Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1277, 135. löggjafarþing 515. mál: tekjuskattur og skattlagning kaupskipaútgerðar (aðgerðir í tengslum við kjarasamninga).
Lög nr. 61 7. júní 2008.

Lög um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, og lögum nr. 86/2007, um skattlagningu kaupskipaútgerðar.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.

1. gr.

     Við 2. mgr. 5. tölul. 1. mgr. 8. gr. laganna bætist: með jafnri fjárhæð á þrjú ár frá og með því reikningsári þegar gengishagnaður fellur til.

2. gr.

     Við 2. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. laganna bætist: eða eru starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.

3. gr.

     Við 2. mgr. 4. tölul. 1. mgr. 49. gr. laganna bætist: með jafnri fjárhæð á þrjú ár frá og með því reikningsári sem gengistap fellur til.

4. gr.

     Orðin „eða vangefið“ í 2. tölul. 1. mgr. 65. gr. laganna falla brott.

5. gr.

     Í stað hlutfallstölunnar „ 10/ 38 “ í 4. málsl. 2. mgr. A-liðar 67. gr. laganna kemur: 10/ 36.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 68. gr. laganna:
  1. Í stað fjárhæðanna „2.415.492“ og „1.207.746“ í 4. mgr. A-liðar kemur: 3.600.000; og: 1.800.000.
  2. Í stað hlutfallstalnanna „6%“ og „8%“ í 4. mgr. A-liðar kemur: 5%; og: 7%.
  3. Í stað fjárhæðanna „5.273.425“ og „8.437.481“ í 4. mgr. B-liðar kemur: 7.119.124; og: 11.390.599.


7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 70. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „2., 3. og 7. tölul. 3. gr.“ í 1. málsl. 2. tölul. kemur: 2. og 3. tölul. 3. gr.
  2. Við 2. tölul. 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Tekjuskattur aðila sem um ræðir í 7. tölul. 3. gr. skal nema 10% af tekjuskattsstofni þeirra.


8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 71. gr. laganna:
  1. Í stað hlutfallstölunnar „18%“ í 1. mgr. kemur: 15%.
  2. Í stað hlutfallstölunnar „26%“ í 2. mgr. kemur: 23,5%.


9. gr.

     Við lögin bætast þrjú ný ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
     
     a. (I.)
     Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 1. mgr. A-liðar 67. gr. laganna skulu breytingar á persónuafslætti manna, sem um ræðir í 1. mgr. 66. gr., ákvarðaðar með eftirfarandi hætti:
  1. Persónuafsláttur manna sem tekur gildi í upphafi ársins 2009 skal ákvarðaður þannig að við fjárhæð persónuafsláttar sem fundinn er samkvæmt ákvæðum 2. málsl. 1. mgr. A- liðar 67. gr. skal bætt 24.000 kr.
  2. Persónuafsláttur manna sem tekur gildi í upphafi ársins 2010 skal ákvarðaður þannig að við fjárhæð persónuafsláttar sem fundinn er samkvæmt ákvæðum 2. málsl. 1. mgr. A- liðar 67. gr. skal bætt 24.000 kr.
  3. Persónuafsláttur manna sem tekur gildi í upphafi ársins 2011 skal ákvarðaður þannig að við fjárhæð persónuafsláttar sem fundinn er samkvæmt ákvæðum 2. málsl. 1. mgr. A- liðar 67. gr. skal bætt 36.000 kr.

     
     b. (II.)
     Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. A-liðar 68. gr. laganna skulu viðmiðunarfjárhæðir sem þar eru tilgreindar sem skerðingarmörk barnabóta vera 2.880.000 kr. og 1.440.000 kr. við ákvörðun barnabóta á árinu 2008 vegna tekna á árinu 2007.
     
     c. (III.)
     Frá tekjuskattsstofni skv. 2. tölul. og b-lið 3. tölul. 61. gr. vegna rekstrarársins 2007 er heimilt að draga fjárhæð gengishagnaðar umfram gengistap af hvers konar eignum og skuldum í erlendum verðmæli, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 8. gr. og 4. tölul. 1. mgr. 49. gr., sem nemur allt að þeirri fjárhæð sem tekjuskattur hefði reiknast af á árinu 2008 vegna rekstrarársins 2007 og dreifa þeirri fjárhæð jafnt á rekstrarárin 2007, 2008 og 2009 til skattlagningar á álagningarárunum 2008, 2009 og 2010. Frestun tekjufærslu samkvæmt þessari málsgrein kemur því aðeins til greina að yfirfæranlegt tap hafi verið jafnað að fullu og að eigi hafi verið nýttar hlutfallslega lægri fyrningar skv. 37. gr. og niðurfærslur skv. 3. og 4. tölul. 31. gr. á rekstrarárinu 2007 en rekstrarárið 2006.
     Frá tekjuskattsstofni skv. 2. tölul. og b-lið 3. tölul. 61. gr. vegna rekstrarársins 2008 er heimilt að draga fjárhæð gengishagnaðar umfram gengistap af hvers konar eignum og skuldum í erlendum verðmæli, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 8. gr. og 4. tölul. 1. mgr. 49. gr., sem nemur allt að þeirri fjárhæð sem tekjuskattur hefði reiknast af á árinu 2009 vegna rekstrarársins 2008 og dreifa þeirri fjárhæð jafnt á rekstrarárin 2008, 2009 og 2010 til skattlagningar á álagningarárunum 2009, 2010 og 2011. Frestun tekjufærslu samkvæmt þessari málsgrein kemur því aðeins til greina að yfirfæranlegt tap hafi verið jafnað að fullu og að eigi hafi verið nýttar hlutfallslega lægri fyrningar skv. 37. gr. og niðurfærslur skv. 3. og 4. tölul. 31. gr. á rekstrarárinu 2008 en rekstrarárið 2007.
     Félag sem tekur þátt í samsköttun skv. 55. gr. getur því aðeins frestað tekjufærslu skv. 1. og 2. mgr. að samnýtanlegt rekstrartap samsköttunarfélaganna hafi verið jafnað.
     Heimild til frestunar tekjufærslu skv. 1. og 2. mgr. tekur ekki til fjármálafyrirtækja sem stunda starfsemi sem fellur undir 2. gr. laga nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 86/2007, um skattlagningu kaupskipaútgerðar.

10. gr.

     Í stað hlutfallstölunnar „18%“ í 3. mgr. 6. gr. laganna kemur: 15%.

11. gr.

     Ákvæði 1. og 3. gr. öðlast gildi 1. janúar 2009 og koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2010.
     Ákvæði 2. og 4. gr. öðlast þegar gildi.
     Ákvæði a-liðar 6. gr. öðlast gildi 1. janúar 2009 og kemur til framkvæmda við álagningu og greiðslu barnabóta á árinu 2009 vegna tekna á árinu 2008.
     Ákvæði b- og c-liðar 6. gr. öðlast gildi 1. janúar 2008 og koma til framkvæmda við álagningu barnabóta og vaxtabóta á árinu 2008 vegna tekna og eigna á árinu 2007.
     Ákvæði 5. og 7. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2009 vegna tekna á árinu 2008.
     Ákvæði 8. og 10. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 2009 hjá þeim lögaðilum sem hafa almanaksárið sem reikningsár og hjá þeim sem hafa upphaf reikningsárs 1. febrúar 2008 eða síðar á því ári.
     Ákvæði til bráðabirgða í 9. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda eins og þar greinir.

Samþykkt á Alþingi 30. maí 2008.