Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1044, 151. löggjafarþing 344. mál: Neytendastofa o.fl. (stjórnsýsla neytendamála).
Lög nr. 18 23. mars 2021.

Lög um breytingu á lögum um Neytendastofu og fleiri lögum (stjórnsýsla neytendamála).


I. KAFLI
Breyting á lögum um Neytendastofu, nr. 62/2005.

1. gr.

     Orðin „vöruöryggismála, opinberrar markaðsgæslu og mælifræði“ í 1. gr. laganna falla brott.

2. gr.

     1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
     Neytendastofa skal annast framkvæmd laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu svo sem nánar er kveðið á um í þeim lögum. Þá skal Neytendastofa leysa af hendi þau verk sem henni eru falin í öðrum lögum.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 4. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins“ í a-lið kemur: viðskiptaháttum og markaðssetningu.
  2. B-liður fellur brott.


II. KAFLI
Breyting á lögum um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, nr. 137/2019.

4. gr.

     Á eftir orðinu „rafmagnsöryggismála“ í 1. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: mælifræði, vöruöryggismála, opinberrar markaðsgæslu.

5. gr.

     Á eftir orðunum „tengjast orkunotkun“ í 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: lögum um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, lögum um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.

III. KAFLI
Breyting á lögum um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, nr. 134/1995.

6. gr.

     Í stað orðsins „Neytendastofa“ í 7. gr. laganna kemur: Faggildingarsvið Hugverkastofunnar.

7. gr.

     Í stað orðsins „Neytendastofa“ í 1. og 2. mgr. 11. gr., fyrirsögn 14. gr. og 1. og 4. mgr. 16. gr. og orðsins „Neytendastofu“ í 1. málsl. 14. gr., 1. málsl. 15. gr., 2. mgr. 16. gr., 17. gr., 2. mgr. 18. gr., 26. gr. og 2. mgr. 27. gr. laganna kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

8. gr.

     19. gr. a laganna orðast svo:
     Ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli laga þessara sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ákvörðun verður ekki borin undir dómstóla fyrr en úrskurður nefndarinnar liggur fyrir. Ef aðili unir ekki úrskurði nefndarinnar getur hann höfðað mál til ógildingar fyrir dómstólum. Höfða skal mál innan sex mánaða frá því að aðili fékk vitneskju um úrskurð nefndarinnar. Málshöfðun frestar ekki gildistöku úrskurðar nefndarinnar eða heimild til aðfarar. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer að öðru leyti samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

IV. KAFLI
Breyting á vopnalögum, nr. 16/1998.

9. gr.

     Í stað orðsins „Neytendastofu“ í 10. mgr. 32. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum, nema í 33. gr. b, kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 33. gr. a laganna:
  1. 4. mgr. orðast svo:
  2.      Ákvarðanir Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem teknar eru á grundvelli laga þessara sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ákvörðun verður ekki borin undir dómstóla fyrr en úrskurður nefndarinnar liggur fyrir. Ef aðili unir ekki úrskurði nefndarinnar getur hann höfðað mál til ógildingar fyrir dómstólum. Höfða skal mál innan sex mánaða frá því að aðili fékk vitneskju um úrskurð nefndarinnar. Málshöfðun frestar ekki gildistöku úrskurðar nefndarinnar eða heimild til aðfarar. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer að öðru leyti samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
  3. 5. mgr. fellur brott.


11. gr.

     Orðið „Neytendastofu“ í 33. gr. b laganna fellur brott.

V. KAFLI
Breyting á lögum um vörur unnar úr eðalmálmum, nr. 77/2002.

12. gr.

     Í stað orðsins „Neytendastofu“ í 2. tölul. 2. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
  1. 4. mgr. orðast svo:
  2.      Ákvarðanir Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem teknar eru á grundvelli laga þessara sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ákvörðun verður ekki borin undir dómstóla fyrr en úrskurður nefndarinnar liggur fyrir. Ef aðili unir ekki úrskurði nefndarinnar getur hann höfðað mál til ógildingar fyrir dómstólum. Höfða skal mál innan sex mánaða frá því að aðili fékk vitneskju um úrskurð nefndarinnar. Málshöfðun frestar ekki gildistöku úrskurðar nefndarinnar eða heimild til aðfarar. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer að öðru leyti samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
  3. 5.–7. mgr. falla brott.


VI. KAFLI
Breyting á lögum um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn, nr. 91/2006.

14. gr.

     Í stað orðsins „Neytendastofa“ í 1. mgr. 4. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum, nema í 2. mgr. 28. gr., kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 28. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „áfrýjunarnefndar neytendamála, sbr. lög nr. 62/2005, um Neytendastofu“ í 2. málsl. kemur: úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
  2. Í stað orðsins „áfrýjunarnefndar“ í 3. málsl. kemur: úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.


16. gr.

     38. gr. a laganna orðast svo:
     Ákvarðanir Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem teknar eru á grundvelli laga þessara sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ákvörðun verður ekki borin undir dómstóla fyrr en úrskurður nefndarinnar liggur fyrir. Ef aðili unir ekki úrskurði nefndarinnar getur hann höfðað mál til ógildingar fyrir dómstólum. Höfða skal mál innan sex mánaða frá því að aðili fékk vitneskju um úrskurð nefndarinnar. Málshöfðun frestar ekki gildistöku úrskurðar nefndarinnar eða heimild til aðfarar. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer að öðru leyti samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

17. gr.

     Í stað orðanna „áfrýjunarnefndar neytendamála“ í 1. og 3. málsl. 2. mgr. 39. gr. og 3. mgr. 40. gr. laganna kemur: úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

VII. KAFLI
Breyting á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur, nr. 87/2018.

18. gr.

     Í stað orðsins „Neytendastofa“ í 13. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

19. gr.

     19. gr. laganna orðast svo:
     Ákvarðanir Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem teknar eru á grundvelli laga þessara sæta kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ákvörðun verður ekki borin undir dómstóla fyrr en úrskurður nefndarinnar liggur fyrir. Ef aðili unir ekki úrskurði nefndarinnar getur hann höfðað mál til ógildingar fyrir dómstólum. Höfða skal mál innan sex mánaða frá því að aðili fékk vitneskju um úrskurð nefndarinnar. Málshöfðun frestar ekki gildistöku úrskurðar nefndarinnar eða heimild til aðfarar. Um aðild, kærufrest, málsmeðferð og annað er varðar kæruna fer að öðru leyti samkvæmt lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti, nr. 55/2019.

20. gr.

     Í stað orðsins „Neytendastofa“ í 1. mgr. 4. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Póst- og fjarskiptastofnun.

21. gr.

     2.–4. mgr. 5. gr. laganna falla brott.

22. gr.

     Í stað orðanna „áfrýjunarnefndar neytendamála“ í 1. og 3. málsl. 3. mgr. 6. gr. og 2. og 4. mgr. 7. gr. laganna kemur: úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála.

23. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. október 2021.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2021.