Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1270, 133. löggjafarþing 378. mál: breyting á lögum á sviði Neytendastofu (áfrýjunarnefnd neytendamála, faggilding).
Lög nr. 34 27. mars 2007.

Lög um breytingu á lögum á sviði Neytendastofu.


I. KAFLI
Breyting á lögum um alferðir, nr. 80/1994, með síðari breytingum.

1. gr.

     Við 17. gr. laganna bætast fjórar nýjar málsgreinar er orðast svo:
     Ákvæði laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins gilda um úrræði Neytendastofu og málsmeðferð.
     Ákvörðunum sem Neytendastofa tekur á grundvelli laga þessara verður skotið til áfrýjunarnefndar neytendamála sem starfar á grundvelli 4. gr. laga um Neytendastofu og talsmann neytenda.
     Ákvörðun Neytendastofu verður ekki borin undir dómstóla fyrr en úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála liggur fyrir.
     Nú vill aðili ekki una úrskurði áfrýjunarnefndar og getur hann þá höfðað mál til ógildingar fyrir dómstólum. Mál skal höfðað innan sex mánaða frá því að aðili fékk vitneskju um úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. Málshöfðun frestar ekki gildistöku úrskurðar nefndarinnar né heimild til aðfarar.

II. KAFLI
Breyting á lögum um neytendalán, nr. 121/1994, með síðari breytingum.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
  1. 2. málsl. orðast svo: Ákvæði laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins gilda um úrræði Neytendastofu og málsmeðferð.
  2. Við greinina bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
  3.      Ákvörðunum sem Neytendastofa tekur á grundvelli laga þessara verður skotið til áfrýjunarnefndar neytendamála sem starfar á grundvelli 4. gr. laga um Neytendastofu og talsmann neytenda að undanskildum ákvörðunum um dagsektir.
         Ákvörðun Neytendastofu verður ekki borin undir dómstóla fyrr en úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála liggur fyrir.
         Nú vill aðili ekki una úrskurði áfrýjunarnefndar og getur hann þá höfðað mál til ógildingar fyrir dómstólum. Mál skal höfðað innan sex mánaða frá því að aðili fékk vitneskju um úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. Málshöfðun frestar ekki gildistöku úrskurðar nefndarinnar né heimild til aðfarar.


III. KAFLI
Breyting á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, nr. 146/1996, með síðari breytingum.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
  1. 6. mgr. orðast svo:
  2.      Ákvörðunum Neytendastofu má skjóta til áfrýjunarnefndar neytendamála sem starfar á grundvelli 4. gr. laga um Neytendastofu og talsmann neytenda að undanskildum ákvörðunum um dagsektir. Málskot frestar ekki framkvæmd ákvörðunar.
  3. Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
  4.      Ákvörðun Neytendastofu verður ekki borin undir dómstóla fyrr en úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála liggur fyrir.
         Nú vill aðili ekki una úrskurði áfrýjunarnefndar og getur hann þá höfðað mál til ógildingar fyrir dómstólum. Mál skal höfðað innan sex mánaða frá því að aðili fékk vitneskju um úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. Málshöfðun frestar ekki gildistöku úrskurðar nefndarinnar né heimild til aðfarar.


IV. KAFLI
Breyting á lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga, nr. 46/2000, með síðari breytingum.

4. gr.

     Við 17. gr. laganna bætast fjórar nýjar málsgreinar er orðast svo:
     Ákvæði laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins gilda um úrræði Neytendastofu og málsmeðferð.
     Ákvörðunum sem Neytendastofa tekur á grundvelli laga þessara verður skotið til áfrýjunarnefndar neytendamála sem starfar á grundvelli 4. gr. laga um Neytendastofu og talsmann neytenda.
     Ákvörðun Neytendastofu verður ekki borin undir dómstóla fyrr en úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála liggur fyrir.
     Nú vill aðili ekki una úrskurði áfrýjunarnefndar og getur hann þá höfðað mál til ógildingar fyrir dómstólum. Mál skal höfðað innan sex mánaða frá því að aðili fékk vitneskju um úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. Málshöfðun frestar ekki gildistöku úrskurðar nefndarinnar né heimild til aðfarar.

V. KAFLI
Breyting á lögum um rafrænar undirskriftir, nr. 28/2001, með síðari breytingum.

5. gr.

     Á eftir 4. mgr. 18. gr. laganna koma fjórar nýjar málsgreinar er orðast svo:
     Ákvæði laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins gilda um úrræði Neytendastofu og málsmeðferð.
     Ákvörðunum sem Neytendastofa tekur á grundvelli laga þessara verður skotið til áfrýjunarnefndar neytendamála sem starfar á grundvelli 4. gr. laga um Neytendastofu og talsmann neytenda.
     Ákvörðun Neytendastofu verður ekki borin undir dómstóla fyrr en úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála liggur fyrir.
     Nú vill vottunaraðili ekki una úrskurði áfrýjunarnefndar og getur hann þá höfðað mál til ógildingar fyrir dómstólum. Mál skal höfðað innan sex mánaða frá því að aðili fékk vitneskju um úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. Málshöfðun frestar ekki gildistöku úrskurðar nefndarinnar né heimild til aðfarar.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, nr. 30/2002, með síðari breytingum.

6. gr.

     Við 19. gr. laganna bætast þrjár nýjar málsgreinar er orðast svo:
     Ákvörðunum sem Neytendastofa tekur á grundvelli laga þessara verður skotið til áfrýjunarnefndar neytendamála sem starfar á grundvelli 4. gr. laga um Neytendastofu og talsmann neytenda.
     Ákvörðun Neytendastofu verður ekki borin undir dómstóla fyrr en úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála liggur fyrir.
     Nú vill aðili ekki una úrskurði áfrýjunarnefndar og getur hann þá höfðað mál til ógildingar fyrir dómstólum. Mál skal höfðað innan sex mánaða frá því að aðili fékk vitneskju um úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. Málshöfðun frestar ekki gildistöku úrskurðar nefndarinnar né heimild til aðfarar.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um vörur unnar úr eðalmálmum, nr. 77/2002, með síðari breytingum.

7. gr.

     Við 11. gr. laganna bætast fjórar nýjar málsgreinar er orðast svo:
     Ákvæði laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins gilda um úrræði Neytendastofu og málsmeðferð.
     Ákvörðunum sem Neytendastofa tekur á grundvelli laga þessara verður skotið til áfrýjunarnefndar neytendamála sem starfar á grundvelli 4. gr. laga um Neytendastofu og talsmann neytenda.
     Ákvörðun Neytendastofu verður ekki borin undir dómstóla fyrr en úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála liggur fyrir.
     Nú vill aðili ekki una úrskurði áfrýjunarnefndar og getur hann þá höfðað mál til ógildingar fyrir dómstólum. Mál skal höfðað innan sex mánaða frá því að aðili fékk vitneskju um úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. Málshöfðun frestar ekki gildistöku úrskurðar nefndarinnar né heimild til aðfarar.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn, nr. 91/2006.

8. gr.

     Við lögin bætist ný grein er verður 38. gr. a og orðast svo ásamt fyrirsögn:
Málsmeðferð.
     Ákvæði laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins gilda um úrræði Neytendastofu og málsmeðferð.
     Ákvörðunum sem Neytendastofa tekur á grundvelli laga þessara verður skotið til áfrýjunarnefndar neytendamála sem starfar á grundvelli 4. gr. laga um Neytendastofu og talsmann neytenda.
     Ákvörðun Neytendastofu verður ekki borin undir dómstóla fyrr en úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála liggur fyrir.
     Nú vill aðili ekki una úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála og getur hann þá höfðað mál til ógildingar fyrir dómstólum. Mál skal höfðað innan sex mánaða frá því að aðili fékk vitneskju um úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. Málshöfðun frestar ekki gildistöku úrskurðar nefndarinnar né heimild til aðfarar.

9. gr.

     3. mgr. 39. gr. laganna fellur brott.

10. gr.

     1. málsl. 3. mgr. 40. gr. laganna fellur brott.

IX. KAFLI
Breyting á lögum um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins, nr. 57/2005.

11. gr.

     Við 25. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Nú vill aðili ekki una úrskurði áfrýjunarnefndar og getur hann þá höfðað mál til ógildingar fyrir dómstólum. Mál skal höfðað innan sex mánaða frá því að aðili fékk vitneskju um úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. Málshöfðun frestar ekki gildistöku úrskurðar nefndarinnar né heimild til aðfarar.

X. KAFLI
Breyting á lögum um Neytendastofu og talsmann neytenda, nr. 62/2005, með síðari breytingu.

12. gr.

     Í stað orðanna „vog, mál og faggildingu“ í 4. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.

XI. KAFLI
Breyting á lögum um lífræna landbúnaðarframleiðslu, nr. 162/1994, með síðari breytingum.

13. gr.

     Í stað orðsins „Neytendastofa“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: faggildingarsvið Einkaleyfastofu.

XII. KAFLI
Gildistaka.

14. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2007.