Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 342, 136. löggjafarþing 193. mál: tollalög (landið eitt tollumdæmi).
Lög nr. 147 17. desember 2008.
I. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.
SMT- og VEF-tollafgreiðsla er háð leyfi tollstjóra.
Landið er eitt tollumdæmi.
Tollstjóri.
Hlutverk tollstjóra er:
Staðsetning starfsstöðva tollgæslunnar.
Ráðherra ákveður, að fengnum tillögum tollstjóra, staðsetningu starfsstöðva tollyfirvalda með tilliti til þess að unnt sé að halda uppi nauðsynlegri tollþjónustu, tollheimtu og tolleftirliti á landsvísu.
Samningar tollstjóra við sýslumenn og lögreglustjóra um tollframkvæmd.
Tollstjóra er heimilt, með samþykki fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra, að gera samninga við sýslumenn og lögreglustjóra um að þeir annist í umboði hans tiltekna þætti tollframkvæmdar í stjórnsýsluumdæmum sínum. Hann getur enn fremur samið við þá um nauðsynlega starfsaðstöðu fyrir tollgæslu í viðkomandi stjórnsýsluumdæmum og aðstoð við tollstarfsmenn við framkvæmd starfans.
Ákvæði 188. gr. skulu ekki vera því til fyrirstöðu að tollstjóri veiti lögreglu aðgang að upplýsingum sem sú grein tekur til, enda sé það nauðsynlegt í þágu greiningarstarfs lögreglu eða rannsóknar lögreglu á ætluðum brotum á lögum þessum, lögum um ávana- og fíkniefni eða öðrum lögum sem tollstjóra ber að framfylgja.
Aðflutningsgjöld skal greiða tollstjóra.
Tollstjóri getur falið sýslumönnum að veita viðtöku greiðslu aðflutningsgjalda, sbr. 42. gr., sem og bönkum og sparisjóðum og póstrekendum.
Tollstjóra er heimilt að setja reglur um rafræn greiðsluskil vegna aðflutningsgjalda.
Með samningi skv. 42. gr. getur tollstjóri falið lögreglustjórum að annast tollgæslu jafnframt annarri löggæslu í stjórnsýsluumdæmum sínum.
Berist tollstjóra beiðni erlends tollyfirvalds um aðstoð við rannsókn máls og hann telur að íslenskum stjórnvöldum beri samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum að veita umbeðna aðstoð skal hann annast rannsókn málsins nema rannsókn þess heyri undir lögreglu samkvæmt þessari grein.
II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 43/1987, um lögskráningu sjómanna, með síðari breytingum.
Tollstjóri er lögskráningarstjóri í Reykjavík og í umdæmi sýslumannsins í Keflavík. Sýslumenn eru lögskráningarstjórar hver í sínu umdæmi.
Utan aðsetursstaða sinna er sýslumönnum heimilt að fela hreppstjórum að annast lögskráningar. Einnig er þeim heimilt að skipa fulltrúa til að annast lögskráningar á aðsetursstöðum sínum ef þess gerist þörf. Hreppstjórar og lögskráningarfulltrúar skulu hafa eftirlit með skráningu og skila yfirliti til sýslumanna um lögskráningar í umdæmum sínum eigi sjaldnar en ársfjórðungslega. Verði þeir varir við að ekki er farið eftir fyrirmælum laga þessara um lögskráningu skulu þeir tafarlaust tilkynna meint brot til hlutaðeigandi sýslumanns og skipstjóra. Sýslumenn hafa eftirlit með lögskráningarfulltrúum í umdæmum sínum.
III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.
Ákvæði 4. gr., 6. gr. og 2. tölul., 4.–8. tölul. og 12.–15. tölul. 1. mgr. 7. gr. tollalaga, nr. 88/2005, með síðari breytingum, skulu ná til vörugjalds samkvæmt lögum þessum eftir því sem við getur átt.
IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 92/1989, um framkvæmdarvald ríkisins í héraði, með síðari breytingum.
V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.
Ákvæði 4. gr., 6. tölul. 1. mgr. 6. gr. og 2. tölul., 4.–8. tölul. og 13. tölul. 1. mgr. 7. gr. tollalaga, nr. 88/2005, skulu ná til vörugjalds af ökutækjum samkvæmt lögum þessum eftir því sem við getur átt.
Tollstjóri annast álagningu og innheimtu vörugjalds samkvæmt lögum þessum og hefur með höndum eftirlit.
VI. KAFLI
Breyting á lögreglulögum, nr. 90/1996, með síðari breytingum.
Ákvæði 1. mgr. skal ekki vera því til fyrirstöðu að lögreglan veiti tollstjóra aðgang að málaskrám sínum og öðrum upplýsingum sem lögregla býr yfir og varða ætluð brot á tollalögum, lögum um ávana- og fíkniefni eða öðrum lögum sem tollstjóra ber að framfylgja, enda séu upplýsingarnar nauðsynlegar í þágu greiningarstarfs tollstjóra.
VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 14/2004, um erfðafjárskatt, með síðari breytingum.
Ákvæði til bráðabirgða.
Við gildistöku laga þessara verður embætti tollstjórans í Reykjavík embætti tollstjóra. Tekur embættið frá sama tíma við réttindum og skyldum gagnvart tollvörðum sem starfa hjá tollstjórunum í Vestfjarðaumdæmi, Norðurlandsumdæmi, Austurlandsumdæmi nyrðra, Austurlandsumdæmi syðra, Suðurlandsumdæmi, Vestmannaeyjaumdæmi og Reykjanesumdæmi.
Enn fremur mun embættið á sama tíma taka við umráðum og eignarhaldi á tækjum og búnaði, þ.m.t. ökutækjum, röntgentækjum og áhöldum hvers konar, sem viðkomandi tollstjórar hafa fengið tollvörðum til nota vegna starfa sinna, auk þess sem það ber frá sama tíma ábyrgð á meðferð og afgreiðslu þeirra mála á sviði tollheimtu og tolleftirlits sem þá kunna að vera óafgreidd og til meðferðar hjá viðkomandi tollstjórum.
Þingskjal 342, 136. löggjafarþing 193. mál: tollalög (landið eitt tollumdæmi).
Lög nr. 147 17. desember 2008.
Lög um breyting á tollalögum, nr. 88/2005, og fleiri lögum.
1. gr.
Við 1. gr. laganna bætast eftirfarandi orðskýringar í réttri stafrófsröð:- Embætti tollstjóra: Sú stofnun sem fer með stjórn tollamála samkvæmt lögum þessum, m.a. tollheimtu og tolleftirlit, og er falið að framfylgja öðrum lögum og stjórnvaldsreglum sem varða innflutning, umflutning og útflutning á vörum.
- Tollstjóri: Sá embættismaður sem ber faglega, fjárhagslega og stjórnunarlega ábyrgð á rekstri embættis tollstjóra.
- Tollyfirvöld: Þau stjórnvöld sem fara með tollamál á hverjum tíma.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:- Í stað orðsins „tollstjóranum“ í 1. mgr. og hvarvetna annars staðar í lögunum þar sem sama orð er ritað með greini kemur (í viðeigandi beygingarfalli og án greinis): tollstjóra.
- Orðin „í Reykjavík“ í 1. mgr. og sömu orð hvarvetna annars staðar í lögunum falla brott.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:- Orðið „viðkomandi“ í 1. og 3. mgr. fellur brott.
- Í stað orðsins „tollstjórum“ í 2. mgr. kemur: honum.
4. gr.
1. mgr. 24. gr. laganna orðast svo:SMT- og VEF-tollafgreiðsla er háð leyfi tollstjóra.
5. gr.
Orðið „viðkomandi“ í 1. mgr. 25. gr. laganna fellur brott.6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna:- Í stað orðanna „Tollstjórar fara“ í 1. mgr. kemur: Tollstjóri fer.
- Í stað orðsins „tollstjórar“ í 2. mgr. kemur: tollstjóri.
7. gr.
39. gr. laganna orðast svo:Landið er eitt tollumdæmi.
8. gr.
40. gr. laganna ásamt fyrirsögn orðast svo:- Að annast tollframkvæmd á landsvísu.
- Álagning og innheimta tolla og annarra skatta og gjalda sem greiða ber við tollafgreiðslu vöru samkvæmt lögum þessum eða öðrum lögum.
- Eftirlit með innflutningi, umflutningi og útflutningi á vörum til og frá landinu og ferðum og flutningi fara og fólks til og frá landinu.
- Aðstoð við fjármálaráðherra varðandi tollamálefni.
- Að vinna að framþróun, hagræðingu og einföldun tollframkvæmdar, skilvirkri og árangursríkri tollstarfsemi og sem bestri þjónustu tollgæslunnar. Hann skal stuðla að því að tollframkvæmdin verði sem hagfelldust fyrir atvinnulífið, almenning og samfélagið og hafa samstarf við atvinnulífið um málefni sem varða hagsmuni þess og greiða fyrir löglegum viðskiptum og styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækja, eftir því sem við getur átt og að teknu tilliti til fjárhagslegra og lagalegra forsendna og öryggissjónarmiða.
- Samstarf við önnur stjórnvöld og stofnanir sem hafa með höndum verkefni sem tengjast starfssviði hans, sbr. 45. gr.
- Rekstur tölvukerfis og þróun rafrænna samskipta vegna tollafgreiðslu.
- Greiningarstarf vegna áhættustjórnunar við tolleftirlit.
- Starfræksla Tollskóla ríkisins sem sér um menntun tollstarfsmanna og annarra eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum eða reglugerðum.
- Öflun upplýsinga til hagskýrslugerðar um milliríkjaviðskipti.
- Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi tollyfirvalda.
- Gerð verklagsreglna varðandi tollframkvæmd.
- Gerð leiðbeininga um tollamálefni fyrir almenning og fyrirtæki.
- Ákvörðun um form og efni tollskjala og eyðublaða til nota við tollframkvæmd.
- Önnur verkefni sem honum eru falin með lögum og stjórnvaldsfyrirmælum.
9. gr.
41. gr. laganna verður 43. gr. og á greininni verða eftirfarandi breytingar:- Orðin „í viðkomandi tollumdæmi“ í 2. mgr. falla brott.
- Orðið „viðkomandi“ í 5. mgr. fellur brott.
10. gr.
Ný 41. gr. laganna ásamt fyrirsögn orðast svo:11. gr.
42. gr. laganna ásamt fyrirsögn orðast svo:12. gr.
Við 45. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:Ákvæði 188. gr. skulu ekki vera því til fyrirstöðu að tollstjóri veiti lögreglu aðgang að upplýsingum sem sú grein tekur til, enda sé það nauðsynlegt í þágu greiningarstarfs lögreglu eða rannsóknar lögreglu á ætluðum brotum á lögum þessum, lögum um ávana- og fíkniefni eða öðrum lögum sem tollstjóra ber að framfylgja.
13. gr.
Orðin „í því tollumdæmi þar sem geymslusvæðið er“ í 1. málsl. 1. mgr. 79. gr. laganna falla brott.14. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 81. gr. laganna:- Orðin „sbr. 82. og 83. gr.“ í 1. mgr. falla brott.
- 2. mgr. orðast svo:
15. gr.
82. og 83. gr. laganna falla brott.16. gr.
Í stað orðsins „Tollstjórar“ í 1. mgr. 109. gr. laganna kemur: Tollstjóri.17. gr.
4. málsl. 3. mgr. 117. gr. laganna fellur brott.18. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 118. gr. laganna:- 2. mgr. fellur brott.
- 4. og 5. mgr. orðast svo:
Ríkistollanefnd skal tafarlaust senda tollstjóra kæru ásamt endurriti af þeim gögnum sem kunna að fylgja kæru. Skal nefndin gefa tollstjóra hæfilegan frest til að leggja fyrir nefndina kröfugerð sína í málinu og nauðsynleg gögn. Ríkistollanefnd skal gefa kæranda kost á andsvörum vegna kröfugerðar tollstjóra innan hæfilegs frests.
19. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 119. gr. laganna:- 1. mgr. orðast svo:
- Í stað orðsins „tollstjórum“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: tollstjóra.
- 4. mgr. fellur brott.
20. gr.
126. gr. laganna orðast svo:Aðflutningsgjöld skal greiða tollstjóra.
Tollstjóri getur falið sýslumönnum að veita viðtöku greiðslu aðflutningsgjalda, sbr. 42. gr., sem og bönkum og sparisjóðum og póstrekendum.
Tollstjóra er heimilt að setja reglur um rafræn greiðsluskil vegna aðflutningsgjalda.
21. gr.
Orðið „viðkomandi“ í 140. gr. laganna fellur brott.22. gr.
142. gr. laganna fellur brott.23. gr.
2. málsl. 143. gr. laganna fellur brott.24. gr.
Í stað orðanna „tollstjórar bera“ í 146. gr. laganna kemur: tollstjóri ber.25. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 147. gr. laganna:- 1. mgr. orðast svo:
- 3. mgr. orðast svo:
26. gr.
1. mgr. 152. gr. laganna orðast svo:Með samningi skv. 42. gr. getur tollstjóri falið lögreglustjórum að annast tollgæslu jafnframt annarri löggæslu í stjórnsýsluumdæmum sínum.
27. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 183. gr. laganna:- Í stað orðsins „Tollstjórar“ í 1. málsl. kemur: Tollstjóri.
- Í stað orðanna „Skulu þeir“ í 2. málsl. kemur: Skal hann.
- 3. málsl. fellur brott.
28. gr.
2. mgr. 184. gr. laganna orðast svo:Berist tollstjóra beiðni erlends tollyfirvalds um aðstoð við rannsókn máls og hann telur að íslenskum stjórnvöldum beri samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum að veita umbeðna aðstoð skal hann annast rannsókn málsins nema rannsókn þess heyri undir lögreglu samkvæmt þessari grein.
29. gr.
3. gr. laganna orðast svo:Tollstjóri er lögskráningarstjóri í Reykjavík og í umdæmi sýslumannsins í Keflavík. Sýslumenn eru lögskráningarstjórar hver í sínu umdæmi.
Utan aðsetursstaða sinna er sýslumönnum heimilt að fela hreppstjórum að annast lögskráningar. Einnig er þeim heimilt að skipa fulltrúa til að annast lögskráningar á aðsetursstöðum sínum ef þess gerist þörf. Hreppstjórar og lögskráningarfulltrúar skulu hafa eftirlit með skráningu og skila yfirliti til sýslumanna um lögskráningar í umdæmum sínum eigi sjaldnar en ársfjórðungslega. Verði þeir varir við að ekki er farið eftir fyrirmælum laga þessara um lögskráningu skulu þeir tafarlaust tilkynna meint brot til hlutaðeigandi sýslumanns og skipstjóra. Sýslumenn hafa eftirlit með lögskráningarfulltrúum í umdæmum sínum.
30. gr.
Í stað orðanna „ tollalaga, nr. 55/1987“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: tollalaga, nr. 88/2005.31. gr.
Í stað orðanna „Tollstjórar skulu“ í 1. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: Tollstjóri skal.32. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:- Í stað orðanna „þess tollstjóra“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: tollstjóra.
- 2. mgr. orðast svo:
33. gr.
2. mgr. 12. gr. laganna orðast svo:Ákvæði 4. gr., 6. gr. og 2. tölul., 4.–8. tölul. og 12.–15. tölul. 1. mgr. 7. gr. tollalaga, nr. 88/2005, með síðari breytingum, skulu ná til vörugjalds samkvæmt lögum þessum eftir því sem við getur átt.
34. gr.
Orðið „tollstjórn“ í 1. gr. laganna fellur brott.35. gr.
Í stað orðanna „tollstjórinn í Reykjavík“ í 1. málsl. 1. mgr. og 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: tollstjóri.36. gr.
Í stað orðanna „nr. 55/1987“ í 1. gr. og 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: nr. 88/2005.37. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:- Í stað orðanna „viðkomandi tollyfirvaldi“ í 1. mgr. kemur: tollstjóra.
- Í stað orðanna „tollyfirvöld meta“ í 2. mgr. kemur: tollstjóri metur.
38. gr.
7. gr. laganna orðast svo:Ákvæði 4. gr., 6. tölul. 1. mgr. 6. gr. og 2. tölul., 4.–8. tölul. og 13. tölul. 1. mgr. 7. gr. tollalaga, nr. 88/2005, skulu ná til vörugjalds af ökutækjum samkvæmt lögum þessum eftir því sem við getur átt.
39. gr.
Orðið „viðkomandi“ í 2. málsl. 2. mgr. 11. gr. laganna fellur brott.40. gr.
Í stað orðanna „ 8.– 12. gr. tollalaga, nr. 55/1987“ í 19. gr. laganna kemur: V. kafla tollalaga, nr. 88/2005.41. gr.
Í stað orðanna „sbr. 8. gr. tollalaga“ í 1. málsl. 20. gr. laganna kemur: sbr. 14. gr. tollalaga.42. gr.
2. mgr. 25. gr. laganna orðast svo:Tollstjóri annast álagningu og innheimtu vörugjalds samkvæmt lögum þessum og hefur með höndum eftirlit.
43. gr.
Í stað orðanna „nr. 55/1987“ í 1. mgr. 27. gr. laganna kemur: nr. 88/2005.44. gr.
Í stað orðanna „Tollstjórar, löglærðir fulltrúar þeirra“ í 4. mgr. 9. gr. laganna kemur: Tollstjóri, löglærðir fulltrúar hans.45. gr.
Við 22. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:Ákvæði 1. mgr. skal ekki vera því til fyrirstöðu að lögreglan veiti tollstjóra aðgang að málaskrám sínum og öðrum upplýsingum sem lögregla býr yfir og varða ætluð brot á tollalögum, lögum um ávana- og fíkniefni eða öðrum lögum sem tollstjóra ber að framfylgja, enda séu upplýsingarnar nauðsynlegar í þágu greiningarstarfs tollstjóra.
46. gr.
Í stað orðsins „tollgæslustjóra“ í 26. gr. laganna kemur: tollstjóra.47. gr.
Í stað orðanna „tollstjórinn í Reykjavík“ í 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: tollstjóri.48. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2009.Enn fremur mun embættið á sama tíma taka við umráðum og eignarhaldi á tækjum og búnaði, þ.m.t. ökutækjum, röntgentækjum og áhöldum hvers konar, sem viðkomandi tollstjórar hafa fengið tollvörðum til nota vegna starfa sinna, auk þess sem það ber frá sama tíma ábyrgð á meðferð og afgreiðslu þeirra mála á sviði tollheimtu og tolleftirlits sem þá kunna að vera óafgreidd og til meðferðar hjá viðkomandi tollstjórum.
Samþykkt á Alþingi 12. desember 2008.