Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1364, 121. löggjafarþing 475. mál: járnblendiverksmiðja í Hvalfirði (eignaraðild, stækkun).
Lög nr. 64 27. maí 1997.

Lög um breyting á lögum nr. 18 11. maí 1977, um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði, sbr. lög nr. 45 11. maí 1982, nr. 95 28. maí 1984 og nr. 28 9. maí 1989.


1. gr.

     Síðari málsliður 2. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

     Orðin „til að eignast 55% af hlutafé í félaginu“ í 1. tölul. 3. gr. laganna falla brott.

3. gr.

     Orðin „þó ekki sá meirihluti, sem áskilinn er í 2. gr. að framan“ í 2. mgr. 5. gr. laganna falla brott.

4. gr.

     Við 13. gr. laganna bætist ný málsgrein er hljóðar svo:
     Iðnaðarráðherra er eftir hlutafjárhækkun í félaginu á árinu 1997 heimilt þegar á því ári að selja eignarhlut ríkisins í félaginu, þó þannig að 12% heildarhlutafjár verði ekki seld fyrr en reynt hefur á kauprétt núverandi samstarfsaðila ríkisins að verksmiðjunni.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 1997.