Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 2000.  Útgáfa 125b.


Lög um hvíldartíma háseta á íslenskum botnvörpuskipum

1921 nr. 53 27. júní1. gr. Þegar botnvörpuskip, sem skrásett er hér á landi, er í höfn við fermingu eða affermingu, fer um vinnu háseta eftir því, sem venja hefur verið, nema annars sé getið í ráðningarsamningi háseta.
2. gr. [Þá er skip er að veiðum með botnvörpu eða á siglingu milli innlendra hafna og fiskimiðanna, skal jafnan skipta sólarhringnum í fjórar sex stunda vökur. Skal eigi nema helmingur háseta skyldur að vinna í einu, en hinn helmingurinn eiga hvíld, og skal hver háseti hafa að minnsta kosti 12 klukkustundir á sólarhring hverjum til hvíldar og matar. Samningar milli sjómannafélaga og útgerðarmanna um lengri vinnutíma en fyrir er mælt í lögum þessum skulu ógildir vera.] 1)
    1)L. 54/1956, 1. gr.
3. gr. Engin af fyrirmælum 1. og 2. gr. gilda, þá er skip er í sjávarháska eða líf skipshafnar í hættu.
4. gr. [Skipstjóri og útgerðarmaður bera sameiginlega ábyrgð á því, að fyrirmælum þessara laga sé fylgt, og varðar ítrekað brot skipstjóra stöðumissi.] 1)
    1)L. 54/1956, 2. gr.
5. gr. [Brot gegn lögum þessum varða sektum og fer um mál út af þeim að hætti opinberra mála.] 1)
    1)L. 116/1990, 10. gr.