Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 372, 115. löggjafarþing 205. mál: tekjuskattur og eignarskattur (fjárhæðir, rekstrartap, sjómannaafsláttur, barnabætur, ríkisskattanef).
Lög nr. 85 27. desember 1991.

Lög um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „300.000“ í 3. mgr. 17. gr. laganna kemur: 328.500.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 27. gr. laganna:
  1. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður er orðast svo: Þó fellur þessi heimild niður ef skuldaviðurkenning er seld á þeim tíma sem heimilt er að dreifa söluhagnaði.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Þegar skattskyldum söluhagnaði er dreift samkvæmt þessari grein skal hækka hann eða lækka samkvæmt verðbreytingastuðli, sbr. 26. gr., fram til þess árs sem hann er tekjufærður.

3. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 30. gr. laganna:
  1. Í stað fjárhæðanna „115.000“ og „230.000“ í 1. málsl. 2. tölul. B-liðar 1. mgr. kemur: 126.000 og 252.000.
  2. Í stað fjárhæðanna „86.000“ og „172.000“ í 2. málsl. 4. tölul. B-liðar 1. mgr. kemur: 94.000 og 188.000.
  3. Í stað fjárhæðanna „18.200.000“ og „36.400.000“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: 21.000.000 og 42.000.000.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
  1. 7. tölul. orðast svo: Eftirstöðvar rekstrartapa frá síðustu fimm árum á undan tekjuári, framreiknaðar samkvæmt ákvæðum 26. gr., enda hafi fullnægjandi grein verið gerð fyrir rekstrartapinu og eftirstöðvum þess á því tekjuári þegar tapið myndaðist.
  2. 8. tölul. fellur brott.

5. gr.Eftirtaldar breytingar verða á 38. gr. laganna:

  1. Í stað „8%“ í 1. tölul. kemur: að lágmarki 6%, að hámarki 8%.
  2. Í stað „8%“ í 2. tölul. kemur: að lágmarki 6%, að hámarki 8%.
  3. Í stað „12%“ í 3. tölul. kemur: að lágmarki 9%, að hámarki 12%.
  4. Í stað „20%“ í a-lið og „15%“ í b-lið 4. tölul. kemur: að lágmarki 15%, að hámarki 20% og að lágmarki 11%, að hámarki 15%.
  5. Í stað „2%“ í 5. tölul. kemur: að lágmarki 1,5%, að hámarki 2%.
  6. Í stað „20%“ í 7. tölul. kemur: að lágmarki 15%, að hámarki 20%.

6. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „100.000“ í 41. gr. laganna kemur: 115.000.

7. gr.

     2. mgr. 56. gr. laganna orðast svo:
     Þegar samvinnufélög sameinast, sbr. 78. gr. laga nr. 22/1991, um samvinnufélög, eða hlutafélag sameinast samvinnufélagi, sbr. 81. gr. sömu laga, skal hið sameinaða félag taka við öllum skattaréttarlegum skyldum og réttindum hinna fyrri félaga.

8. gr.

     57. gr. A laganna orðast svo:
     Þrátt fyrir ákvæði 56. og 57. gr. skal rekstrartap, þar með taldar eftirstöðvar rekstrartaps frá fyrri árum, sbr. 7. tölul. 31. gr., hjá því félagi sem slitið var ekki flytjast til þess félags sem við tekur nema uppfyllt séu öll skilyrði þessarar greinar. Félag það sem við tekur skal hafa með höndum skyldan rekstur eða starfsemi og það félag sem slitið var. Tap flyst ekki milli félaga þegar það félag sem slitið var átti fyrir slitin óverulegar eignir eða hafði engan rekstur með höndum. Sameining félaganna verður og að vera gerð í venjulegum og eðlilegum rekstrartilgangi. Hið yfirfærða tap verður að hafa myndast í sams konar rekstri og það félag sem við tekur hafði með höndum.

9. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „250.200“ í 1. mgr. A-liðar 68. gr. laganna kemur: 287.064.

10. gr.

     B-liður 68. gr. laganna orðast svo:
     Maður, sem stundar sjómennsku á íslensku skipi eða skipi sem gert er út af íslensku skipafélagi, skal njóta sérstaks afsláttar, sjómannaafsláttar, sem koma skal til frádráttar reiknuðum tekjuskatti af þeim launum sem hann hafði fyrir sjómannsstörf.
     Rétt til sjómannaafsláttar hafa þeir sem stunda sjómennsku, sbr. 4. mgr., og lögskráðir eru í skipsrúm á fiskiskipi. Sama rétt skulu þeir menn eiga sem ráðnir eru sem fiskimenn eða stunda fiskveiðar á eigin fari þó ekki sé skylt að lögskrá þá, enda uppfylli þeir skilyrði 4. mgr.
     Enn fremur eiga rétt til sjómannaafsláttar lögskráðir sjómenn sem starfa, sbr. 4. mgr., á varðskipi, rannsóknaskipi, sanddæluskipi, ferju eða farskipi sem er í förum milli landa eða er í strandsiglingum innan lands.
     Sjómannaafsláttur skal vera 660 kr. á hvern dag. Við ákvörðun dagafjölda, sem veitir rétt til sjómannaafsláttar, skal miða við þá daga sem skylt er að lögskrá sjómenn skv. 4. og 5. gr. laga nr. 43/1987, um lögskráningu sjómanna. Séu dagar þessir 245 á ári eða fleiri skal sjómaður njóta afsláttar alla daga ársins og hlutfallslega séu lögskráningardagar færri en 245, þó aldrei fleiri daga en hann er ráðinn hjá útgerð. Hlutaráðnir beitningarmenn skulu eiga rétt á sjómannaafslætti þá daga sem þeir eru ráðnir við slík störf samkvæmt skriflegum samningi um hlutaskipti. Hjá mönnum á fiskiskipum undir 12 rúmlestum brúttó, sem ekki er skylt að lögskrá á samkvæmt framangreindum lögum, skal miða við almenna vinnudaga (mánudaga til föstudaga) á úthaldstímabili í stað lögskráningardaga, sbr. framangreint. Réttur þessara manna er þó háður því að laun fyrir sjómennsku séu a.m.k. 30% af tekjuskattsstofni þeirra. Þeir dagar á ráðningartíma hjá útgerð, sem sjómaður getur ekki stundað vinnu vegna veikinda eða slysa en tekur laun samkvæmt kjarasamningi, skulu veita rétt til sjómannaafsláttar. Komi upp ágreiningur um þá daga, sem veita rétt til sjómannaafsláttar, má staðreyna dagafjöldann með staðfestingu stéttarfélags á greiddum stéttarfélagsgjöldum.
     Um ráðstöfun sjómannaafsláttar skulu ákvæði A-liðar gilda eftir því sem við getur átt.
     Réttur til sjómannaafsláttar er háður því að útgerðaraðili haldi nákvæma skráningu yfir þá daga sem veita sjómanni rétt til sjómannaafsláttar.
     Setja skal í reglugerð ákvæði um framkvæmd þessa stafliðar. Í henni skal m.a. kveða á um með hvaða hætti skuli ákvarða dagafjölda sem veitir rétt til afsláttar, skráningu, sbr. 6. mgr., og hvaða gagna megi krefjast í því sambandi.

11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á A-lið 69. gr. laganna:
  1. Í stað 2. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir er orðast svo: Barnabætur skulu árlega nema 8.886 kr. með fyrsta barni en 27.564 kr. með hverju barni umfram eitt. Fyrir börn yngri en sjö ára skulu barnabætur vera 28.917 kr. hærri en framangreindar fjárhæðir.
  2. Í stað 1. og 2. málsl. 2. mgr. koma tveir nýir málsliðir er orðast svo: Barnabætur með börnum einstæðra foreldra skulu vera 66.723 kr. með fyrsta barni. Með börnum umfram eitt skulu barnabæturnar vera 70.941 kr., en þó 28.917 kr. hærri sé það yngra en 7 ára.

12. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á B-lið 69. gr. laganna:
  1. Í stað fjárhæðarinnar „59.860“ í 2. mgr. kemur: 89.284.
  2. Í stað fjárhæðanna „920.000“ og „613.000“ í 3. mgr. kemur: 1.098.000 og 732.000.
  3. Í stað fjárhæðanna „3.350.000“ og „5.025.000“ í 4. mgr. kemur: 3.900.000 og 5.850.000.

13. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á C-lið 69. gr. laganna:
  1. Í stað fjárhæðarinnar „2.555.000“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: 2.965.000.
  2. Í stað fjárhæðarinnar „4.235.000“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: 4.915.000.
  3. Í stað fjárhæðanna „107.000“, „140.000“ og „174.000“ í 6. málsl. 2. mgr. kemur: 123.000, 161.000 og 200.000.
  4. Í stað fjárhæðanna „400.000“, „525.000“ og „650.000“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: 438.000, 575.000 og 712.000.

14. gr.

     Í stað fjárhæðanna „1.080.000“ og „2.160.000“ í 1. mgr. 78. gr. laganna kemur: 1.183.000 og 2.366.000.

15. gr.

     Í stað fjárhæðanna „2.940.000“, „8.235.000“, „1.680.000“ og „840.000“ í 83. gr. laganna kemur: 3.412.000, 9.550.000, 2.000.000 og 1.000.000.

16. gr.

     Í stað ártalsins „1991“ í 122. gr. laganna kemur: 1993.

17. gr.

     Við lögin bætist ný grein, er verður 124. gr., og orðast svo:
     Ákvæði laga þessara um hlutabréf og jöfnunarhlutabréf skulu gilda með sama hætti um samvinnuhlutabréf, sbr. lög nr. 22/1991, um samvinnufélög, eftir því sem við á. Jafnframt skulu ákvæði laga nr. 9/1984, um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri, um hlutabréf gilda með sama hætti um samvinnuhlutabréf.

18. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1992 og gilda við staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 1992 og við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1993 vegna tekna á árinu 1992 og eigna í lok þess árs.
     Þó skulu ákvæði 1., 3., 6., 12., 13., 14. og 15. gr. koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts og ákvörðun bóta á árinu 1992 vegna tekna á árinu 1991 og eigna í lok þess árs og ákvæði 11. gr. vegna ákvörðunar barnabóta á árinu 1992.
     Ákvæði b-liðar 4. gr. öðlast gildi 1. janúar 1993 og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 1994 vegna tekjuársins 1993 enda taki gildi frá sama tíma lög um skattskyldu fjármagnstekna og arðs af hlutafé er komi í veg fyrir tvísköttun arðs.
     Við gildistöku laga þessara fellur úr gildi 2. málsl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 9/1984, um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri, með síðari breytingum, svo og sá hluti 1. mgr. 25. gr. þeirra laga sem hefst á orðunum „en fjárhæðir“.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.
     Húsnæðisbætur, sbr. ákvæði til bráðabirgða I í lögum nr. 79/1989, skulu vera 61.600 kr. miðað við lánskjaravísitölu sem er í gildi 1. desember 1991, þ.e. 3.198 stig.
II.
     Þrátt fyrir ákvæði a-liðar 4. gr. er heimilt að draga eftirstöðvar rekstrartapa, eins og þær voru 31. desember 1990, frá skattskyldum tekjum næstu fimm ára talið frá gildistöku laga þessara.

Samþykkt á Alþingi 22. desember 1991.