Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 548, 125. löggjafarþing 160. mál: Stjórnarráð Íslands (aðsetur ríkisstofnana).
Lög nr. 121 27. desember 1999.

Lög um breytingu á lögum nr. 73/1969, um Stjórnarráð Íslands, o.fl.


1. gr.

     Við 9. gr. laganna bætist ný málsgrein er hljóðar svo:
     Ráðherra kveður á um aðsetur stofnunar sem undir hann heyrir, nema á annan veg sé mælt í lögum.

2. gr.

     Við gildistöku laga þessara breytast eftirtalin lagaákvæði:
 1. Við 2. gr. laga nr. 89/1966, um Framleiðnisjóð landbúnaðarins, sbr. 10. gr. laga nr. 73/1996, bætist ný málsgrein er verður 2. mgr. og hljóðar svo:
 2.      Aðsetur sjóðsins skal vera í Borgarnesi, nema ráðherra ákveði annað.
 3. Við 1. gr. laga nr. 35/1982, um Blindrabókasafn Íslands, bætist nýr málsliður er hljóðar svo: Aðsetur Blindrabókasafns Íslands er í Kópavogi, nema ráðherra ákveði annað.
 4. Við 1. gr. laga nr. 64/1985, um Byggðastofnun, bætist nýr málsliður er hljóðar svo: Aðsetur stofnunarinnar er í Reykjavík, nema ráðherra ákveði annað.
 5. Við 1. mgr. 4. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, sbr. 148. gr. laga nr. 83/1997, bætist nýr málsliður er hljóðar svo: Veiðistjóraembættið hefur aðsetur á Akureyri, nema ráðherra ákveði annað.
 6. Við 1. mgr. 2. gr. laga nr. 6/1996, um Siglingastofnun Íslands, bætist nýr málsliður er hljóðar svo: Aðsetur Siglingastofnunar er í Kópavogi, nema ráðherra ákveði annað.
 7. Við 4. gr. lögreglulaga, nr. 90/1996, bætist nýr málsliður er hljóðar svo: Ríkislögreglustjóri hefur aðsetur í Kópavogi, nema ráðherra ákveði annað.
 8. Við 2. mgr. 1. gr. laga nr. 147/1996, um Póst- og fjarskiptastofnun, bætist nýr málsliður er hljóðar svo: Stofnunin hefur aðsetur í Kópavogi, nema ráðherra ákveði annað.
 9. Við 1. gr. laga nr. 13/1998, um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, bætist ný málsgrein er verður 2. mgr. og hljóðar svo:
 10.      Verðlagsstofa skiptaverðs skal hafa aðsetur á Akureyri, nema ráðherra ákveði annað.
 11. Við 2. mgr. 4. gr. laga nr. 44/1998, um húsnæðismál, bætist nýr málsliður er hljóðar svo: Aðsetur stofnunarinnar er í Reykjavík, nema ráðherra ákveði annað.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 21. desember 1999.