Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 690, 130. löggjafarþing 88. mál: tekjuskattur og eignarskattur (sérstakur tekjuskattur, viðmiðunarfjárhæðir o.fl.).
Lög nr. 143 20. desember 2003.

Lög um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt.


1. gr.

     Í stað orðanna „hagnaður af sölu“ í 3. mgr. 19. gr. laganna kemur: kaupverð.

2. gr.

     Orðin „þó ekki af félögum sem hafa starfsleyfi alþjóðlegs viðskiptafélags“ í 1. málsl. 9. tölul. 31. gr. laganna falla brott.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 66. gr. laganna:
 1. Í stað „91.049“ í 2. mgr. kemur: 93.325.
 2. 3. málsl. 3. mgr. fellur brott.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 67. gr. laganna:
 1. Í stað „321.900“ í 1. mgr. A-liðar kemur: 329.948.
 2. Í stað „728“ í 1. málsl. 4. mgr. B-liðar kemur: 746.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 68. gr. laganna:
 1. Í stað „35.422“ í 3. mgr. A-liðar kemur: 36.308.
 2. Í stað „120.248“, „143.135“, „200.282“, „205.448“, „1.408.916“ og „704.459“ í 4. mgr. A-liðar kemur: 123.254, 146.713, 205.288, 210.584, 1.444.139, og: 722.070.
 3. 1. málsl. 7. mgr. A-liðar orðast svo: Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. þessa stafliðar má ákvarða barnabætur með börnum sem ekki eru heimilisföst hér á landi en eru á framfæri ríkisborgara hins Evrópska efnahagssvæðis, enda séu framfærandi og barnið tryggð á grundvelli 9. gr. b eða 9. gr. c laga nr. 117/1993, um almannatryggingar, ásamt síðari breytingum.
 4. Í stað „7%“ í 1. málsl. 3. mgr. B-liðar kemur: 5,5%.
 5. Í stað „468.655“, „615.244“ og „761.832“ í 3. málsl. 3. mgr. B-liðar kemur: 480.371, 630.626, og: 780.878.
 6. Í stað „3.525.022“, „5.843.331“, „160.588“, „206.528“, „265.567“ og „593“ í 4. mgr. B-liðar kemur: 3.613.148, 5.989.414, 164.603, 211.691, 272.206, og: 600.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 71. gr. laganna:
 1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Tekjuskattur lögaðila skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. skal vera 18% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr.
 2. 2. málsl. 1. mgr. fellur brott.
 3. 2. mgr. orðast svo:
 4.      Tekjuskattur annarra lögaðila, sbr. 3., 4. og 5. tölul. 1. mgr. 2. gr., skal vera 26% af tekjuskattsstofni, sbr. 2. tölul. 61. gr.


7. gr.

     Í stað „1.401.117“ og „2.802.235“ í 77. gr. laganna kemur: 1.436.145, og: 2.872.290.

8. gr.

     Í stað „4.720.000“ í 1. og 2. málsl. 82. gr. laganna kemur: 4.838.000.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 83. gr. laganna:
 1. Í stað „4.720.000“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. og 1. og 2. málsl. 3. mgr. kemur: 4.838.000.
 2. 4. mgr. fellur brott.


10. gr.

     5. mgr. 89. gr. laganna orðast svo:
     Ríkisskattstjóra er heimilt að víkja frá ákvæðum 1.–4. mgr. um framtals- og skattlagningarstað og ákveða annan framtals- eða skattlagningarstað:
 1. þegar skattaðilar hafa flust á milli skattumdæma, eða
 2. þegar skattskyldir aðilar skv. I. kafla hafa með höndum sameiginlegan rekstur en eru ekki með búsetu í sama skattumdæmi, eða
 3. þegar ákvörðun launa er með þeim hætti sem um getur í 58. gr. en aðilar eru ekki með búsetu í sama skattumdæmi, eða
 4. vegna skatteftirlits skattstjóra, sbr. 1. mgr. 102. gr., þegar mál tekur til aðila sem ekki eru með búsetu í sama skattumdæmi.


11. gr.

     Á eftir 4. málsl. 1. mgr. 99. gr. laganna kemur nýr málsliður sem orðast svo: Sé að öllu leyti fallist á kröfur kæranda er skattstjóra heimilt að senda úrskurð í almennri póstsendingu eða rafrænt í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.

12. gr.

     Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     
     a. (IX.)
     Á tekjuskattsstofn manna vegna tekna á árunum 2004 og 2005 skal á árunum 2005 og 2006 leggja sérstakan tekjuskatt eins og nánar greinir í ákvæði þessu.
     Á tekjuskattsstofn einstaklinga umfram 4.191.686 kr. eða tekjuskattsstofn hjóna umfram 8.383.372 kr. skal reikna sérstakan tekjuskatt. Sérstakur tekjuskattur vegna tekna ársins 2004 skal vera 4% en vegna tekna ársins 2005 skal sérstakur tekjuskattur vera 2%.
     Ef hjón hafa bæði tekjuskattsstofn umfram 4.191.686 kr. reiknast þeim sinn hlutinn hvoru hins sérstaka tekjuskatts. Sé tekjuskattsstofn annars hjóna lægri en 4.191.686 kr. reiknast hinu hjóna allur sérstaki tekjuskatturinn.
     Sérstakur tekjuskattur samkvæmt ákvæði þessu skal ekki innheimtur með staðgreiðslu opinberra gjalda.
     Fyrirframgreiðsla upp í væntanlega álagningu sérstaks tekjuskatts árin 2005 og 2006 skal fara fram með fimm jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina ágúst til desember árin 2004 og 2005. Fyrirframgreiðslan árið 2004 skal vera 4% af tekjuskattsstofni samkvæmt skattframtali ársins 2004 vegna tekna á árinu 2003 umfram 4.191.686 kr. hjá einstaklingi og umfram 8.383.372 kr. hjá hjónum. Fyrirframgreiðslan árið 2005 skal vera 2% af tekjuskattsstofni samkvæmt skattframtali ársins 2005 vegna tekna á árinu 2004 umfram 4.191.686 kr. hjá einstaklingi og umfram 8.383.372 kr. hjá hjónum.
     Gjalddagar fyrirframgreiðslu skv. 5. mgr. skulu vera fyrstu dagar mánaðanna ágúst til og með desember hvert ár. Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd fyrirframgreiðslunnar.
     Heimilt er gjaldanda að sækja um lækkun fyrirframgreiðslu sem honum hefur verið gert að greiða skv. 5. mgr. Umsókn um slíka lækkun skal senda skattstjóra sem úrskurðar um lækkun greiðsluskyldunnar. Ákvörðun skattstjóra er kæranleg til ríkisskattstjóra innan 30 daga frá dagsetningu úrskurðar skattstjóra. Ríkisskattstjóri skal kveða upp úrskurð sinn innan 15 daga frá því að kæra barst honum og skal úrskurður hans vera endanleg úrlausn málsins á stjórnsýslustigi.
     Skattstjóri skal að jafnaði ekki taka til greina umsókn gjaldanda nema hann geti sýnt fram á að veruleg tekjulækkun hafi orðið hjá honum milli ára. Ríkisskattstjóra er heimilt að setja nánari reglur um þetta atriði.
     Nú kemur í ljós við álagningu á sérstökum tekjuskatti að fyrirframgreiðsla samkvæmt þessu ákvæði hefur verið of há og skal þá bæta 2,5% álagi við mismuninn.
     Um sérstakan tekjuskatt samkvæmt ákvæði til bráðabirgða skulu ákvæði VIII.–XIII. kafla laganna gilda eftir því sem við á.
     
     b. (X.)
     Vaxtabætur vegna vaxtagjalda á árinu 2003 skulu vera 90% af vaxtabótum útreiknuðum skv. B-lið 68. gr. laganna.

13. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2004 og koma til framkvæmda við staðgreiðslu á árinu 2004 og við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 2005 vegna tekna og eigna á árinu 2004. Ákvæði 2. gr., b-liðar 3. gr., b-liðar 6. gr. og b-liðar 9. gr. öðlast gildi 1. janúar 2008. Ákvæði 10. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við endurákvörðun og álagningu eftir gildistöku ákvæðisins. Ákvæði b-liðar 12. gr. (ákvæði til bráðabirgða X) öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við ákvörðun vaxtabóta á árinu 2004 vegna vaxtagjalda á árinu 2003.

Samþykkt á Alþingi 12. desember 2003.