Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1079, 150. löggjafarþing 332. mál: breyting á ýmsum lögum varðandi leyfisveitingar (einföldun regluverks).
Lög nr. 19 16. mars 2020.

Lög um breytingu á ýmsum lögum varðandi leyfisveitingar (einföldun regluverks).


I. KAFLI
Breyting á lögum um verslunaratvinnu, nr. 28/1998, með síðari breytingum.

1. gr.

     4. mgr. 1. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

     2. og 3. gr. laganna falla brott.

3. gr.

     II. kafli laganna fellur brott.

4. gr.

     III. kafli laganna fellur brott.

5. gr.

     12. og 13. gr. laganna falla brott.

6. gr.

     Við 2. mgr. 14. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Bifreiðasali skal, áður en gengið er frá afsali notaðs ökutækis, greina kaupanda með sannanlegum hætti frá þeim rétti hans að láta óháðan aðila meta ástand ökutækis, svo sem faggilta skoðunarstofu eða faggilt skoðunarverkstæði. Hafi bifreiðasali ástæðu til að ætla að ástandi ökutækis sé ábótavant ber honum að vekja athygli kaupanda á þeim annmarka.

7. gr.

     15. gr. laganna fellur brott.

8. gr.

     18. og 19. gr. laganna falla brott.

9. gr.

     24. gr. laganna orðast svo:
     Brot gegn ákvæðum IV. kafla um sölu notaðra ökutækja eða gegn 7. mgr. 23. gr. um sendingu skilagreina um sölu listmuna varðar sektum eða fangelsi allt að einu ári.

10. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða í lögunum fellur brott.

II. KAFLI
Breyting á iðnaðarlögum, nr. 42/1978, með síðari breytingum.

11. gr.

     1. gr. laganna orðast svo:
     Lög þessi taka til rekstrar handiðnaðar í atvinnuskyni. Heimilisiðnaður skal undanþeginn ákvæðum laganna.

12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „iðnað“ í 1. mgr. kemur: handiðnað.
 2. Í stað orðsins „iðnaði“ tvívegis í 1. málsl. 2. mgr. kemur: handiðnaði.


13. gr.

     3.–7. gr. laganna falla brott.

14. gr.

     1. mgr. 10. gr. laganna orðast svo:
     Hver maður getur leyst til sín meistarabréf ef hann fullnægir eftirfarandi skilyrðum:
 1. Er íslenskur ríkisborgari eða ríkisborgari aðildarríkis að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyingur. Erlendur ríkisborgari, sem á lögheimili hér á landi og hefur átt það samfellt í a.m.k. eitt ár, skal vera undanþeginn skilyrði um íslenskt ríkisfang.
 2. Er lögráða og hefur forræði á búi sínu.
 3. Hefur lokið sveinsprófi, unnið síðan undir stjórn meistara í iðngrein sinni í minnst eitt ár og jafnframt lokið meistaraprófi í iðninni frá meistaraskóla. Eigi sveinn ekki völ á starfi undir stjórn meistara í nýrri iðngrein sinni fyrstu fimm árin eftir löggildingu hennar telst tveggja ára starf hans í þeirri grein jafngilt starfi hjá meistara en sýslumaður skal gefa viðkomandi félagi iðnaðarmanna, m.a. landssamtökum meistara og sveina, kost á að segja álit sitt á því hvort völ sé á slíku starfi. Sama gildir í iðngreinum þar sem ekki er starfandi meistari eða þar sem sveinn á af öðrum ástæðum sannanlega engan kost á starfi undir stjórn meistara.


15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
 1. Orðin „og iðnaðarleyfi“ í 1. mgr. falla brott.
 2. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sýslumaður sem fær umsókn frá aðila sem á ekki lögheimili á Íslandi lætur, þrátt fyrir ákvæði 1. málsl., af hendi meistarabréf, uppfylli aðili önnur skilyrði laganna.
 3. Orðin „eða iðnaðarleyfi“ í 2. mgr. falla brott.
 4. Orðið „iðnaðarleyfi“ í 4. mgr. fellur brott.


16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Sýslumaður skal halda skrá yfir meistarabréf sem veitt eru samkvæmt lögum þessum.
 3. 2. mgr. fellur brott.


17. gr.

     Í stað orðsins „iðnað“ tvívegis í 1. tölul. 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: handiðnað.

18. gr.

     Orðið „iðnaðarleyfis“ í 16. gr. laganna fellur brott.

19. gr.

     Heiti laganna verður: Lög um handiðnað.

III. KAFLI
Breyting á lögum um samvinnufélög, nr. 22/1991, með síðari breytingum.

20. gr.

     Á eftir orðinu „Ráðherra“ í 4. málsl. 5. mgr. 4. gr. laganna kemur: eða sá sem hann framselur vald sitt.

21. gr.

     Á eftir orðinu „ráðherra“ í 3. mgr. 52. gr. laganna kemur: eða þeim sem hann framselur vald sitt.

22. gr.

     Á eftir orðinu „ráðherra“ í 5. málsl. 1. mgr. 57. gr. laganna kemur: eða þeim sem hann framselur vald sitt.

IV. KAFLI
Brottfall ýmissa laga og gildistaka.

23. gr.

     Við gildistöku laga þessara falla eftirfarandi lög úr gildi:
 1. Lög um eignarnám á vatnsréttindum í Andakílsá o.fl., nr. 20/1921.
 2. Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka eignarnámi jarðirnar Borg, Dynjanda og Rauðsstaði í Auðkúluhreppi, Vestur-Ísafjarðarsýslu, nr. 17/1957.
 3. Lög um verkstjóranámskeið, nr. 49/1961.
 4. Lög um breytingu á lausaskuldum iðnaðarins í föst lán, nr. 36/1964.
 5. Lög um undirbúningsfélag saltverksmiðju á Reykjanesi, nr. 47/1976.
 6. Lög um virkjun Hvítár í Borgarfirði, nr. 26/1977.
 7. Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka eignarnámi hluta jarðarinnar Deildartungu í Reykholtsdalshreppi ásamt jarðhitaréttindum, nr. 57/1979.
 8. Lög um steinullarverksmiðju, nr. 61/1981.
 9. Lög um sjóefnavinnslu á Reykjanesi, nr. 62/1981.
 10. Lög um aukningu hlutafjár í Kísiliðjunni hf., nr. 53/1982.
 11. Lög um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði, nr. 70/1982.
 12. Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja lagmetisiðju ríkisins í Siglufirði, nr. 26/1984.
 13. Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Landssmiðjuna, nr. 125/1984.
 14. Lög um stofnun Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., nr. 60/1997.
 15. Lög um niðurfellingu laga um kísilgúrverksmiðju við Mývatn, nr. 80/1966, með síðari breytingum, og um ráðstöfun eigna Kísilgúrsjóðs, nr. 152/2008.
 16. Lög um heimild til samninga um gagnaver í Reykjanesbæ, nr. 57/2010.


24. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

25. gr.

     Við gildistöku laga þessara falla 33. og 51. tölul. 11. gr. laga um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, með síðari breytingum, brott.

Samþykkt á Alþingi 5. mars 2020.