Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 737, 121. löggjafarþing 218. mál: eignarréttur og afnotaréttur fasteigna (EES-reglur).
Lög nr. 14 20. mars 1997.

Lög um breyting á lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, nr. 19 6. apríl 1966, með síðari breytingum.


1. gr.

     Fyrri málsliður 2. tölul. 4. mgr. 1. gr. laganna, sbr. 22. gr. laga nr. 133/1993, orðast svo: Þegar sá sem í hlut á nýtur réttar hér á landi samkvæmt reglum samnings um Evrópska efnahagssvæðið um frjálsa fólksflutninga, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 11. mars 1997.