Lagasafn. Íslensk lög 1. janúar 1999. Útgáfa 123a. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um heilbrigðisþjónustu
1990 nr. 97 28. september
1. gr.

1.1. Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði.

1.2. Heilbrigðisþjónusta tekur til hvers kyns heilsugæslu, heilbrigðiseftirlits, lækningarannsókna, lækninga og hjúkrunar í sjúkrahúsum, læknisfræðilegs endurhæfingarstarfs, tannlækninga og sjúkraflutninga.

1.3. Ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála sér um, að heilbrigðisþjónusta sé eins góð og þekking og reynsla leyfir og í samræmi við lög og reglugerðir.
1)
1)Erbr. 527/1994.
I. kafli.
Yfirstjórn.
2. gr.

2.1. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið fer með yfirstjórn heilbrigðismála.

2.2. Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.
3. gr.

3.1. Landlæknir er ráðunautur ráðherra og ríkisstjórnar um allt er varðar heilbrigðismál og annast framkvæmd tiltekinna málaflokka f.h. ráðherra samkvæmt lögum, reglum og venjum, er þar um gilda. Hann hefur eftirlit með starfi og starfsaðstöðu heilbrigðisstétta. Aðstoðarlandlæknir skal vera landlækni til aðstoðar og staðgengill hans.

3.2. Landlæknir skipuleggur skýrslugerð heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðisstofnana og innheimtir þær. Ráðuneytið og landlæknir annast útgáfu heilbrigðisskýrslna.

3.3. [Ráðherra skipar landlækni til fimm ára í senn. Hann skal vera embættislæknir eða hafa aðra sérfræðimenntun ásamt víðtækri reynslu á sviði stjórnunar.]
1) Ráðherra [ræður]
1) aðstoðarlandlækni og skal gera sömu kröfur um menntun hans og starfsreynslu og gert er til landlæknis.

3.4. Ráðherra setur reglugerð um starf og stöðu landlæknis og embættis hans að höfðu samráði við samtök heilbrigðisstétta, læknadeild Háskóla Íslands og Læknafélag Íslands. Í reglugerðinni skal kveða á um faglegt eftirlit landlæknis með heilbrigðisstofnunum, lyfjanotkun, heilbrigðiseftirliti og sóttvarnarráðstöfunum og einnig um sérhæft starfslið til þess að sinna þeim verkefnum.

3.5. Landlækni er skylt að sinna kvörtunum eða kærum, er varða samskipti almennings og heilbrigðisþjónustunnar. Heimilt er að vísa ágreiningsmálum til sérstakrar nefndar, sem í eiga sæti 3 menn, tilnefndir af Hæstarétti og ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Enginn nefndarmanna má vera starfsmaður heilbrigðisþjónustunnar, og einn skal vera embættisgengur lögfræðingur og jafnframt formaður. Sömu reglur gilda um varamenn. Ráðherra setur nefndinni starfsreglur að fengnum tillögum hennar. Kostnaður vegna starfa nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði. Landlæknir og nefndin gera ráðherra árlega grein fyrir þeim kvörtunum sem borist hafa og afdrifum mála.
1)L. 83/1997, 58. gr.
4. gr.

4.1. Ráðuneytið annast framkvæmd mála fyrir hönd ráðherra og hefur eftirlit með því, að lögum og reglugerðum um framkvæmd heilbrigðismála sé framfylgt.
5. gr.

5.1. Heilbrigðisþing skal haldið eigi sjaldnar en fjórða hvert ár. Verkefni heilbrigðisþings skulu vera ráðgjafar- og umsagnastörf á sviði heilbrigðismála. Til heilbrigðisþings skal boða fulltrúa hinna einstöku þátta heilbrigðisþjónustunnar og einstöku heilbrigðisstétta.

5.2. Ráðuneytið undirbýr heilbrigðisþing í samráði við landlækni og fullvinnur þau mál, er fram koma á þinginu hverju sinni.
II. kafli.
Um læknishéruð og heilbrigðismálaráð.
6. gr.

6.1. Landið skiptist í læknishéruð sem hér segir:
1. Reykjavíkurhérað, sem tekur yfir Reykjavíkurborg.
2. Reykjaneshérað, sem tekur yfir Gullbringu- og Kjósarsýslu, Hafnarfjarðarkaupstað, Keflavíkurkaupstað, Grindavíkurkaupstað, Garðakaupstað, Seltjarnarneskaupstað og Kópavogskaupstað.
3. Vesturlandshérað, sem tekur yfir Borgarfjarðarsýslu, Akraneskaupstað, Mýrasýslu, Snæfellsness- og Hnappadalssýslu og Dalasýslu.
4. Vestfjarðahérað, sem tekur yfir Austur- og Vestur-Barðastrandarsýslur, Vestur-Ísafjarðarsýslu, Ísafjarðarkaupstað, Bolungarvíkurkaupstað, Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu.
5. Norðurlandshérað vestra, sem tekur yfir Vestur-Húnavatnssýslu, Austur-Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu, Sauðárkrókskaupstað og Siglufjarðarkaupstað.
6. Norðurlandshérað eystra, sem tekur yfir Eyjafjarðarsýslu, Akureyrarkaupstað, Ólafsfjarðarkaupstað, Dalvíkurkaupstað, Suður-Þingeyjarsýslu, Húsavíkurkaupstað og Norður-Þingeyjarsýslu.
7. Austurlandshérað, sem tekur yfir Norður-Múlasýslu, Seyðisfjarðarkaupstað, Suður-Múlasýslu, Neskaupstað, Eskifjarðarkaupstað og Austur-Skaftafellssýslu.
8. Suðurlandshérað, sem tekur yfir Vestur-Skaftafellssýslu, Vestmannaeyjakaupstað, Rangárvallasýslu, Árnessýslu og Selfosskaupstað.

6.2. Ráðherra skipar héraðslækni í Reykjavík, í Norðurlandshéraði eystra og Reykjaneshéraði til [fimm]
1) ára í senn. Ráðherra er heimilt að skipa héraðslækna til [fimm]
1) ára í senn í öðrum héruðum sé það talið nauðsynlegt vegna umfangs héraðslæknisstarfsins. [Skulu héraðslæknar vera embættislæknar eða hafa aðra sérfræðimenntun ásamt víðtækri reynslu á sviði stjórnunar.]
1) Þar sem ekki eru skipaðir sérstakir héraðslæknar skipar ráðherra einn af starfandi heilsugæslulæknum héraðsins sem héraðslækni til [fimm]
1) ára í senn.

6.3. [Ráðherra er heimilt að skipa einn af starfandi heilsugæsluhjúkrunarfræðingum héraðsins sem héraðshjúkrunarfræðing til [fimm]
1) ára í senn.]
2)
1)L. 83/1997, 59. gr. 2)L. 148/1994, 7. gr.
7. gr.

7.1. Í hverju héraði skal starfa heilbrigðismálaráð.

7.2. Heilbrigðismálaráð skal skipað héraðslækni, héraðshjúkrunarfræðingi og einum fulltrúa tilnefndum af stjórn hverrar heilsugæslustöðvar og sjúkrahúss í héraðinu. Ráðherra skipar formann til fjögurra ára í senn.

7.3. Verkefni heilbrigðismálaráðs eru:
1. Eftirlit með heilbrigðismálum í héraði í umboði heilbrigðisráðuneytis og landlæknis.
2. Gerð tillagna og áætlana um framgang og forgang verkefna á sviði heilbrigðismála í héraði.
3. Skipulagning á starfi heilbrigðisstofnana í héraði eftir því sem heilbrigðisráðuneytið ákveður.

7.4. Ráðherra setur reglugerð um starfsháttu heilbrigðismálaráða að fengnum tillögum landlæknis.
8. gr.

8.1. Héraðslæknir er sérstakur ráðunautur heilbrigðisstjórnar um hvaðeina, er við kemur heilbrigðismálum héraðsins.

8.2. Héraðslæknar skulu fylgjast með því að framfylgt sé lögum og reglum um heilbrigðismál í héraðinu. Þeir hafa þar umsjón með heilbrigðisstarfi í umboði ráðuneytis, í sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum og annars staðar, þar sem slíkt starf fer fram. Þeir skulu annast samræmingu heilbrigðisstarfs í héraðinu.

8.3. Ráðherra setur héraðslæknum erindisbréf að fengnum tillögum landlæknis og skal héraðslæknum í Reykjavík, Norðurlandi eystra og Reykjanesi sett sérstakt erindisbréf.

8.4. Héraðshjúkrunarfræðingur starfar með héraðslækni og skal vera ráðgefandi um og fylgjast með hjúkrun í héraðinu, aðstoða við skipulagningu og samræmingu hjúkrunarstarfs í héraðinu og við ráðningar hjúkrunarfræðinga og annars hjúkrunarfólks á heilsugæslustöðvum. Ráðherra setur héraðshjúkrunarfræðingum erindisbréf að fengnum tillögum hjúkrunarráðs skv. 31. gr. og landlæknis.
9. gr.

9.1. Launa- og ferðakostnaður vegna starfa manna í heilbrigðismálaráðum greiðist af viðkomandi heilbrigðisstofnun. Annar kostnaður vegna starfa heilbrigðismálaráða greiðist úr ríkissjóði.

9.2. Kostnaður vegna starfa héraðslæknis og héraðshjúkrunarfræðings, þar með talinn kostnaður vegna starfsliðs og aðstöðu, greiðist úr ríkissjóði.
10. gr. …
1)
1)L. 75/1990, 7. gr.
III. kafli.
Um heilsugæslu.
11. gr.

11.1. Heilsugæsla merkir í þessum lögum heilsuverndarstarf og allt lækningastarf, sem unnið er vegna heilbrigðra og sjúkra, sem ekki dveljast á sjúkrahúsum.
12. gr.

12.1. Starfrækja skal heilsugæslustöðvar til þess að annast heilsugæslu samkvæmt lögum þessum.

12.2. [Þar sem aðstæður leyfa skulu heilsugæslustöð og sjúkrahús rekin sem ein stofnun undir einni stjórn, sbr. 2. mgr. 21. gr.]
1)

12.3. Þar sem sjúkrahús er fyrir og afráðið er, að stofna skuli heilsugæslustöð, skal byggja stöðina í starfstengslum við sjúkrahúsið, þannig að þjónustudeildir og starfslið nýtist fyrir hvort tveggja.

12.4. Þar sem afráðið verður samkvæmt lögum þessum að reisa heilsugæslustöð og ekki er sjúkrahús á staðnum fyrir, skal kanna þörf héraðsins (umdæmisins) fyrir sjúkrahús, sbr. 33. gr. og hvort þörf sé fullnægt, einkum hvað viðvíkur hjúkrunar- og endurhæfingarheimilum, og haga framkvæmdum í samræmi við það.
1)L. 140/1996, 15. gr.
13. gr.

13.1. Heilsugæslustöðvar skulu vera með þrennu móti:
Heilsugæslustöð 2 (H2) þar sem starfa tveir læknar hið minnsta ásamt hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki samkvæmt reglugerð. Heilsugæslustöð 1 (H1) þar sem starfar einn læknir hið minnsta ásamt hjúkrunarfræðingi og öðru starfsfólki samkvæmt reglugerð. Heilsugæslustöð H þar sem starfar hjúkrunarfræðingur og annað starfslið samkvæmt reglugerð og læknir hefur reglulega móttöku sjúklinga. Heimilt er að ráða lækni til starfa við H2 og H1 stöðvar hluta úr ári þar sem sérstakar ástæður mæla með. Einnig er heimilt að ákveða að læknir hafi aðsetur á H-stöð, varanlega eða um tiltekinn tíma, mæli sérstakar ástæður með. Heilsugæslustöð H skal stjórnunarlega heyra undir næstu H1- eða H2-stöð.

13.2. Starfslið heilsugæslustöðvar getur að hluta verið sameiginlegt með annarri heilbrigðisstofnun í starfstengslum við stöðina.

13.3. Lyfjaútibú eða lyfjaútsala skv. 43. og 44. gr. lyfsölulaga eða lyfjasala undir eftirliti lækna stöðvarinnar skal jafnan vera á heilsugæslustöð, ef lyfjabúð er ekki á staðnum. Ráðherra getur ákveðið að lyfjabúð skuli vera í heilsugæslustöð.
14. gr.

14.1. Heilsugæslustöðvar skulu vera í héruðum skv. 6. gr. Héruðum skal skipt í heilsugæsluumdæmi, og skulu stöðvar innan sama umdæmis hafa samstarf og veita hver annarri aðstoð og þjónustu, eftir því sem við verður komið. Heilsugæsluumdæmi og heilsugæslustöðvar skulu vera í héruðum svo sem hér greinir:

14.2. REYKJAVÍKURHÉRAÐ
Í Reykjavík skulu starfrækt fjögur heilsugæsluumdæmi sem hér segir:
1. Vesturbæjarumdæmi þar sem starfa þrjár heilsugæslustöðvar sem hér segir:
1.1. Garðastræti H2, starfssvæði Sóleyjargata, Fríkirkjuvegur og Lækjargata að austan og Hringbraut til sjávar að sunnan.
1.2. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg H2, starfssvæði Sóleyjargata, Fríkirkjuvegur og Lækjargata að vestan, flugvöllur að sunnan og Snorrabraut að austan.
1.3. Drápuhlíð H2, starfssvæði Hlíðahverfi, Norðurmýrar- og Túnahverfi sem markast af Snorrabraut og flugvallarsvæði að vestan og Kringlumýrarbraut að austan.
2. Miðbæjarumdæmi þar sem starfa þrjár heilsugæslustöðvar sem hér segir:
2.1. Laugarnes H2, starfssvæði Kringlumýrarbraut að vestan, Miklabraut austan Kringlumýrarbrautar að sunnan, Grensásvegur, Holtavegur, Sunnuvegur, Laugarásvegur og Dalbraut að austan.
2.2. Borgarspítalinn H2, starfssvæði Kringlumýrarbraut að vestan, Miklabraut austan Kringlumýrarbrautar að norðan, Breiðholtsbraut að austan og Kópavogur að sunnan.
2.3. Voga- og Heimahverfi H2, starfssvæði Grensásvegur, Holtavegur, Sunnuvegur, Laugarásvegur og Dalbraut að vestan, Elliðaár að austan og Miklabraut að sunnan.
3. Austurbæjarumdæmi syðra þar sem starfa tvær heilsugæslustöðvar sem hér segir:
3.1. Breiðholt I og II H2, starfssvæði Elliðaár að norðan, Reykjanesbraut að vestan, landamerki við Kópavog að sunnan og Arnarbakki að austan.
3.2. Breiðholt III H2, starfssvæði Elliðaár að norðan og austan, Arnarbakki og Höfðabakki að vestan og Breiðholtsbraut að sunnan.
4. Austurbæjarumdæmi nyrðra þar sem starfa tvær heilsugæslustöðvar sem hér segir:
4.1. Árbær og Seláshverfi H2, starfssvæði Grafarvogur að norðan, Elliðaár að vestan og sunnan og Lækjarbotnar að austan.
4.2. Grafarvogshverfi H2, starfssvæði Grafarvogur að sunnan, landamerki Reykjavíkur og Mosfellsbæjar að austan.
Starfssvæði heilsugæslustöðvar á Seltjarnarnesi nær frá Hringbraut að norðan að flugvelli að austan. Þrátt fyrir skiptingu Reykjavíkur í heilsugæsluumdæmi geta íbúar borgarinnar og Seltjarnarness jafnan valið sér heilsugæslulækni eða heimilislækni utan heilsugæslustöðva og leitað læknishjálpar sem þeir eiga auðveldast með að ná til hverju sinni.

14.3. VESTURLANDSHÉRAÐ
1. Akranesumdæmi.
1. Akranes H2, starfssvæði Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarstrandarhreppur, Skilmannahreppur, Innri-Akraneshreppur og Leirár- og Melahreppur.
2. Borgarnesumdæmi.
1. Borgarnes H2, starfssvæði Borgarneshreppur, Borgarhreppur, Álftaneshreppur, Hraunhreppur, Kolbeinsstaðahreppur, Eyjahreppur, Andakílshreppur, Skorradalshreppur, Lundarreykjadalshreppur, Reykholtsdalshreppur, Hálsahreppur, Hvítársíðuhreppur, Þverárhlíðarhreppur, Norðurárdalshreppur og Stafholtstungnahreppur.
2. Kleppjárnsreykir H.
3. Ólafsvíkurumdæmi.
1. Ólafsvík H2, starfssvæði Ólafsvíkurhreppur, Fróðárhreppur, Staðarsveit, Breiðuvíkurhreppur og Neshreppur.
2. Hellissandur H.
4. Stykkishólmsumdæmi.
1. Stykkishólmur H2, starfssvæði Helgafellssveit, Flateyjarhreppur, Stykkishólmshreppur, Skógarstrandarhreppur og Miklaholtshreppur.
2. Grundarfjörður H1, starfssvæði Eyrarsveit.
3. Búðardalur H2, starfssvæði Hörðudalshreppur, Miðdalahreppur, Haukadalshreppur, Laxárdalshreppur, Hvammshreppur, Fellsstrandarhreppur, Klofningshreppur, Skarðshreppur, Saurbæjarhreppur, Gufudalshreppur, Reykhólahreppur og Geiradalshreppur.
4. Reykhólar H.

14.4. VESTFJARÐAHÉRAÐ
1. Patreksfjarðarumdæmi.
1. Patreksfjörður H2, starfssvæði Barðastrandarhreppur, Rauðasandshreppur, Patrekshreppur, Tálknafjarðarhreppur, Ketildalahreppur, Suðurfjarðahreppur og Múlahreppur.
2. Bíldudalur H.
2. Ísafjarðarumdæmi.
1. Ísafjörður H2, starfssvæði Ísafjarðarkaupstaður, Suðureyrarhreppur, Súðavíkurhreppur, Ögurhreppur, Reykjarfjarðarhreppur, Nauteyrarhreppur, Snæfjallahreppur, Grunnavíkurhreppur og Sléttuhreppur.
2. Suðureyri H.
3. Súðavík H.
4. Reykjanesskóli H.
5. Þingeyri H1, starfssvæði Þingeyrarhreppur, Mýrahreppur og Auðkúluhreppur.
6. Flateyri H1, starfssvæði Mosvallahreppur og Flateyrarhreppur.
7. Bolungarvík H1, starfssvæði Bolungarvíkurkaupstaður.
3. Hólmavíkurumdæmi.
1. Hólmavík H1, starfssvæði Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Hrófbergshreppur, Hólmavíkurhreppur, Kirkjubólshreppur, Fellshreppur og Óspakseyrarhreppur.
2. Árnes H.

14.5. NORÐURLANDSHÉRAÐ VESTRA
1. Hvammstangaumdæmi.
1. Hvammstangi H2, starfssvæði Staðarhreppur, Fremri-Torfustaðahreppur, Ytri-Torfustaðahreppur, Hvammstangahreppur, Kirkjuhvammshreppur, Þverárhreppur, Þorkelshólshreppur og Bæjarhreppur.
2. Blönduósumdæmi.
1. Blönduós H2, starfssvæði Áshreppur, Sveinsstaðahreppur, Torfalækjarhreppur, Blönduóshreppur, Svínavatnshreppur, Bólstaðarhlíðarhreppur, Engihlíðarhreppur, Vindhælishreppur, Höfðahreppur og Skagahreppur.
2. Skagaströnd H.
3. Sauðárkróksumdæmi.
1. Sauðárkrókur H2, starfssvæði Skefilsstaðahreppur, Skarðshreppur, Sauðárkrókskaupstaður, Staðarhreppur, Seyluhreppur, Lýtingsstaðahreppur, Akrahreppur, Rípurhreppur, Viðvíkurhreppur, Hólahreppur, Hofshreppur, Hofsóshreppur og Fellshreppur.
2. Hofsós H.
4. Siglufjarðarumdæmi.
1. Siglufjörður H2, starfssvæði Siglufjarðarkaupstaður, Haganeshreppur og Holtshreppur.

14.6. NORÐURLANDSHÉRAÐ EYSTRA
1. Dalvíkurumdæmi.
1. Dalvík H2, starfssvæði Dalvíkurkaupstaður, Svarfaðardalshreppur, Árskógshreppur og Hríseyjarhreppur.
2. Hrísey H.
3. Ólafsfjörður H1, starfssvæði Ólafsfjarðarkaupstaður.
2. Akureyrarumdæmi.
1. Akureyri H2, starfssvæði Akureyrarkaupstaður, Grímseyjarhreppur, Arnarneshreppur, Skriðuhreppur, Öxnadalshreppur, Glæsibæjarhreppur, Hrafnagilshreppur, Saurbæjarhreppur, Öngulsstaðahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur og Hálshreppur.
2. Grenivík H.
3. Húsavíkurumdæmi.
1. Húsavík H2, starfssvæði Aðaldælahreppur, Húsavíkurkaupstaður, Tjörneshreppur, Flateyjarhreppur, Ljósavatnshreppur, Bárðdælahreppur, Reykjahreppur, Reykdælahreppur og Skútustaðahreppur.
2. Laugar H.
3. Reykjahlíð H.
4. Stórutjarnir H.
5. Kópasker H1, starfssvæði Kelduneshreppur, Öxarfjarðarhreppur, Fjallahreppur og Presthólahreppur.
4. Þórshafnarumdæmi.
1. Þórshöfn H1, starfssvæði Svalbarðshreppur, Þórshafnarhreppur og Sauðaneshreppur.
2. Raufarhöfn H1, starfssvæði Raufarhafnarhreppur.

14.7. AUSTURLANDSHÉRAÐ
1. Egilsstaðaumdæmi.
1. Egilsstaðir H2, starfssvæði Hlíðarhreppur, Jökuldalshreppur, Hróarstunguhreppur, Fellahreppur, Fljótsdalshreppur, Eiðahreppur, Vallahreppur, Egilsstaðahreppur, Skriðdalshreppur, Hjaltastaðahreppur og Borgarfjarðarhreppur.
2. Borgarfjörður eystri H.
3. Seyðisfjörður H1, starfssvæði Seyðisfjarðarkaupstaður og Seyðisfjarðarhreppur.
4. Vopnafjörður H1, starfssvæði Vopnafjarðarhreppur og Skeggjastaðahreppur.
5. Bakkafjörður H.
2. Norðfjarðarumdæmi.
1. Neskaupstaður H2, starfssvæði Mjóafjarðarhreppur, Neskaupstaður og Norðfjarðarhreppur.
2. Eskifjörður H2, starfssvæði Eskifjarðarkaupstaður, Helgustaðahreppur, Reyðarfjarðarhreppur og suðurbyggð Reyðarfjarðar.
3. Reyðarfjörður H.
4. Fáskrúðsfjörður H2, starfssvæði: Fáskrúðsfjarðarhreppur að undantekinni suðurbyggð Reyðarfjarðar, Búðahreppur og Stöðvarhreppur.
5. Stöðvarfjörður H.
3. Hafnarumdæmi.
1. Höfn H2, starfssvæði Bæjarhreppur, Hafnarhreppur, Nesjahreppur, Mýrahreppur, Borgarhafnarhreppur og Hofshreppur.
2. Hof H.
3. Djúpivogur H1, starfssvæði Beruneshreppur, Búlandshreppur, Geithellnahreppur og Breiðdalshreppur.
4. Breiðdalsvík H.

14.8. SUÐURLANDSHÉRAÐ
1. Víkurumdæmi.
1. Vík í Mýrdal H1, starfssvæði Hvammshreppur, Dyrhólahreppur og Austur-Eyjafjallahreppur.
2. Kirkjubæjarklaustur H1, starfssvæði Hörgslandshreppur, Kirkjubæjarhreppur, Skaftártunguhreppur, Leiðvallahreppur og Álftavershreppur.
2. Rangárvallaumdæmi.
1. Hvolsvöllur H1, starfssvæði Vestur-Eyjafjallahreppur, Austur-Landeyjahreppur, Vestur-Landeyjahreppur, Fljótshlíðarhreppur og Hvolhreppur.
2. Hella H1, starfssvæði Rangárvallahreppur, Landmannahreppur, Holtahreppur, Ásahreppur og Djúpárhreppur.
3. Árnesumdæmi.
1. Laugarás H2, starfssvæði Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Skeiðahreppur, Biskupstungnahreppur, Grímsneshreppur og Laugardalshreppur.
2. Laugarvatn H.
3. Selfoss H2, starfssvæði Villingaholtshreppur, Hraungerðishreppur, Gaulverjabæjarhreppur, Sandvíkurhreppur, Selfosskaupstaður, Grafningshreppur, Eyrarbakkahreppur, Stokkseyrarhreppur og Þingvallahreppur.
4. Eyrarbakki H.
5. Stokkseyri H.
6. Hveragerði H1, starfssvæði: Ölfushreppur austan Hjalla og Hveragerðiskaupstaður.
7. Þorlákshöfn H1, starfssvæði Ölfushreppur vestan Hjalla og Selvogshreppur.
4. Vestmannaeyjaumdæmi.
1. Vestmannaeyjar H2, starfssvæði Vestmannaeyjar.

14.9. REYKJANESHÉRAÐ
1. Keflavíkurumdæmi.
1. Keflavík H2, starfssvæði Keflavíkurkaupstaður, Njarðvíkurkaupstaður, Hafnahreppur, Miðneshreppur, Gerðahreppur og Vatnsleysustrandarhreppur.
2. Grindavík H2, starfssvæði Grindavíkurkaupstaður.
3. Sandgerði H.
4. Gerðar H.
5. Vogar H.
2. Hafnarfjarðarumdæmi.
1. Hafnarfjörður H2, starfssvæði Hafnarfjarðarkaupstaður.
2. Garðabær H2, starfssvæði Garðakaupstaður og Bessastaðahreppur.
3. Kópavogsumdæmi.
1. Kópavogur H2, starfssvæði Kópavogskaupstaður.
4. Mosfellsumdæmi.
1. Reykjalundur H2, starfssvæði Þingvallahreppur, Mosfellshreppur, Kjalarneshreppur og Kjósarhreppur.
5. Seltjarnarnesumdæmi.
1. Seltjarnarnes H2, starfssvæði Seltjarnarneskaupstaður og það svæði innan Reykjavíkurlæknishéraðs er markast af Hringbraut að norðan og flugvelli að austan.

14.10. …
1)
1)L. 140/1996, 16. gr.
15. gr.

15.1. [Ráðherra er heimilt að breyta skiptingu í heilsugæsluumdæmi, fjölda og flokkun heilsugæslustöðva og starfssvæði þeirra með reglugerð, að höfðu samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög og Samband íslenskra sveitarfélaga.]
1)
1)L. 140/1996, 17. gr.
16. gr.

16.1. Þrátt fyrir skiptingu landsins milli heilsugæslustöðva, svo sem rakið er í 14. gr., skulu íbúar einstakra sveitarfélaga og byggðarlaga jafnan eiga rétt á að leita læknishjálpar til þeirrar heilsugæslustöðvar eða læknismóttöku, sem þeir eiga auðveldast með að ná til hverju sinni.
17. gr.

17.1. Ráða skal sjúkraþjálfara til starfa við heilsugæslustöðvar H2. Í Reykjavík skal vera a.m.k. einn sjúkraþjálfari í hverju heilsugæsluumdæmi.

17.2. Heimilt er að ráða hjúkrunarforstjóra að þeim heilsugæslustöðvum þar sem starfsemin er svo umfangsmikil að ráðherra telji þess þörf.

17.3. Ráðherra setur hjúkrunarforstjórum erindisbréf.
18. gr.

18.1. Kostnaður við byggingu og búnað heilsugæslustöðva, svo og við aðstöðu til móttöku sjúklinga utan stöðva, greiðist 85% úr ríkissjóði en 15% af hlutaðeigandi sveitarfélögum. Sveitarfélög láta þó í té lóðir undir slíkar byggingar ríkissjóði að kostnaðarlausu og án greiðslu gatnagerðargjalda. Hvorugur aðili á kröfur á hinn um leigu vegna eignar eða eignarhluta. Meiri háttar viðhald og tækjakaup skulu teljast til stofnkostnaðar. Almennur viðhaldskostnaður fasteigna og tækja greiðist sem rekstrarkostnaður. Heilbrigðisráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um hvað telst til meiri háttar viðhalds.

18.2. Íbúðarhúsnæði lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra telst hluti stöðvanna utan Stór-Reykjavíkursvæðisins og Akureyrar.

18.3. Ríkissjóður og sveitarfélög eru eigendur heilsugæslustöðva í hlutfalli við fjárframlög, sbr. 18.1.
19. gr.

19.1. Á heilsugæslustöð eða í tengslum við hana skal veita þjónustu eftir því sem við á og hér segir:
1. Almenn læknisþjónusta, hjúkrunarþjónusta, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, vaktþjónusta, vitjanir og sjúkraflutningar.
2. Lækningarannsóknir.
3. Sérfræðileg læknisþjónusta, tannlækningar og læknisfræðileg endurhæfing.
4. Heimahjúkrun.
5. Heilsuvernd. Aðalgreinar heilsuverndar eru:
5.1. Heilbrigðisfræðsla í fyrirbyggjandi tilgangi.
5.2. Mæðravernd.
5.3. Ungbarna- og smábarnavernd.
5.4. Heilsugæsla í skólum.
5.5. Ónæmisvarnir.
5.6. Berklavarnir.
5.7. Kynsjúkdómavarnir.
5.8. Geðvernd, áfengis-, tóbaks- og fíkniefnavarnir.
5.9. Sjónvernd.
5.10. Heyrnarvernd.
5.11. Heilsuvernd aldraðra.
5.12. Hópskoðanir og skipulögð sjúkdómaleit.
5.13. Félagsráðgjöf, þ.m.t. fjölskyldu- og foreldraráðgjöf.
5.14. Umhverfisheilsuvernd.
5.15. Atvinnusjúkdómar, sbr. og
lög nr. 46/1980.
5.16. Slysavarnir. Sé aðsetur heilbrigðisfulltrúa ákveðið þar sem heilsugæslustöð er, skal heilbrigðiseftirlit starfrækt frá stöðinni.
20. gr.

20.1. Rekstrarkostnaður heilsugæslustöðva greiðist úr ríkissjóði.

20.2. Ráðherra setur gjaldskrá fyrir veitta þjónustu heilsugæslustöðva og skal hún vera í samræmi við hliðstæðar gjaldskrár samkvæmt lögum um almannatryggingar.
1)
1)Rg. 81/1995, sbr. 228/1995 og 235/1995. Rg. 68/1996.
21. gr.

21.1. Ráðherra skipar stjórnir heilsugæslustöðva, einn eftir tilnefningu starfsliðs stöðvarinnar, þrjá er skulu kosnir af hlutaðeigandi sveitarstjórnum og einn án tilnefningar og skal hann jafnframt vera formaður og búsettur á starfssvæði stöðvarinnar. Kjörtímabil stjórna heilsugæslustöðva er hið sama og sveitarstjórna. [Skipunartími formanns skal þó takmarkaður við embættistíma þess ráðherra sem skipaði hann.]
1)

21.2. Þegar heilsugæslustöð er í starfstengslum við sjúkrahús fer stjórn þess, sbr. 30. gr., með málefni allrar stofnunarinnar. Læknaráð og starfsmannaráð skulu vera sameiginleg fyrir alla stofnunina. Séu fleiri en ein stöð í sama sveitarfélagi skulu þær vera undir einni sameiginlegri stjórn.

21.3. [Stjórn heilsugæslustöðva í Reykjavíkurhéraði skal skipuð fimm mönnum.]
2) Einn stjórnarmanna skal skipaður af ráðherra og skal hann vera formaður; hann skal vera búsettur í umdæminu. Þrír skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu borgarstjórnar og einn samkvæmt tilnefningu starfsmanna heilsugæslustöðvanna í umdæminu. Ráðherra setur reglur um kjör fulltrúa starfsmanna. …
3) Ráðherra setur reglugerð
4) í samráði við héraðslækni um fyrirkomulag á samvinnu heilsugæslustöðva innan Reykjavíkurhéraðs. …
3)

21.4. Sveitarfélög innan heilsugæsluumdæmis geta samið um sameiginlega stjórn heilsugæslustöðva í umdæminu. Skal í slíkum tilvikum gera samning um eina stjórn, kosningu fulltrúa sveitarfélaga og kostnaðarskiptingu. Skal samningurinn staðfestur af ráðherra.

21.5. Séu tveir eða fleiri læknar á heilsugæslustöð, skal stofna læknaráð. …
2)

[21.6. Ráðherra skipar þá framkvæmdastjóra heilsugæslustöðva sem gegna fullu starfi til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórna stöðvanna og hafa þeir sömu skyldur og framkvæmdastjórar sjúkrahúsa skv. 29. gr., sbr. og 8. mgr. 30. gr. Fer um mat á hæfni þeirra skv. 30. gr.]
3)
1)L. 24/1998, 1. gr. 2)L. 140/1996, 18. gr. 3)L. 83/1997, 60. gr. 4)Rg. 365/1990, sbr. 129/1991.
22. gr.

22.1. [Þar sem ekki er skipaður framkvæmdastjóri í fullt starf ráða stjórnir heilsugæslustöðva starfslið stöðvanna og fer um laun þeirra samkvæmt kjarasamningum við opinbera starfsmenn.]
1)
1)L. 83/1997, 61. gr.
IV. kafli.
Um sjúkrahús.
23. gr.

23.1. Sjúkrahús eru í lögum þessum hver sú stofnun sem ætluð er sjúku fólki til vistunar og þar sem læknishjálp, hjúkrun og allur aðbúnaður er í samræmi við það sem þessi lög og reglugerðir þar að lútandi krefjast.
24. gr.

24.1. Sjúkrahús skiptast í eftirfarandi flokka eftir tegund og þjónustu:
1. Svæðissjúkrahús. Sjúkrahús sem eitt sér eða í samvinnu við önnur veitir sérfræðiþjónustu í öllum eða flestum greinum læknisfræðinnar sem viðurkenndar eru hérlendis og hefur aðgang að stoðdeildum og rannsóknadeildum til þess að annast þetta hlutverk.
2. Deildasjúkrahús. Sjúkrahús sem veitir sérhæfða meðferð í helstu greinum lyflæknisfræði og skurðlæknisfræði og nýtur þjónustu stoðdeilda til þess að rækja það starf, svo sem röntgendeilda, svæfingadeilda, rannsóknadeilda og endurhæfingardeilda.
3. Almenn sjúkrahús. Sjúkrahúsið tekur við sjúklingum til rannsókna og meðferðar og hefur einnig aðstöðu til vistunar langlegusjúklinga. Sjúkrahús sem hefur á að skipa sérfræðingum í handlæknisfræði, lyflæknisfræði eða heimilislækningum.
4. Hjúkrunarheimili. Vistheimili fyrir aldraða og sjúklinga sem búið er að sjúkdómsgreina en þarfnast vistunar og meðferðar sem hægt er að veita utan almennra og sérhæfðra sjúkrahúsa.
5. Endurhæfingarstofnanir. Stofnanir fyrir sjúklinga sem búið er að sjúkdómsgreina en þarfnast endurhæfingar í lengri eða skemmri tíma.
6. Sjúkrasambýli. Stofnanir sem taka til vistunar sjúklinga með langvarandi sjúkdóma.
7. Vinnu- og dvalarheimili. Stofnanir sem taka til dvalar og starfs geðsjúklinga og áfengis- og fíkniefnasjúklinga.
8. Sjúkraheimili. Dvalarstaður sjúklinga sem eru til rannsóknar eða meðferðar á heilbrigðisstofnun og geta eigi dvalist í heimahúsum.

24.2. [Ráðherra setur með reglugerð
1) nánari ákvæði um flokkun sjúkrahúsa, starfssvið og verkaskiptingu, að höfðu samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög og Samband íslenskra sveitarfélaga. Hann getur jafnframt ákveðið sameiningu sjúkrastofnana sem reknar eru af ríkinu með reglugerð að höfðu samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög og Samband íslenskra sveitarfélaga.]
2)

[24.3. Ráðherra skipar sjö manna samstarfsráð sjúkrahúsanna í Reykjavík, Borgarspítala, St. Jósefsspítala og ríkisspítala. Í ráðinu eiga sæti formenn stjórna Borgarspítala, St. Jósefsspítala og ríkisspítala og fjórir fulltrúar skipaðir af þeim ráðherra sem gegnir embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hverju sinni til jafnlengdar starfstíma ráðherra. Skal einn þeirra tilnefndur af stjórnarnefnd ríkisspítala, einn af borgarstjórn Reykjavíkur, en tveir án tilnefningar. Ráðið kýs sér formann úr hópi fulltrúa sjúkrahúsanna til tveggja ára í senn. Hlutverk ráðsins er að gera tillögur um mótun framtíðarstefnu áðurnefndra sjúkrahúsa, flokkun þeirra og starfssvið, þróunar- og fjárfestingaráætlanir og stuðla þannig að sem hagkvæmastri verkaskiptingu þessara sjúkrahúsa. Tillögur samstarfsráðsins skulu lagðar fyrir stjórnir fyrrgreindra sjúkrahúsa til umfjöllunar og skulu þær síðan senda ráðuneytinu tillögur sínar. Samstarfsráð skal fylgjast með að sjúkrahúsin starfi í samræmi við fjárveitingar til þeirra og þær áætlanir sem gerðar hafa verið og að gætt sé fyllstu hagkvæmni í rekstri þeirra. Samstarfsráðið skal taka við þeim verkefnum sem heilbrigðismálaráð Reykjavíkurlæknishéraðs hefur haft með höndum og snerta þessi sjúkrahús, sbr. 7. gr. Framkvæmdastjóri þess sjúkrahúss, þaðan sem formaður stjórnar kemur hverju sinni, annast framkvæmd mála fyrir ráðið.]
3)

[24.4.]
3) Ráðherra skal með reglugerð kveða á um samvinnu sjúkrahúsa í landinu að höfðu samráði við Samband ísl. sveitarfélaga.
1)Rg. 34/1993, sbr. 504/1993.
Augl. 206/1994. 2)L. 140/1996, 19. gr. 3)L. 128/1990, 1. gr.
25. gr.

25.1. Þegar bygging eða starfræksla nýs sjúkrahúss er ákveðin, skal starfssvið þess ákveðið í samræmi við ákvæði 24. gr.
26. gr.

26.1. Óheimilt er að setja á stofn eða reka sjúkrahús skv. 24. gr., nema með leyfi ráðherra. Sama gildir um hvers konar aðra starfsemi, sem talin er vera í lækningaskyni.

26.2. Sama máli gegnir um allar meiri háttar breytingar á húsakynnum og starfsemi slíkra stofnana.
27. gr.

27.1. Beiðni til ráðherra um rekstrarleyfi skv. 26. gr. skulu fylgja upplýsingar um verksvið stofnunar, hvar henni er ætlaður staður, uppdrættir af byggingu, lóðum og umhverfi og afstöðu til nágrennis, ásamt lýsingu á húsakynnum. Enn fremur fylgi greinargerð um eigendur stofnunar og fjárhagsástæður og loks skýrsla um starfsáætlun, um stjórn, starfsfólk og rekstrarfyrirkomulag, hve mörgum sjúklingum stofnun þessari er ætlað að sinna eða hve mörgum vistmönnum að anna og með hvaða kjörum.

27.2. Ráðherra veitir því aðeins leyfi, að ætla megi að hún geti leyst verkefni sitt á viðunandi hátt. Ætíð skal leita álits landlæknis og viðkomandi héraðslæknis á nauðsyn og gagnsemi stofnunar.
28. gr.

28.1. Heilbrigðisyfirvöld skulu eiga greiðan aðgang til eftirlits að stofnunum, sem um ræðir í þessum lögum.
29. gr.

29.1. Við hvert sjúkrahús skv. 24. gr. skal starfa yfirlæknir, hjúkrunarforstjóri og framkvæmdastjóri.

29.2. Á svæðis- og deildasjúkrahúsum skulu vera yfirlæknar sérdeilda, sem bera ábyrgð á lækningum, sem þar fara fram. Yfirlæknir hefur eftirlit með starfsemi deildarinnar og skal stuðla að því að hún sé ávallt sem hagkvæmust og markvissust.

29.3. Formaður læknaráðs stofnunarinnar skal vera yfirlæknir hennar allrar nema stjórn ákveði annað. Hann kemur fram út á við sem læknisfróður forsvarsmaður stofnunar í samráði við yfirlækna sérdeilda annars vegar og stjórn, framkvæmdastjóra og læknaráð hins vegar.

29.4. Á svæðis- og deildasjúkrahúsum skulu vera hjúkrunarstjórar deilda. Hjúkrunarstjóri skipuleggur hjúkrun á deildinni í samráði við hjúkrunarforstjóra og ber ábyrgð á henni.

29.5. Framkvæmdastjóri sér um daglegan rekstur stofnunarinnar, annast fjármál, skipuleggur og samhæfir rekstur hennar, þannig að fyllstu hagkvæmni sé gætt. Framkvæmdastjóri situr fundi stjórnar með málfrelsi og tillögurétt, undirbýr þá og sér um framkvæmd ákvarðana stjórnar. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð gagnvart stjórn stofnunarinnar á öllum málefnum er varða áætlanir, skýrslugerð og rekstrarákvarðanir. Yfirlæknir sjúkrahúss og hjúkrunarforstjóri eru framkvæmdastjóra til ráðgjafar um slíkar áætlanir, skýrslugerð og rekstrarákvarðanir hvor á sínu sviði.

29.6. Ráðherra setur …
1) framkvæmdastjórum erindisbréf og setur nánari ákvæði um starfslið sjúkrahúsa í reglugerð að fengnum umsögnum viðkomandi sjúkrahússtjórna.
1)L. 83/1997, 62. gr.
30. gr.

30.1. Sjúkrahús þau, sem ríkið á eða starfrækir (ríkisspítalar), skulu vera undir yfirstjórn heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, en stjórn þeirra allra að öðru leyti falin 7 manna stjórnarnefnd. Nefndin skal skipuð þannig, að starfsmannaráð ríkisspítala, sbr. 32. gr. 3. tölul., tilnefnir tvo menn, sameinað Alþingi fjóra og ráðherra skipar einn án tilnefningar og skal hann vera formaður. Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn. [Við ríkisspítalana skal starfa einn forstjóri skipaður af ráðherra til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórnarnefndar. Ráðherra ræður meðlimi framkvæmdastjórnar ríkisspítalanna samkvæmt stjórnskipulagi ríkisspítala.]
1) Forstjóri stjórnar fjármálum og daglegum rekstri ríkisspítalanna í umboði stjórnarnefndar og ráðuneytis.

30.2. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar skal skipuð fimm mönnum. Borgarstjórn Reykjavíkurborgar kýs þrjá fulltrúa í stjórnina og starfsmannaráð tvo.

30.3. Sjúkrahúsum (öðrum en þeim sem um getur í 1., 2. og 4. mgr. þessarar greinar) skal stjórnað af fimm manna stjórnum sem ráðherra skipar.
2) Starfsmannaráð sjúkrahúsa tilnefna einn mann, hlutaðeigandi sveitarstjórn eða stjórnir þrjá og ráðherra einn og skal hann vera búsettur á starfssvæði sjúkrahússins; er hann jafnframt formaður stjórnarinnar. [Skipunartími formanns skal takmarkaður við embættistíma þess ráðherra sem skipaði hann.]
3)

30.4. Einkasjúkrahúsum og sjálfseignarstofnunum skal stjórnað af fimm manna stjórnum þar sem í eiga sæti þrír kosnir af eigendum, einn fulltrúi kosinn af starfsmannaráði og einn tilnefndur af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Stjórnir einkasjúkrahúsa og sjálfseignarstofnana skipta sjálfar með sér verkum.

30.5. Yfirlæknum og hjúkrunarforstjórum sjúkrahúsa skal heimilt að sitja stjórnarfundi og hafa þar tillögurétt og málfrelsi. Sama gildir um annað starfslið, er sinnir sjálfstæðum og sérhæfðum verkefnum, þegar þau mál eru á dagskrá.

30.6. Stefnt skal að því, að framkvæmdastjórar sjúkrahúsa skv. 29. gr. 5. tölul. og forstjóri ríkisspítalanna skv. 30. gr. 1. tölul. hafi sérþekkingu á rekstri sjúkrahúsa. Sérstök nefnd metur hæfni umsækjenda um stöður framkvæmdastjóra sjúkrahúsa. Í nefndinni eiga sæti fulltrúi ráðuneytis og er hann jafnframt formaður, fulltrúi félags forstöðumanna sjúkrahúsa, og skulu þeir skipaðir til fjögurra ára í senn, og fulltrúi viðkomandi sjúkrahússtjórnar (stjórnarnefndar ríkisspítala), sem skipaður skal í hverju tilviki. Engan má [skipa]
1) til starfa nema nefndin hafi talið hann hæfan. [Framkvæmdastjórar sjúkrahúsa ríkisins eru skipaðir af ráðherra til fimm ára í senn að fengnum tillögum stjórna sjúkrahúsanna.]
1)

30.7. Sjúkrahússtjórnir skulu gera þróunar- og rekstraráætlanir fyrir sjúkrahúsin og einstakar skipulagsheildir þeirra. Slík áætlanagerð skal ávallt vera gerð a.m.k. 4 ár fram í tímann, en vera í árlegri endurskoðun og unnin í nánu samstarfi við forstöðumenn deilda og hjúkrunarstjóra sérdeilda sjúkrahúsanna. Áætlanir þessar skulu sendar heilbrigðismálaráðum til samþykktar og ráðuneyti til staðfestingar. [Ráðherra staðfestir stjórnskipulag ríkisspítala að fengnum tillögum stjórnarnefndar og forstjóra.]
1)

30.8. [Forstjóri ríkisspítala skv. 1. mgr. og framkvæmdastjórar sjúkrahúsa skv. 3. mgr. ráða annað starfslið sjúkrahúsa ríkisins. Um ákvörðun launa fer samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.]
1)
1)L. 83/1997, 63. gr. 2)Erbr. 527/1994. 3)L. 24/1998, 2. gr.
31. gr.

31.1. Ráðherra skipar 3 lækna í nefnd, er metur hæfni umsækjenda um stöðu landlæknis, stöður yfirlækna, sérfræðinga, héraðslækna og lækna heilsugæslustöðva. Nefndin skal þannig skipuð: 1 tilnefndur af Læknafélagi Íslands, 1 tilnefndur af læknadeild Háskóla Íslands og landlæknir og er hann jafnframt formaður nefndarinnar. Sömu aðilar tilnefni varamenn. Nefndin skal skipuð til þriggja ára. Umsögn nefndarinnar fer síðan til stjórnarnefnda viðkomandi sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. Þegar um er að ræða stöður yfirlækna og sérfræðinga, hefur nefndin heimild til að kveðja 2 sérfræðinga sér til ráðuneytis. Nefndin skal hafa skilað rökstuddu áliti innan sex vikna, frá því að umsóknarfresti lauk.

31.2. Yfirlæknar við sjúkrahús ríkisins og aðrar heilbrigðisstofnanir skulu [ráðnir af forstjóra skv. 1. mgr. 30. gr. eða framkvæmdastjóra skv. 5. mgr. 29. gr. eftir því sem við á]
1) að fenginni umsögn nefndar, sbr. 31.1., og stjórnarnefndar, sbr. 30.1., sbr. þó 21. gr. Um ráðningarkjör yfirlækna fer eftir samningum milli stéttarfélags lækna og viðkomandi stofnana eða samningum um kjör opinberra starfsmanna.

31.3. Yfirlæknar annarra sjúkrahúsa skulu ráðnir af viðkomandi sjúkrahússtjórn að fenginni umsögn nefndar, sbr. 31.1., sbr. þó 21. gr. Þó þarf ekki að leita þeirrar umsagnar ef reglur sjúkrahúss kveða svo á, að sérfræðingar sérdeilda kjósi yfirlækna deilda úr sínum hópi til takmarkaðs tíma.

31.4. Hjúkrunarforstjórar sjúkrahúsa ríkisins skulu [ráðnir af forstjóra skv. 1. mgr. 30. gr. eða framkvæmdastjóra skv. 5. mgr. 29. gr. eftir því sem við á]
1) að fenginni umsögn hjúkrunarráðs samkvæmt
hjúkrunarlögum nr. 8/1974 og viðkomandi sjúkrahússtjórnar. Hjúkrunarforstjórar annarra sjúkrahúsa skulu ráðnir af viðkomandi sjúkrahússtjórn að fenginni umsögn hjúkrunarráðs. Hjúkrunardeildarstjórar skulu ráðnir að fenginni umsögn hjúkrunarforstjóra.

31.5. [Ráða]
1) má hvern þann lækni og hjúkrunarforstjóra til starfa samkvæmt þessari grein, sem hæfur hefur verið talinn.
1)L. 83/1997, 64. gr.
32. gr.

32.1. Við öll sjúkrahús, þar sem 3 læknar eða fleiri starfa og a.m.k. 2 eru í fullu starfi, skal starfa læknaráð. Læknaráð skal vera stjórnendum til ráðuneytis um öll læknisfræðileg atriði í rekstri sjúkrahússins, og ber stjórnendum að leita álits læknaráðs um allt, sem varðar læknisþjónustu sjúkrahússins.

32.2. Læknaráð setja sér starfsreglur, sem sjúkrahússtjórnir staðfesta.

32.3. Stofna skal við sjúkrahús sérstök starfsmannaráð sjúkrahúsa, þar sem starfshópar eiga fulltrúa.

32.4. Með reglugerð skal kveða á um reglur fulltrúakjörs og starfsreglur starfsmannaráða.
33. gr.

33.1. Ráðherra lætur gera áætlun um framkvæmdir við heilbrigðisstofnanir í samræmi við 14. og 24. gr. Áætlunin skal gerð í samvinnu við heilbrigðismálaráð héraðanna og landlækni og í samráði við fjárlaga- og hagsýslustofnun. Áætlunin skal gerð til fjögurra ára og endurskoðast annað hvert ár og staðfest af Alþingi. Þau umdæmi eða svæði, sem verst eru sett að því er varðar heilsugæslu og læknisþjónustu, skulu hafa forgang um byggingu heilsugæslustöðva.
34. gr.

34.1. Ráðuneytið sér um framkvæmd áætlunar þeirrar, er um getur í 33. gr.

34.2. Sveitarfélögum er skylt að taka þátt í framkvæmdum í samræmi við ákvörðun Alþingis um fjárveitingar á hverjum tíma. Ráðherra getur gert samkomulag við aðra aðila en þá, sem falinn er rekstur heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum þessum, um framkvæmdir eða rekstur heilbrigðisstofnana innan ramma áætlana 33. gr.

34.3. Framlag ríkissjóðs til sjúkrahúsbygginga, sem til er stofnað skv. 2. tölul. 34. gr., skal vera 85% af kostnaði við byggingu og búnað en framlag hlutaðeigandi sveitarfélaga 15%. Sveitarfélög láta þó í té lóðir undir slíkar byggingar ríkissjóði að kostnaðarlausu og án greiðslu gatnagerðargjalda. Hvorugur aðili á kröfu á hinn um leigu fyrir eign eða eignarhluta. Meiri háttar viðhald og tækjakaup skal teljast til stofnkostnaðar. Almennur viðhaldskostnaður fasteigna og tækja greiðist sem rekstrarkostnaður. Heilbrigðisráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um hvað telst til meiri háttar viðhalds.

34.4. Ríkissjóður og sveitarfélög eru eignaraðilar í hlutfalli við framlag til sjúkrahúsbygginga.

34.5. Ráðherra setur að höfðu samráði við landlækni, dómsmálaráðuneyti, samgönguráðuneyti, menntamálaráðuneyti og viðkomandi heilbrigðismálaráð, eftir því sem við á, reglur um framkvæmd og skipulagningu sjúkraflutninga í hverju umdæmi, þar sem m.a. skal kveðið á um lágmarksmenntun sjúkraflutningsmanna, réttindi þeirra og skyldur og búnað sjúkraflutningstækja.
35. gr.

35.1. Þau sjúkrahús í eigu sveitarfélaga eða einkaaðila, sem starfandi eru við gildistöku þessara laga, skulu í hvívetna fylgja þeim starfsreglum, er þeim verða settar. Að öðru leyti verður rekstur þeirra óbreyttur, verði ekki um annað samið milli eigenda og ríkisins.
V. kafli.
Ýmis ákvæði.
36. gr.

36.1. Ráðuneytið skal í samvinnu við menntamálaráðuneytið, Háskóla Íslands, landlækni og hin ýmsu stéttarsamtök heilbrigðisstarfsmanna, eftir því sem við á, stuðla að aukinni þekkingu og endurbót á grunn- og framhaldsmenntun heilbrigðisstarfsmanna í samræmi við þarfir landsmanna á hverjum tíma. Skal það enn fremur í samvinnu við ofangreinda aðila stuðla að viðhaldsmenntun heilbrigðisstarfsmanna. Óski menntamálaráðuneytið og Háskóli Íslands eftir, skal heimilt að binda kennsluskyldu við Háskóla Íslands við ákveðnar stöður innan heilbrigðisþjónustunnar.
37. gr.

37.1. Ráðherra skal gera samkomulag við rannsóknastofnanir í sýkla- og veirufræði, eðlis- og efnafræði og lyfjafræði, svo að stofnanir heilbrigðiseftirlits, sem ekki reka eða hafa beinan aðgang að slíkum stofnunum, geti notið fullnægjandi rannsóknarþjónustu.

37.2. Verði ekki séð fyrir nefndri þjónustu með þessu móti á fullnægjandi hátt, skal ráðuneytið hafa forgöngu um lausn málsins með byggingu og starfrækslu slíkra rannsóknastofnana.
38. gr.

38.1. Ráðuneytið og landlæknir skulu hafa forgöngu um samvinnu þeirra aðila innanlands, sem starfa að heilbrigðisþjónustu.

38.2. Ráðuneytið og landlæknir skulu í samráði við utanríkisráðuneytið sjá um samstarf á sviði þessara mála á alþjóðavettvangi.
39. gr.

39.1. Ferðalög starfsfólks, sem um ræðir í lögum þessum, skulu vera því að kostnaðarlausu séu þau starfsins vegna í samræmi við reglur um greiðslu kostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins eins og þær eru á hverjum tíma.

39.2. Um bifreiðanotkun starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar gilda reglur um bifreiðamál ríkisins eins og þær eru á hverjum tíma, eftir því sem við getur átt.
40. gr.

40.1. Heimilt er ráðuneytinu, að fenginni umsögn læknadeildar Háskóla Íslands og landlæknis að veita læknastúdentum ríkisstyrki til náms gegn skuldbindingum og læknisþjónustu í strjálbýli að loknu námi. Nánari ákvæði um styrki þessa skal setja í reglugerð.
41. gr.

41.1. Hlutverk læknishéraðasjóðs samkvæmt
lögum nr. 82/1970 skal vera að bæta heilbrigðisþjónustu í strjálbýli með þeim ráðum sem tiltæk eru hverju sinni. Ráðherra veitir lán og styrki úr sjóðnum að fengnum tillögum landlæknis og héraðslækna.

41.2. Árlega skal leggja sjóðnum til fé á fjárlögum.
42. gr.

42.1. Ráðherra er heimilt að tengja við ákveðnar sérfræðings- og aðstoðarlæknisstöður við ríkisspítala kvöð um störf við heilsugæslustöðvar, allt að 2 mánuðum á ári fyrir sérfræðinga og allt að 4 mánuðum fyrir aðstoðarlækna.

[42.2. Ráðherra er heimilt að leita útboða um rekstur heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum þessum.]
1)
1)L. 1/1992, 25. gr.
43. gr.

43.1. Kostnaður við að gera byggingar heilbrigðisstofnana aðgengilegar fötluðu fólki greiðist af ríki og sveitarfélögum í sömu hlutföllum og stofnkostnaður samkvæmt lögum þessum.
Ákvæði til bráðabirgða. 1. [Heilsuverndarstarf í Reykjavík samkvæmt
lögum nr. 44/1955 skal haldast óbreytt til [30. apríl 1997]
1) en þá skulu heilsugæslustöðvar hafa verið skipulagðar til þess að annast það. Sérstök þriggja manna stjórn, skipuð af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, skal í umboði hans annast rekstur Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og vinna að endanlegri gerð áætlunar um framtíðarhlutverk stöðvarinnar. Í stjórninni skulu eiga sæti einn fulltrúi ráðherra, sem skal vera formaður, einn skipaður samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar og einn samkvæmt tilnefningu tryggingaráðs. Áætlunin skal koma til framkvæmda frá og með [1. maí 1997].
1) Frá þeim tíma falla
heilsuverndarlög, nr. 44/1955, sbr.
lög nr. 28/1957, úr gildi.]
2)
2. [Skipun bráðabirgðastjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur framlengist til 1. janúar 1997. Frá 1. janúar 1996 skal bráðabirgðastjórnin skipuð sjö fulltrúum, þremur frá Reykjavíkurborg, einum tilnefndum af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, einum af fjármálaráðherra, einum af yfirstjórn Sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítala og einum fulltrúa starfsmanna Sjúkrahúss Reykjavíkur. Starfsmannaráði Sjúkrahúss Reykjavíkur skal auk þess heimilt að tilnefna einn áheyrnarfulltrúa til setu á fundum stjórnarinnar með málfrelsi og tillögurétt. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Bráðabirgðastjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur skal fara með yfirstjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur í umboði borgarstjórnar Reykjavíkur.]
3)
1)L. 140/1996, 20. gr. 2)L. 86/1991, 1. gr. 3)L. 144/1995, 47. gr.