Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Lagasafn. Íslensk lög 1. febrúar 2011. Útgáfa 139a. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um mat á umhverfisáhrifum
2000 nr. 106 25. maí
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 6. júní 2000. EES-samningurinn: XX. viðauki tilskipun 85/337/EBE. Breytt með l. 74/2005 (tóku gildi 1. okt. 2005), l. 166/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009), l. 72/2010 (tóku gildi 25. júní 2010) og l. 123/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011).
I. kafli. Markmið, gildissvið og skilgreiningar.


a. að tryggja að áður en leyfi er veitt fyrir framkvæmd, sem kann vegna staðsetningar, starfsemi sem henni fylgir, eðlis eða umfangs að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, hafi farið fram mat á umhverfisáhrifum viðkomandi framkvæmdar,
b. að draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmdar,
c. að stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða vegna framkvæmda sem falla undir ákvæði laga þessara,
d. að kynna fyrir almenningi umhverfisáhrif framkvæmda sem falla undir ákvæði laga þessara og mótvægisaðgerðir vegna þeirra og gefa almenningi kost á að koma að athugasemdum og upplýsingum áður en álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar liggur fyrir.] 1)
1)L. 74/2005, 1. gr.


1)L. 74/2005, 2. gr.


a. … 1)
b. Framkvæmdaraðili: Ríki, sveitarfélag, stofnun og aðrir lögaðilar eða einstaklingar er hyggjast hefja framkvæmd sem lög þessi taka til.
c. Framkvæmd: Hvers konar nýframkvæmd eða breyting á eldri framkvæmd og starfsemi sem henni fylgir sem undir lög þessi falla.
[d. Frummatsskýrsla: Skýrsla framkvæmdaraðila um mat á umhverfisáhrifum sem Skipulagsstofnun auglýsir til kynningar.] 1)
[e. ] 1) [ Leyfi til framkvæmda: Framkvæmdaleyfi og byggingarleyfi samkvæmt [skipulagslögum og lögum um mannvirki] 2) og önnur leyfi til starfsemi og framkvæmda samkvæmt sérlögum sem um viðkomandi framkvæmd gilda.] 1)
[f. ] 1) Leyfisveitandi: Lögbært yfirvald sem veitir leyfi til framkvæmda.
[g. ] 1) [ Matsáætlun: Áætlun framkvæmdaraðila byggð á tillögu hans um á hvaða þætti framkvæmdarinnar og umhverfis leggja skuli áherslu í frummatsskýrslu og um kynningu og samráð við gerð frummatsskýrslu.] 1)
[h. ] 1) Matsskyld framkvæmd: Framkvæmd sem háð er ákvæðum laga þessara ásamt þeirri starfsemi sem henni fylgir.
[i. ] 1) Matsskýrsla: [Skýrsla framkvæmdaraðila um mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar framkvæmdar og starfsemi sem henni fylgir ásamt tillögum um mótvægisaðgerðir eftir því sem við á.] 1) Framkvæmdaraðili ber ábyrgð á gerð matsskýrslu.
[j. ] 1) Mótvægisaðgerðir: Aðgerðir til að koma í veg fyrir, draga úr eða bæta fyrir neikvæð umhverfisáhrif.
[k. ] 1) Umhverfi: Samheiti fyrir menn, dýr, plöntur og annað í lífríkinu, jarðveg, jarðmyndanir, vatn, loft, veðurfar og landslag, samfélag, heilbrigði, menningu og menningarminjar, atvinnu og efnisleg verðmæti.
[l. ] 1) Umhverfisáhrif: Áhrif framkvæmdar og starfsemi sem henni fylgir á umhverfi. [Þar með eru þó ekki talin þjóðhagsleg áhrif og arðsemi einstakra framkvæmda.] 1)
[m. Umhverfisverndarsamtök: Samtök sem hafa umhverfisvernd að meginmarkmiði. Þau skulu vera opin fyrir almennri aðild, gefa út ársskýrslur um starfsemi sína og hafa endurskoðað bókhald.
n. Umsagnaraðilar: Opinberar stofnanir og stjórnvöld sem sinna lögbundnum verkefnum er varða matsskyldar framkvæmdir eða umhverfisáhrif þeirra.] 1)
[o. ] 1) Umtalsverð umhverfisáhrif: Veruleg óafturkræf umhverfisáhrif eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisaðgerðum.
1)L. 74/2005, 3. gr. 2)L. 123/2010, 57. gr.
II. kafli. Stjórnsýsla.



1)L. 74/2005, 4. gr.
III. kafli. Matsskylda.





1)L. 74/2005, 5. gr.





1)L. 74/2005, 6. gr.


IV. kafli. Málsmeðferð vegna matsskyldra framkvæmda.





1)L. 74/2005, 7. gr.



1)L. 74/2005, 8. gr.







1)L. 74/2005, 9. gr.









1)L. 74/2005, 11. gr.



1)L. 74/2005, 13. gr.






1)L. 72/2010, 1. gr. 2)L. 74/2005, 12. gr.



1)L. 123/2010, 57. gr. 2)L. 74/2005, 12. gr.
V. kafli. Ýmis ákvæði.



1)L. 74/2005, 12. gr.



1)L. 74/2005, 12. gr. 2)L. 123/2010, 57. gr.


1)L. 74/2005, 14. gr.



1)L. 74/2005, 15. gr.


a. tilkynningar um framkvæmdir skv. 2. viðauka,
b. framsetningu matsáætlunar, matsskýrslu og gögn,
c. samráðsferlið,
d. annars konar mat,
e. aðgang almennings að gögnum,
f. kynningu á framkvæmd og [álitum], 1)
g. framlagningu frekari gagna,
h. … 1)
i. samtengingu vinnu við mat á umhverfisáhrifum og starfsleyfis,
j. eftirlit.

a. undirbúning og málsmeðferð vegna ákvarðana um matsskyldu framkvæmda,
b. undirbúning og málsmeðferð vegna matsáætlana,
c. undirbúning og málsmeðferð vegna matsskýrslna,
d. flokkun og viðmið umhverfisáhrifa,
e. nauðsynleg leyfi vegna matsskyldra framkvæmda.] 1)
1)L. 74/2005, 15. gr. 2)Rg. 1123/2005, sbr. 338/2010.


1)L. 74/2005, 16. gr.


1)L. 74/2005, 16. gr.
Ákvæði til bráðabirgða.




1)L. 74/2005, 17. gr.


1. viðauki.
Framkvæmdir sem ávallt eru háðar mati á umhverfisáhrifum.
1. Olíuhreinsunarstöðvar (þó ekki fyrirtæki sem framleiða eingöngu smurolíur úr hráolíu) og mannvirki fyrir kolagösun og þéttingu úr a.m.k. 500 tonnum af kolum eða jarðbiksleir á dag.
2. Jarðvarmavirkjanir og önnur varmaorkuver með 50 MW uppsett varmaafl eða meira og önnur orkuver með 10 MW uppsett rafafl eða meira.
3. Kjarnorkuver og aðrir kjarnakljúfar, einnig þegar slík orkuver eða kjarnakljúfar (kjarnorkuver og aðrir kjarnakljúfar teljast ekki lengur til slíkra stöðva þegar öll kjarnakleyf efni og önnur geislamenguð efni hafa verið endanlega fjarlægð af staðnum) eru rifin niður eða tekin úr notkun (nema rannsóknastöðvar með yfir 1 kW heildarhitaafköst þar sem fram fer umbreyting á kjarnakleyfum efnum og tímgunarefnum).
4. Stöðvar þar sem geisluð kjarnakleyf efni eru endurunnin. Stöðvar til framleiðslu eða auðgunar kjarnakleyfra efna, til vinnslu geislaðra kjarnakleyfra efna eða mjög geislavirks úrgangs, til endanlegrar geymslu á geisluðum kjarnakleyfum efnum, eingöngu til endanlegrar geymslu á geislavirkum úrgangi eða eingöngu til geymslu (til meira en tíu ára) á geisluðum kjarnakleyfum efnum eða geislavirkum úrgangi annars staðar en á framleiðslustað.
5. Verksmiðjur þar sem fram fer frumframleiðsla eða endurbræðsla á málmum.
6. Mannvirki fyrir asbestnám og vinnslu og úrvinnslu úr asbesti og vörum sem innihalda asbest: fyrir vörur úr asbestsementi, með ársframleiðslu sem er yfir 20.000 tonn af fullunnum vörum, fyrir núningsþolin efni, með ársframleiðslu sem er yfir 50 tonn af fullunnum vörum, og fyrir aðra notkun asbests, ef notkun er meiri en sem nemur 200 tonnum á ári.
7. Efnaverksmiðjur sem framleiða:
i. lífrænt hráefni,
ii. ólífrænt hráefni,
iii. áburð sem inniheldur fosfór, köfnunarefni eða kalíum (einnig áburðarblöndur),
iv. grunnvörur fyrir plöntuvarnarefni og lífeyða,
v. grunnlyfjavörur með efnafræðilegum og líffræðilegum aðferðum,
vi. sprengiefni.
8. Lagning járnbrauta um langar vegalengdir.
9. Flugvellir með 2.100 m langa meginflugbraut eða lengri.
10. i. Stofnbrautir í þéttbýli.
ii. Nýir vegir utan þéttbýlis sem eru 10 km eða lengri. Enduruppbygging vega utan þéttbýlis þar sem nýlagning samkvæmt áætlunum er a.m.k. 10 km að lengd.
11. Hafnir (viðskiptahafnir, skipgengar vatnaleiðir og innhafnir) sem skip stærri en 1.350 tonn geta siglt um.
12. Förgunarstöðvar þar sem spilliefni eru brennd, meðhöndluð með efnum eða urðuð. Aðrar förgunarstöðvar úrgangs sem meðhöndla meira en 500 tonn af úrgangi á ári.
13. Kerfi til að vinna grunnvatn ef árlegt magn vatns sem unnið er eða veitt á er 10 milljónir m 3 eða meira.
14. Veita vatnsforða milli vatnasvæða ef flutningurinn er yfir 30 milljónir m 3 á ári. Flutningur á drykkjarvatni í leiðslum er undanskilinn.
15. Skolphreinsistöðvar með afkastagetu sem svarar til 50.000 persónueininga eða meira.
16. Vinnsla á meira en 500 tonnum á dag af jarðolíu og meira en 500.000 m 3 af jarðgasi á dag.
17. Stíflur og önnur mannvirki eða breytingar á árfarvegi til að hemja og/eða miðla vatni þar sem 3 km 2 lands eða meira fara undir vatn eða rúmtak vatns er meira en 10 milljónir m 3.
18. Leiðslur sem eru 1 km eða lengri og 50 sm í þvermál eða meira til flutnings á gasi eða vökvum sem eru eldfimir eða hættulegir umhverfi.
19. Stöðvar þar sem fram fer þauleldi alifugla og svína með:
i. 85.000 stæði fyrir kjúklinga eða 60.000 fyrir hænur,
ii. 3.000 stæði fyrir alisvín (yfir 30 kg) eða fleiri eða
iii. 900 stæði fyrir gyltur eða fleiri.
20. Verksmiðjur:
i. sem framleiða pappírsdeig úr timbri eða svipuðum trefjaefnum,
ii. sem framleiða pappír og pappa og geta framleitt meira en 200 tonn á dag.
21. Efnistaka [á landi eða úr hafsbotni] 1) þar sem áætluð efnistaka raskar 50.000 m 2 svæði eða stærra eða er 150.000 m 3 eða meiri. … 1)
22. Loftlínur utan þéttbýlis til flutnings á raforku með 66 kV spennu eða hærri. Sæstrengir til flutnings á raforku með 132 kV spennu eða hærri og eru 20 km eða lengri.
23. Geymslustöðvar fyrir jarðolíu, efni unnin úr jarðolíu eða efnavörur með 50.000 m 3 geymslugetu eða meira.
24. Fiskimjöls- og lýsisverksmiðjur í þéttbýli með framleiðslugetu 1.000 tonn á sólarhring eða meiri.
[25. Framkvæmdir á grunnvirkjum:
i. Iðnaðarframkvæmdir sem taka til stærra svæðis en 50 ha.
ii. Bygging verslunarmiðstöðva stærri en 40.000 m 2 og bygging bílastæðahúsa fyrir fleiri en 1.400 stæði.] 1)
1)L. 74/2005, 18. gr.
2. viðauki.
Framkvæmdir sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og metið er í hverju tilviki með tilliti til eðlis, umfangs og staðsetningar hvort háðar skuli mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum þessum, sbr. einnig 3. viðauka.
1. Landbúnaður, skógrækt og fiskeldi:
a. Framkvæmdir til endurskipulagningar á landareignum í dreifbýli sem taka til stærra landsvæðis en 20 ha.
b. Framkvæmdir til að leggja óræktað land eða lítt snortið svæði undir þaulnýtinn landbúnað.
c. Vatnsstjórnunarframkvæmdir vegna landbúnaðar, þar með taldar áveitu- og framræsluframkvæmdir, á 10 ha svæði eða stærra eða á verndarsvæðum.
d. Nýræktun skóga á 200 ha svæði eða stærra eða á verndarsvæðum og ruðningur á náttúrulegum skógi.
e. Uppgræðsla lands á verndarsvæðum.
f. Stöðvar þar sem fram fer þauleldi alifugla og svína með:
i. 40.000 stæði fyrir kjúklinga eða hænur,
ii. 2.000 stæði fyrir alisvín (yfir 30 kg) eða fleiri eða
iii. 750 stæði fyrir gyltur eða fleiri.
Stöðvar þar sem fram fer þauleldi búfjár á verndarsvæðum.
g. Þauleldi á fiski þar sem ársframleiðsla er 200 tonn eða meiri og fráveita til sjávar eða þar sem ársframleiðsla er 20 tonn eða meiri og fráveita í ferskvatn.
h. Endurheimt lands frá hafi.
2. Námuiðnaður:
a. [Efnistaka á landi eða úr hafsbotni þar sem áætluð efnistaka raskar 25.000 m 2 svæði eða stærra eða er 50.000 m 3 eða meiri. Efnistaka þar sem fleiri en einn efnistökustaður vegna sömu framkvæmdar og á sama svæði ná samanlagt yfir 25.000 m 2.] 1)
b. Neðanjarðarnámur.
c. Djúpborun, einkum:
i. borun á vinnsluholum og rannsóknarholum á háhitasvæðum,
ii. borun eftir jarðhita á lághitasvæðum þar sem ölkeldur, laugar eða hverir eru á yfirborði eða í næsta nágrenni,
iii. borun fyrir geymslu kjarnorkuúrgangs,
iv. borun eftir neysluvatni miðað við 2 milljóna m 3 ársnotkun eða meiri,
v. að frátalinni borun til að kanna stöðugleika jarðvegs,
[vi. vinnsla og rannsóknarboranir vegna kolvetnis utan netlaga og innan efnahagslögsögu og landgrunnsmarka]. 2)
d. Jarðvarmavirkjanir ofan jarðar til að nema kol, jarðolíu, jarðgas og málmgrýti, svo og jarðbiksleir.
3. Orkuiðnaður:
a. Iðjuver til framleiðslu á rafmagni, gufu og heitu vatni, vatnsorkuver með uppsett rafafl [200 kW] 1) eða meira og varmavinnsla úr jarðhitasvæðum sem nemur 2.500 kW hráafli eða meira.
b. Flutningskerfi gass, gufu eða heits vatns; flutningur á raforku með jarðstrengjum utan þéttbýlis sem eru 10 km eða lengri og eru grafnir niður eða lagðir í stokk; flutningur á raforku með loftlínum á verndarsvæðum; og sæstrengir.
c. Geymsla jarðgass … 1) á verndarsvæðum.
d. Neðanjarðargeymsla á eldfimu gasi á verndarsvæðum.
e. Geymsla jarðefnaeldsneytis … 1) á verndarsvæðum.
f. Gerð taflna úr kolum og brúnkolum.
g. Stöðvar til vinnslu og geymslu á geislavirkum úrgangi.
h. Stöðvar sem nýta vindafl til raforkuframleiðslu (vindbú) með 2 MW uppsett rafafl eða meira.
4. Framleiðsla og vinnsla málma:
a. Stöðvar til framleiðslu á 20 tonnum á dag eða meira af steypujárni og stáli (fyrsta og önnur bræðsla) ásamt samfelldri steypingu.
b. Stöðvar til vinnslu á járnkenndum málmum:
i. heitvölsunarstöðvar,
ii. smiðjur með hömrun,
iii. varnarhúðun með bræddum málmum.
c. Málmsteypusmiðjur fyrir járnkennda málma.
d. Stöðvar til bræðslu, einnig málmblendis, á járnlausum málmum öðrum en góðmálmum, einnig endurheimtum vörum (hreinsun, steypa í steypusmiðjum o.s.frv.).
e. Stöðvar til vinnslu málma og plastefna ofan jarðar með rafgreiningar- og efnaaðferð.
f. Framleiðsla og samsetning vélknúinna ökutækja og framleiðsla á hreyflum í slík ökutæki.
g. Stálskipasmíðastöðvar.
h. Stöðvar sem eru 1 ha að stærð eða meira til smíða og viðgerða á loftförum.
i. Framleiðsla á járnbrautabúnaði.
j. Málmmótun með sprengiefnum.
k. Stöðvar til að brenna og glæða málmgrýti.
5. Steinefnaiðnaður:
a. Koxofnar (þurreiming kola).
b. Sementsverksmiðjur.
c. Stöðvar til framleiðslu á asbesti og asbestvörum.
d. Stöðvar til framleiðslu á gleri og trefjaefni.
e. Stöðvar til að bræða steinefni og framleiða steinefnatrefjar.
f. Framleiðsla á keramikvörum með brennslu, svo sem þakflísum, múrsteinum, eldföstum múrsteinum, flísum, leirmunum eða postulíni, 75 tonn á dag eða meira eða rúmtak ofns er 4 m 3 eða meira.
6. Efnaiðnaður:
a. Meðferð á hálfunnum vörum og framleiðsla kemískra efna.
b. Framleiðsla á varnarefnum og lyfjum, málningu og lakki, gúmmílíki og peroxíðum.
c. Geymslustöðvar fyrir jarðolíu, efni unnin úr jarðolíu og önnur kemísk efni á verndarsvæðum.
7. Matvælaiðnaður:
a. Vinnsla á olíu og fitu úr jurtum og dýrum [á verndarsvæðum]. 1)
b. Pökkun og niðursuða á jurta- og dýraafurðum 75 tonn á dag eða meira [á verndarsvæðum]. 1)
c. Framleiðsla á mjólkurvörum 200 tonn á dag eða meira [á verndarsvæðum]. 1)
d. Öl- og maltgerð [á verndarsvæðum]. 1)
e. Framleiðsla á sætindum og sírópi [á verndarsvæðum]. 1)
f. Sláturhús [á verndarsvæðum]. 1)
g. Stöðvar til sterkjuframleiðslu [á verndarsvæðum]. 1)
h. Fiskimjöls- og lýsisverksmiðjur á verndarsvæðum; fiskimjöls- og lýsisverksmiðjur í þéttbýli með framleiðslugetu 500 tonn á sólarhring eða meiri.
i. Sykurverksmiðjur [á verndarsvæðum]. 1)
8. Textíl-, leður-, timbur- og pappírsiðnaður:
a. Iðnver til framleiðslu á pappír og pappa.
b. Stöðvar þar sem fram fer formeðferð (t.d. þvottur, bleiking, mersivinna) eða litun trefja eða textílefna.
c. Stöðvar þar sem fram fer sútun á húðum og skinnum.
d. Stöðvar þar sem fram fer vinnsla og framleiðsla á sellulósa.
9. Gúmmíiðnaður:
Framleiðsla og meðferð á vörum úr gúmmílíki.
10. Framkvæmdir á grunnvirkjum:
[a. Bygging járnbrauta og samgöngumiðstöðva.] 1)
[b. ] 1) [Flugvellir með styttri en 2.100 m langa meginflugbraut.] 1)
[c. ] 1) Tengibrautir í þéttbýli. Allir nýir vegir utan þéttbýlis á verndarsvæðum og á svæðum sem eru á náttúruminjaskrá. Enduruppbygging vega utan þéttbýlis á verndarsvæðum. Hafnir utan þéttbýlis á verndarsvæðum.
[d. ] 1) Byggingarframkvæmdir við skipgengar vatnaleiðir og gerð skipaskurða og fráveituskurða.
[e. ] 1) Stíflur og önnur mannvirki eða breytingar á árfarvegi til að hemja og/eða miðla vatni á verndarsvæðum.
[f. ] 1) Járnbrautir, sporvagnar, lestir í lofti og neðan jarðar, svifbrautir og ámóta brautir af sérstakri gerð sem notaðar eru eingöngu eða aðallega til fólksflutninga.
[g. ] 1) Leiðslur til flutnings á olíu og gasi á verndarsvæðum.
[h. ] 1) Vatnsleiðslur utan þéttbýlis [10 km eða lengri og grafnar niður]. 1)
[i. ] 1) Mannvirki til að verjast rofi á strandlengjum [á verndarsvæðum og svæðum á náttúruminjaskrá], 1) t.d. með stíflugörðum, brimbrjótum, hafnargörðum og öðrum varnarmannvirkjum gegn ágangi sjávar. Landfyllingar þar sem áætluð uppfylling er 5 ha eða stærri, þó ekki viðhald og endurbygging slíkra mannvirkja.
[j. ] 1) Vinnsla grunnvatns og tilflutningur grunnvatns … 1)
[k. ] 1) Mannvirki … 1) til að færa vatnslindir milli vatnasvæða.
11. Aðrar framkvæmdir:
a. Varanlegar kappaksturs- og reynsluakstursbrautir fyrir vélknúin ökutæki.
b. Förgunarstöðvar þar sem úrgangur er brenndur, meðhöndlaður með efnum eða urðaður.
c. Skolphreinsistöðvar á verndarsvæðum [og svæðum á náttúruminjaskrá]. 1)
d. Förgunarstöðvar fyrir seyru á verndarsvæðum.
e. Geymsla brotajárns, þar með taldir bílar, sem er að magni 1.500 tonn á ári eða meira.
f. Prófunaraðstaða fyrir vélar, hverfla eða hvarfrými.
g. Stöðvar sem framleiða manngerðar steinefnatrefjar.
h. Stöðvar til að endurvinna sprengiefni eða eyða því.
i. Förgun sláturúrgangs.
j. Endurvinnslustöðvar.
k. Snjóflóðavarnargarðar til varnar þéttbýli.
12. Ferðalög og tómstundir:
a. Skíðasvæði, skíðalyftur og kláfar á skíðasvæðum á verndarsvæðum og jöklum.
b. Smábátahafnir sem hafa 150 bátalægi eða fleiri.
c. Þjónustumiðstöðvar fyrir ferðamenn utan þéttbýlis á verndarsvæðum á láglendi.
d. Þjónustumiðstöðvar fyrir ferðamenn á hálendi.
e. Varanleg tjaldsvæði og hjólhýsasvæði sem eru 10 ha eða stærri.
f. Skemmtigarðar sem ná yfir a.m.k. 2 ha svæði.
13. Breytingar og viðbætur við framkvæmdir, sbr. 1. og 2. viðauka.
a. Allar breytingar eða viðbætur við framkvæmdir skv. 1. eða 2. viðauka sem hafa þegar verið leyfðar, framkvæmdar eða eru í framkvæmd og kunna að hafa umtalsverð umhverfisáhrif.
b. Framkvæmdir skv. 1. viðauka sem ráðist er í eingöngu eða aðallega til að þróa og prófa nýjar aðferðir eða vörur en eru ekki notaðar lengur en í tvö ár.
1)L. 74/2005, 19. gr. 2)L. 166/2008, 20. gr.
3. viðauki.
Viðmiðanir við mat á framkvæmdum tilgreindum í 2. viðauka.
1. Eðli framkvæmdar.
Athuga þarf eðli framkvæmdar, einkum með tilliti til:
i. stærðar og umfangs framkvæmdar,
ii. sammögnunaráhrifa með öðrum framkvæmdum,
iii. nýtingar náttúruauðlinda,
iv. úrgangsmyndunar,
v. mengunar og ónæðis,
vi. slysahættu, einkum með tilliti til efna eða aðferða sem notaðar eru.
2. Staðsetning framkvæmdar.
Athuga þarf hversu viðkvæm þau svæði eru sem líklegt er að framkvæmd hafi áhrif á, einkum með tilliti til:
i. landnotkunar sem fyrir er eða er fyrirhuguð samkvæmt skipulagsáætlun,
ii. magns, gæða og getu til endurnýjunar náttúruauðlinda,
iii. verndarsvæða:
(a) friðlýstra náttúruminja og svæða sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd,
(b) svæða sem njóta verndar samkvæmt sérlögum, svo sem Þingvalla, Mývatns- og Laxársvæða og Breiðafjarðar,
(c) svæða innan 100 m fjarlægðar frá fornleifum sem njóta verndar samkvæmt þjóðminjalögum,
(d) svæða, sbr. gr. 4.21 í skipulagsreglugerð, sem njóta verndar í samræmi við reglugerð um varnir gegn mengun vatns og reglugerð um neysluvatn vegna grunnvatns- og strandmengunar og mengunar í ám og vötnum,
(e) svæða sem njóta verndar samkvæmt samþykktum alþjóðlegra samninga sem Ísland er bundið af, svo sem Ramsarsamningsins (votlendi) og Bernarsamningsins (verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu). Válistar falla hér undir enda m.a. gefnir út til að uppfylla skyldur Íslands samkvæmt Bernarsamningnum,
(f) hverfisverndarsvæða samkvæmt ákvæðum í skipulagsáætlunum, sbr. gr. 4.22 í skipulagsreglugerð,
iv. álagsþols náttúrunnar, einkum með tilliti til:
(a) votlendissvæða,
(b) strandsvæða,
(c) sérstæðra jarðmyndana, svo sem hverasvæða, vatnsfalla, jökulminja, eldstöðva og bergmyndana,
(d) náttúruverndarsvæða, þar með talið svæða á náttúruminjaskrá,
(e) landslagsheilda, ósnortinna víðerna, hálendissvæða og jökla,
(f) upprunalegs gróðurlendis, svo sem skóglendis,
(g) fuglabjarga og annarra kjörlenda dýra,
(h) svæða sem hafa sögulegt, menningarlegt eða fornleifafræðilegt gildi,
(i) svæða þar sem mengun er yfir viðmiðunargildum í lögum og reglugerðum.
3. Eiginleikar hugsanlegra áhrifa framkvæmdar.
Áhrif framkvæmdar ber að skoða í ljósi viðmiðana hér á undan, einkum með tilliti til:
i. umfangs umhverfisáhrifa, þ.e. þess svæðis og fjölda fólks sem ætla má að verði fyrir áhrifum,
ii. stærðar og fjölbreytileika áhrifa,
iii. þess hverjar líkur eru á áhrifum,
iv. tímalengdar, tíðni og óafturkræfi áhrifa,
v. sammögnunar ólíkra umhverfisáhrifa á tilteknu svæði,
vi. áhrifa yfir landamæri.