Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 625, 149. löggjafarþing 211. mál: rafræn birting á álagningu skatta og gjalda.
Lög nr. 132 18. desember 2018.

Lög um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um álagningu skatta og gjalda (rafræn birting).


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum.

1. gr.

     Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Ríkisskattstjóra er heimilt að senda tilkynningu þess efnis rafrænt.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 14/2004, um erfðafjárskatt, með síðari breytingum.

2. gr.

     Við 1. málsl. 1. mgr. 14. gr. laganna bætist: og er ríkisskattstjóra heimilt að senda tilkynningu þess efnis rafrænt.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

3. gr.

     Við 4. mgr. 12. gr. laganna bætist: og er ríkisskattstjóra heimilt að senda tilkynningu þess efnis rafrænt.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 165/2011, um fjársýsluskatt, með síðari breytingum.

4. gr.

     Við 4. mgr. 10. gr. laganna bætist: og er ríkisskattstjóra heimilt að senda tilkynningu þess efnis rafrænt.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, með síðari breytingum.

5. gr.

     Við 4. málsl. 2. mgr. 11. gr. laganna bætist: og er ríkisskattstjóra heimilt að senda tilkynningu þess efnis rafrænt.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum.

6. gr.

     Í stað 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sveitarstjórn annast álagningu fasteignaskatts. Skal hún fara fram í fasteignaskrá og er sveitarstjórn heimilt að senda tilkynningu þess efnis rafrænt.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 70/2015, um sölu fasteigna og skipa, með síðari breytingum.

7. gr.

     Við 2. málsl. 2. mgr. 18. gr. laganna bætist: og er heimilt að senda honum tilkynningu um álagningu eftirlitsgjalds rafrænt.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, með síðari breytingum.

8. gr.

     Á undan 2. málsl. 1. mgr. 28. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er að senda eiganda skips tilkynningu um álagningu skipagjalds rafrænt.

IX. KAFLI
Breyting á skipulagslögum, nr. 123/2010, með síðari breytingum.

9. gr.

     Við 4. málsl. 3. mgr. 17. gr. laganna bætist: og er innheimtumanni ríkissjóðs heimilt að senda tilkynningu þess efnis rafrænt.

10. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2019.

Samþykkt á Alþingi 7. desember 2018.