Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 781, 135. löggjafarþing 410. mál: almannatryggingar og málefni aldraðra (bætt kjör aldraðra og öryrkja).
Lög nr. 17 19. mars 2008.

Lög um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum.


I. KAFLI
Breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
 1. 1. málsl. a-liðar 2. mgr. orðast svo: Tekjur umfram 90.000 kr. á ári skv. C-lið 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, skulu metnar að 50 hundraðshlutum við útreikning á elli- og örorkulífeyri, örorkustyrk og tekjutryggingu skv. 17.–19. gr. og 22. gr. þessara laga.
 2. B-liður 2. mgr. orðast svo: Tekjur lífeyrisþega af atvinnu skulu hafa áhrif við útreikning á fjárhæð tekjutryggingar skv. 22. gr., sbr. þó 4. mgr. Ellilífeyrisþegi getur valið að hafa 1.200.000 kr. frítekjumark vegna atvinnutekna eða telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning tekjutryggingar. Örorkulífeyrisþegi getur valið að hafa 300.000 kr. frítekjumark vegna atvinnutekna eða telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning tekjutryggingar.
 3. C-liður 2. mgr. orðast svo: Við útreikning á fjárhæð bóta skv. III. kafla laga þessara og vasapeninga skv. 48. gr. skal ekki reikna með tekjum maka, sbr. þó a-lið þessarar málsgreinar.
 4. D-liður 2. mgr. fellur brott.
 5. Orðin „húsaleigubætur samkvæmt lögum um húsaleigubætur“ í 3. mgr. falla brott.
 6. 4. mgr. orðast svo:
 7.      Þegar um er að ræða tekjutryggingu skv. 22. gr. teljast ekki til tekna þrátt fyrir 2. mgr. bætur samkvæmt lögum þessum og lögum um félagslega aðstoð, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði og sambærilegar greiðslur frá ríkjum sem Ísland hefur gert samninga við skv. 68. gr. Þá teljast ekki til tekna atvinnutekjur 70 ára og eldri.
 8. 11. mgr. orðast svo:
 9.      Tryggingastofnun ríkisins er heimilt, að ósk lífeyrisþega, að dreifa eigin tekjum lífeyrisþegans sem stafa af fjármagnstekjum sem leystar hafa verið út í einu lagi á allt að 10 ár. Ekki er heimilt að dreifa slíkum tekjum oftar en einu sinni á hverju tímabili.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 17. gr. laganna:
 1. 1. málsl. orðast svo: Ellilífeyri skal skerða ef tekjur ellilífeyrisþega skv. 2. og 3. mgr. 16. gr. eru hærri en 2.056.404 kr. á ári og um framkvæmd fer skv. 16. gr.
 2. Í stað hlutfallstölunnar „30%“ í 2. málsl. kemur: 25%.


3. gr.

     1. málsl. 5. mgr. 18. gr. laganna orðast svo: Örorkulífeyri skal skerða ef tekjur örorkulífeyrisþega skv. 2. og 3. mgr. 16. gr. eru hærri en 2.095.501 kr. á ári og um framkvæmd fer skv. 16. gr.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. laganna:
 1. Orðin „og 5. mgr. 18. gr.“ í 3. málsl. 1. mgr. falla brott.
 2. 2. mgr. orðast svo:
 3.      Fjárhæð mánaðarlegrar aldurstengdrar örorkuuppbótar, sbr. 1. mgr., skal vera hlutfall af óskertum mánaðarlegum örorkulífeyri skv. 18. gr. og miðast við fæðingardag, sbr. eftirfarandi:
  18 til og með 24 ára 100%
  25 ára 95%
  26 ára 90%
  27 ára 85%
  28 og 29 ára 75%
  30 og 31 árs 65%
  32 og 33 ára 55%
  34 og 35 ára 45%
  36 og 37 ára 35%
  38 og 39 ára 25%
  40 til og með 45 ára 15%
  46 til og með 50 ára 10%
  51 til og með 55 ára 7,5%
  56 til og með 60 ára 5%
  61 til og með 66 ára 2,5%5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:
 1. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum undir 300.000 kr. á ári skulu þó ekki skerða tekjutryggingu samkvæmt þessari málsgrein.
 2. 5. mgr. fellur brott.


6. gr.

     8. mgr. 48. gr. laganna orðast svo:
     Þegar lífeyrir og bætur honum tengdar falla niður skv. 5. mgr. er heimilt að greiða elli- og örorkulífeyrisþega sem dvelst á sjúkrahúsi hér á landi vasapeninga allt að 28.951 kr. á mánuði. Við útreikning á fjárhæð vasapeninga skulu tekjur skerða vasapeninga um 65%. Vasapeningar falla alveg niður við tekjur sem nema 641.146 kr. á ári. Með tekjum er átt við tekjur eins og þær eru skilgreindar í 16. gr. og um tekjuútreikning fer samkvæmt sömu grein. Ef tekjur hlutaðeigandi eru af vinnu á stofnuninni og telja má vinnuna þátt í endurhæfingu er heimilt að ákveða að tekjurnar hafi ekki skerðingaráhrif á vasapeningana svo framarlega sem þær fara ekki yfir 680.350 kr. á ári og sama gildir um tekjur í formi hlunninda og annarra greiðslna en peninga. Tekjur vegna vinnu á stofnun, sbr. 5. málsl. þessarar málsgreinar, umfram 680.350 kr. á ári skerða vasapeninga í samræmi við skerðingarhlutfall 2. málsl.

7. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     10. Á tímabilinu 1. apríl 2008 til og með 31. desember 2009 er hægt að óska eftir því hjá Tryggingastofnun ríkisins að gerður verði samanburður á útreikningi elli- og örorkulífeyris og tekjutryggingar fyrir og eftir gildistöku þessara laga. Ef samanburðurinn leiðir til hærri bóta samkvæmt eldri lögum skal stofnunin greiða hærri bæturnar á því tímabili.

II. KAFLI
Breyting á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum.

8. gr.

     3. tölul. 2. mgr. 22. gr. laganna fellur brott.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr. laganna:
 1. 1. málsl. a-liðar 1. mgr. orðast svo: Tekjur umfram 90.000 kr. á ári skv. C-lið 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, skulu metnar að 50 hundraðshlutum við útreikning á vistunarframlagi skv. 21. gr., sbr. og 22. gr. þessara laga.
 2. Í stað „300.000 kr.“ í 2. málsl. b-liðar 1. mgr. kemur: 1.200.000 kr.
 3. 3. málsl. b-liðar 1. mgr. fellur brott.
 4. C-liður 1. mgr. orðast svo: Við útreikning á fjárhæð vistunarframlags skv. 21. gr., sbr. og 22. gr., skal ekki reikna með tekjum maka, sbr. þó a-lið þessarar málsgreinar.
 5. D-liður 1. mgr. fellur brott.
 6. 2. mgr. orðast svo:
 7.      Þrátt fyrir 1. mgr. teljast ekki til tekna bætur frá lífeyristryggingum almannatrygginga samkvæmt lögum um almannatryggingar, bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, greiðslur úr séreignarlífeyrissparnaði og sambærilegar greiðslur frá ríkjum sem Ísland hefur gert samninga við skv. 68. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007. Þá teljast ekki til tekna atvinnutekjur 70 ára og eldri.
 8. Á eftir 9. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 9.      Tryggingastofnun ríkisins er heimilt, að ósk vistmanns, að dreifa eigin tekjum vistmannsins sem stafa af fjármagnstekjum sem leystar hafa verið út í einu lagi á allt að 10 ár. Ekki er heimilt að dreifa slíkum tekjum oftar en einu sinni á hverju tímabili.


10. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     Vegna útreiknings á vistunarframlagi skv. 21. gr. laganna er hægt að óska eftir því hjá Tryggingastofnun ríkisins á tímabilinu 1. apríl 2008 til og með 31. desember 2009 að gerður verði samanburður á útreikningi vistunarframlags fyrir og eftir gildistöku þessara laga. Ef samanburðurinn leiðir til aukinnar kostnaðarþátttöku vistmanns samkvæmt eldri lögum skal leiðrétta vistunarframlag vegna framangreinds tímabils.

11. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. apríl 2008.
     Ákvæði a-liðar 1. gr. og a-liðar 9. gr. koma til framkvæmda við endurreikning bóta og vistunarframlags ársins 2007.
     Ákvæði b-liðar 1. gr., b-liðar 4. gr., a-liðar 5. gr. og b-liðar 9. gr. koma til framkvæmda 1. júlí 2008.
     Ákvæði f- og g-liðar 1. gr. og f-liðar 9. gr. koma til framkvæmda 1. janúar 2009.

Samþykkt á Alþingi 13. mars 2008.