Katrín Kolka (1982), Páll Valdimar Kolka (1983).

Stúdentspróf MR 1965. Búfræðipróf Hvanneyri 1967. Búfræðikandidat frá Landbúnaðarháskólanum í Ási í Noregi 1970.

Kennari við Lækjarskóla í Hafnarfirði 1965–1966. Kennari við Bændaskólann á Hvanneyri 1970–1974. Bóndi í Bjarnarhöfn 1971–1982. Stundakennari við Grunnskóla Stykkishólms 1976–1981. Skólastjóri Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal 1981–1999. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 10. maí 2009 til 31. desember 2011.

Formaður stjórnar Kaupfélags Stykkishólms 1977–1981. Oddviti Helgafellssveitar 1978–1982. Fulltrúi á aðalfundum Stéttarsambands bænda 1978–1982. Fulltrúi í búfræðslunefnd 1981–1999.

Alþingismaður Norðurlands vestra 1999–2003, alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2013 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð, utan flokka).

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2009–2011.

Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2009.

Fjárlaganefnd 1999–2009, samgöngunefnd 1999–2003, landbúnaðarnefnd 2003–2007, sjávarútvegsnefnd 2006–2007, viðskiptanefnd 2007–2009, efnahags- og skattanefnd 2009, efnahags- og viðskiptanefnd 2012–2013, utanríkismálanefnd 2012–2013.

Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál 2007–2009.

Æviágripi síðast breytt 15. nóvember 2019.

Áskriftir