Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1021, 140. löggjafarþing 307. mál: málefni aldraðra, heilbrigðisþjónusta, almannatryggingar og kosningar til Alþingis (sameining vistunarmatsnefnda).
Lög nr. 28 29. mars 2012.

Lög um breytingu á lögum um málefni aldraðra, lögum um heilbrigðisþjónustu, lögum um almannatryggingar og lögum um kosningar til Alþingis (sameining vistunarmatsnefnda).


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „Vistmaður“ í 2. tölul. og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarmynd og með eða án greinis eftir atvikum: heimilismaður.
 2. Í stað orðsins „Vistunarmat“ í 4. tölul. kemur: Færni- og heilsumat.
 3. Í stað orðsins „vistun“ í 4. tölul. og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur: dvöl.
 4. Í stað orðsins „Vistmannaráð“ í 6. tölul. og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur: ráð heimilismanna.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „dagvista“ í 1. tölul. 2. mgr. og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum, nema í 3. tölul. 2. mgr. 9. gr. og í fyrra sinn í fyrri málslið 19. gr., kemur, í viðeigandi beygingarmynd: dagdvöl.
 2. Í stað orðhlutans „dagvistar-“ í 3. tölul. 2. mgr. kemur: dagdvalar og.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „skammtímavistunar“ í 5. málsl. 2. tölul. 1. mgr. kemur: hvíldarinnlagnar.
 2. Í stað orðsins „vista“ í 3. mgr. kemur: samþykkja dvöl.


4. gr.

     15. gr. laganna orðast svo ásamt fyrirsögn:
Færni- og heilsumat.
     Stjórn dagdvalar, sbr. 3. tölul. 13. gr., tekur ákvörðun um dagdvöl og ásamt stjórn stofnunar fyrir aldraða, sbr. 14. gr., um dvöl fólks á viðkomandi stofnun enda hafi öðrum skilyrðum þessarar greinar verið fullnægt.
     Áður en kemur að dvöl einstaklings í hjúkrunar- eða dvalarrými, samkvæmt umsókn hans, skulu öll önnur raunhæf úrræði sem miða að því að fólk geti búið í heimahúsi vera fullreynd. Enginn getur dvalið til langframa í hjúkrunarrými eða dvalarrými nema að undangengnu mati færni- og heilsumatsnefndar á þörf fyrir slíka dvöl. Ráðherra skipar þriggja manna nefnd í hverju heilbrigðisumdæmi til að annast matið. Hver nefnd skal skipuð lækni með sérmenntun í öldrunar- eða heimilislækningum eða langvinnum sjúkdómum, hjúkrunarfræðingi með þekkingu á öldrunarþjónustu eða hjúkrun langveikra og félagsráðgjafa, sálfræðingi eða öldrunarfræðingi með þekkingu á félagsþjónustu við aldraða eða langveikt fólk. Færni- og heilsumatsnefnd í fjölmennum heilbrigðisumdæmum má þó skipa sex mönnum, enda uppfylli nefndarmenn sömu menntunarskilyrði og í þriggja manna nefnd og jafnvægi milli sérþekkingarinnar sé það sama. Skipa skal varamenn sem uppfylla sömu menntunarskilyrði og aðalmenn. Við meðferð mála skal auk laga þessara farið að stjórnsýslulögum.
     Færni- og heilsumatsnefnd skal einnig meta þörf einstaklings sem býr í heimahúsi fyrir hvíldarinnlögn, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 14. gr., í allt að átta vikur samkvæmt umsókn hans.
     Hafi aldraður einstaklingur verið lengur en sex vikur á sjúkrahúsi án sérstakrar meðferðar skal meta þörf hans fyrir dvöl á öldrunarstofnun eða fyrir önnur úrræði.
     Ráðherra kveður nánar á um færni- og heilsumat í reglugerð.

5. gr.

     Í stað orðanna „þjónustu dagvistar njóta“ í fyrri málslið 19. gr. laganna kemur: njóta þjónustu dagdvalar.

6. gr.

     Í stað orðsins „vistunarframlag“ í 2. málsl. 1. mgr. 21. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarmynd og með eða án greinis eftir atvikum: dvalarframlag.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
 1. 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Enginn getur dvalið til langframa í hjúkrunarrými nema að undangengnu mati færni- og heilsumatsnefndar á þörf fyrir dvöl samkvæmt lögum um málefni aldraðra.
 2. 2. og 3. mgr. falla brott.


III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 48. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „vistin“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: dvölin.
 2. Í stað orðsins „vistunarframlag“ í 2. og 3. málsl. 6. mgr. kemur: dvalarframlag.
 3. Í stað orðsins „vistmanns“ í 3. málsl. 6. mgr. kemur: heimilismanns.
 4. Í stað orðsins „vistun“ í 7. mgr. kemur: dvöl.


IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 24/2000, um kosningar til Alþingis, með síðari breytingum.

9. gr.

     Í stað orðanna „á dvalarheimili aldraðra og“ í 2. mgr. 58. gr. laganna kemur: eða er heimilismaður á dvalarheimili aldraðra eða.

V. KAFLI
Gildistaka.

10. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júní 2012.

Samþykkt á Alþingi 20. mars 2012.