Lagasafn.  Íslensk lög 20. apríl 2022.  Útgáfa 152b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um siglingavernd

2004 nr. 50 25. maí


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 14. júní 2004; komu til framkvæmda 1. júlí 2004. Breytt með: L. 18/2007 (tóku gildi 13. mars 2007; EES-samningurinn: XIII. viðauki reglugerð 725/2004 og 884/2005, tilskipun 2005/65/EB). L. 162/2010 (tóku gildi 1. jan. 2011). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 59/2013 (tóku gildi 1. júlí 2013). L. 71/2018 (tóku gildi 27. júní 2018). L. 41/2019 (tóku gildi 25. maí 2019). L. 71/2019 (tóku gildi 5. júlí 2019). L. 141/2019 (tóku gildi 1. jan. 2020).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við innviðaráðherra eða innviðaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Stjórn siglingaverndarmála.
[Ráðherra] 1) fer með yfirstjórn siglingaverndarmála en [Samgöngustofa] 2) með framkvæmd þeirra svo sem nánar er kveðið á um í lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
    1)L. 126/2011, 385. gr. 2)L. 59/2013, 27. gr.
2. gr. [Markmið og gildissvið.
Markmið laga þessara er að tryggja vernd skipa, áhafna, farþega, farms og hafnaraðstöðu fyrir hvers kyns ógn af hryðjuverkum og öðrum ólögmætum aðgerðum.
Lög þessi gilda um eftirgreindar gerðir skipa ef þau eru notuð í millilandasiglingum:
    a. farþegaskip, þ.m.t. háhraðaför,
    b. flutningaskip 500 brúttótonn eða stærri og
    c. færanlega borpalla.
Lög þessi gilda einnig um farþegaskip og flutningaskip í innanlandssiglingum. Undanskilja má ákveðnar tegundir og flokka skipa í samræmi við ákvæði reglugerðar sem ráðherra setur.
Lög þessi gilda um útgerðir þeirra skipa sem nefnd eru í 2. og 3. mgr. og um hafnaraðstöðu þar sem slíkum skipum er þjónað.] 1)
    1)L. 18/2007, 1. gr.
3. gr. Skilgreiningar.
Í lögum þessum er merking hugtaka sem hér segir:
    1. Siglingavernd: Ráðstafanir samkvæmt ákvæðum alþjóðasamþykktar um öryggi mannslífa á hafinu (SOLAS 1974) auk alþjóðakóða (ISPS Code) um skipa- og hafnavernd:
    a. skipavernd: forvarnir til að tryggja vernd skipa, áhafna, farþega og farms gegn hvers kyns ógn af hryðjuverkum eða öðrum ólögmætum aðgerðum;
    b. hafnavernd: forvarnir til að tryggja vernd hafnaraðstöðu gegn hvers kyns ógn af hryðjuverkum eða öðrum ólögmætum aðgerðum;
    c. farmvernd: forvarnir til að vernda farm gegn hvers kyns ógn af hryðjuverkum eða öðrum ólögmætum aðgerðum.
    2. Tilnefnt stjórnvald: Sú stofnun eða það stjórnvald aðildarríkis sem falin er ábyrgð á framkvæmd siglingaverndar í höfnum og skipum.
    3. Hafnaraðstaða: Staður skilgreindur af aðildarríki eða tilnefndu stjórnvaldi þar sem tengsl skips og hafnar eru, og sem uppfyllir skilyrði laga um siglingavernd.
    4. Áhættumat: Mat á áhættu gagnvart ógnunum og váatvikum.
    5. Verndaráætlun: Áætlun til að tryggja að gerðar séu ráðstafanir til að vernda hafnaraðstöðu, skip, einstaklinga og farm.
    6. Verndarfulltrúi: Sá einstaklingur sem falin er gerð, framkvæmd, endurskoðun og viðhald verndaráætlunar.
    7. Vástig: Segir til um hvert hættuástandið er þegar beita skal verndarráðstöfunum svo sem nánar er kveðið á um í alþjóðakóða (ISPS Code) um skipa- og hafnavernd.
    8. Verndaryfirlýsing: Samkomulag um siglingavernd milli skipa og hafnaraðstöðu. Í samkomulaginu skal m.a. tilgreina verndarráðstafanir og ábyrgð hvors aðila um sig.
    [9. Umboðsmaður: Sá sem annast milligöngu útgerðar eða leigutaka skips og stjórnvalda.] 1)
    [10. Aðgangsheimild: Ákvörðun Samgöngustofu um að einstaklingi sé heimill aðgangur að viðkvæmum upplýsingum og/eða haftasvæðum hafi hann hlotið jákvæða umsögn lögreglu við bakgrunnsathugun.
    11. Bakgrunnsathugun: Athugun lögreglu á því hver viðkomandi einstaklingur sé og skoðun lögregluupplýsinga um hann, m.a. um sakaferil, þ.m.t. hvort hann eigi afbrotaferil að baki. Athugunin er liður í mati á því hvort óhætt sé að veita einstaklingnum jákvæða umsögn og Samgöngustofu sé þar með unnt að veita honum aðgang að haftasvæðum og/eða viðkvæmum upplýsingum.
    12. Trúnaðarupplýsingar/viðkvæmar upplýsingar: Upplýsingar sem gæta þarf sérstaks trúnaðar um.
    13. Öryggishæfi: Hæfi einstaklings, stofnunar, fyrirtækis, svæðis eða búnaðar til að hljóta öryggisvottun.
    14. Höfn: Tiltekið landsvæði og hafsvæði skilgreint af Samgöngustofu þar sem fram fer vinna og búnað er að finna sem er hannaður til að greiða fyrir flutningastarfsemi á sviði sjóflutninga í atvinnuskyni.
    15. Haftasvæði: Svæði sem sætir aðgangstakmörkun í samræmi við verndaráætlun.] 2)
    1)L. 18/2007, 2. gr. 1)L. 71/2018, 1. gr.
4. gr.
[Samgöngustofa], 1) ásamt tollyfirvöldum, ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslu, [vaktstöð siglinga], 2) [útgerðum] 2) og höfnum sem falla undir lög þessi, fer með framkvæmd siglingaverndar.
[Samgöngustofu] 1) er heimilt að fela öðrum hæfum aðilum að annast einstaka þætti siglingaverndar.
[Samgöngustofa] 1) ber m.a. ábyrgð á að:
    a. staðfesta áhættumat [útgerða] 2) fyrir íslensk skip og áhættumat hafnaraðstöðu fyrir hafnir,
    b. staðfesta verndaráætlanir [útgerða] 2) fyrir íslensk skip og verndaráætlun hafnaraðstöðu fyrir hafnir,
    c. staðfesta skipan verndarfulltrúa íslenskra skipa, útgerða og hafnaraðstöðu,
    d. staðfesta skipan eftirlitsaðila og gefa út skírteini til eftirlitsmanna,
    e. hafa eftirlit með virkni verndaráætlana íslenskra skipa og hafnaraðstöðu,
    f. gefa út ferilskrá íslenskra skipa,
    g. halda skrá um íslensk skip og hafnir sem hafa viðurkenndar verndaráætlanir,
    [h. gert sé áhættumat vegna siglinga innan íslenskrar efnahagslögsögu,
    i. gerð sé og viðhaldið Siglingaverndaráætlun Íslands.] 2)
Áður en [Samgöngustofa] 1) staðfestir áhættumat og verndaráætlun skv. 3. mgr. skal hún leita umsagnar ríkislögreglustjóra. [Samgöngustofa] 1) skal gæta þess að kröfum um leynd og varðveislu verndaráætlana og annarra trúnaðarupplýsinga sé fullnægt. [Samgöngustofa] 1) annast öll samskipti við Alþjóðasiglingamálastofnunina um siglingavernd, þ.m.t. að senda lögboðnar tilkynningar o.s.frv.
[[Samgöngustofa] 1) annast eftirlit með framkvæmd laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra. Við framkvæmd eftirlits með siglingavernd skal fulltrúum [Samgöngustofu] 1) heimill aðgangur að skipum, hafnarsvæðum, mannvirkjum, búnaði, gögnum og skjölum eftir því sem telja má nauðsynlegt vegna eftirlitsins án undangengins dómsúrskurðar. Fulltrúar hafna, skipa og útgerða, sem lög þessi og reglur settar samkvæmt þeim taka til, skulu veita stofnuninni þá aðstoð sem þörf er á vegna eftirlits í þágu siglingaverndar. [Ráðherra] 3) setur nánari reglur um framkvæmd eftirlits í þágu siglingaverndar.] 2)
[Ríkislögreglustjóri ákveður vástig um borð í íslenskum skipum og í höfnum.] 2) Þegar ógn steðjar að ákveður hann hækkun vástigs um borð í skipum eða í höfnum að höfðu samráði við [Samgöngustofu] 1) og Landhelgisgæslu nema þegar um bráðatilvik er að ræða, þá tekur hann ákvörðun einn. Þegar vástig er hækkað í höfnum eða skipum ákveður ríkislögreglustjóri hvenær hann tekur við stjórn aðgerða samkvæmt viðeigandi verndaráætlun og almennum lögum um lögregluaðgerðir.
4)
Landhelgisgæslan hefur eftirlit með að lögum um siglingavernd sé framfylgt á hafinu umhverfis Ísland í samræmi við ákvæði alþjóðasamninga.
[Tollyfirvöld setja] 5) reglur 6) um farmvernd. [Tollyfirvöld] 5) annast, í samráði við viðkomandi hafnaryfirvöld og [Samgöngustofu], 1) framkvæmd og eftirlit með farmvernd og [setja] 5) reglur þar að lútandi.
[Útgerðir] 2) sem gera út skip undir íslenskum fána og falla undir lög þessi bera ábyrgð á að lögboðnum verndarráðstöfunum sé fullnægt og að í hverju skipi liggi fyrir verndaráætlun með nákvæmum leiðbeiningum um viðbrögð við yfirvofandi vá.
Höfn sem rekur hafnaraðstöðu sem fellur undir lög þessi ber ábyrgð á því að lögboðnum ráðstöfunum um hafnavernd sé fullnægt og að í verndaráætlun liggi fyrir nákvæmar leiðbeiningar um viðbrögð við yfirvofandi vá.
    1)L. 59/2013, 27. gr. 2)L. 18/2007, 3. gr. 3)L. 162/2010, 242. gr. 4)L. 71/2018, 2. gr. 5)L. 141/2019, 60. gr. 6) Rgl. 141/2010.
[4. gr. a. [Athugasemdir og úrbætur. Dagsektir.]1)
Telji Samgöngustofa að eftirlitsskyldur aðili, þ.m.t. útgerð, skipafélag eða hafnaryfirvöld, fylgi ekki lögum, reglugerðum og öðrum reglum eða kröfum sem gilda um starfsemi hans og varða málefni tengd siglingavernd, svo sem við gerð áhættumats eða verndaráætlunar, aðstöðu eða framkvæmd á siglingavernd, [þ.m.t. æfingar og þjálfun í samræmi við verndaráætlun], 1) skal stofnunin krefjast þess að viðeigandi úrbætur séu gerðar innan hæfilegs frests [að viðlögðum dagsektum]. 1)
[Krafa um úrbætur að viðlögðum dagsektum skv. 1. mgr. skal tilkynnt skriflega á sannanlegan hátt þeim aðila sem hún beinist að.
Verði eftirlitsskyldur aðili ekki við kröfu Samgöngustofu um viðeigandi úrbætur skv. 1. mgr. getur stofnunin ákveðið að hann greiði dagsektir þar til bætt hefur verið úr annmörkum að mati hennar.
Eftirlitsskyldum aðila sem fyrirhuguð ákvörðun um dagsektir skv. 1. mgr. beinist að skal veittur frestur til að koma að skriflegum athugasemdum áður en ákvörðun er tekin. Tilkynningu Samgöngustofu um fyrirhugaða ákvörðun um dagsektir skal fylgja skriflegur rökstuðningur.
Dagsektir geta numið frá 10.000 kr. til 1 millj. kr. á dag. Við ákvörðun fjárhæðar dagsekta skal m.a. líta til eðlis og alvarleika vanrækslu eða brots, hvað það hefur staðið lengi, hvort um ítrekað brot er að ræða og fjárhagslegs styrkleika hins eftirlitsskylda aðila.
Ákvarðanir Samgöngustofu um dagsektir eru aðfararhæfar. Málskot til ráðuneytisins frestar aðför. Kærufrestur vegna ákvörðunar um dagsektir er sjö dagar.
Dagsektir skulu renna í ríkissjóð að frádregnum kostnaði við álagningu og innheimtu. Óinnheimtar dagsektir falla niður þegar skyldu er fullnægt.
Heimilt er að kveða nánar á um ákvörðun um innheimtu dagsekta í reglugerð.] 1)
Um málsmeðferð fer samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.
Ákvörðun Samgöngustofu sætir kæru til ráðherra samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.] 2)
    1)L. 41/2019, 1. gr. 2)L. 71/2018, 3. gr.

II. kafli. Skipavernd.
5. gr.
[Útgerðir] 1) skulu útbúa áhættumat og verndaráætlun fyrir hvert íslenskt skip sem fellur undir lög þessi og tilnefna verndarfulltrúa fyrir skipið og [útgerðina]. 1) Áhættumatið, verndaráætlunina og skipan verndarfulltrúans skal leggja fyrir [Samgöngustofu] 2) til staðfestingar. Í verndaráætlun skal koma fram áætlun um viðbrögð þegar ógn steðjar að og hlutverk aðila sem koma að aðgerðum vegna þess, t.d. hlutverk lögreglu og Landhelgisgæslu.
Ef skip, sbr. 1. mgr. 2. gr., sem uppfyllir ekki kröfur um siglingavernd leggst að höfn sem starfar samkvæmt lögum þessum getur verndarfulltrúi hafnaraðstöðu krafist þess að skipstjóri eða verndarfulltrúi skips undirriti verndaryfirlýsingu.
[Skipstjóri og útgerð skips skulu halda skrá yfir nauðsynlegar upplýsingar vegna siglingaverndar eftir því sem nánar er kveðið á um í reglugerð.
Áður en skip skv. 2. gr. laganna kemur til hafnar skal höfn, útgerð, umboðsmaður eða skipstjóri skips veita upplýsingar skv. 3. mgr. sem að mati [Samgöngustofu] 2) eru nauðsynlegar vegna siglingaverndar og verndar íslenskra hafna.
Ef skip uppfyllir ekki reglur um siglingavernd er [Samgöngustofu] 2) heimilt að leggja farbann á skip, vísa því frá höfn, krefjast þess að það verði fært innan hafnar eða á milli hafna og gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir brot á reglum um siglingavernd. Útgerð og skipstjóra skips er skylt að verða við fyrirmælum [Samgöngustofu] 2) samkvæmt þessari málsgrein. Um farbann fer að ákvæðum laga um eftirlit með skipum.
[Ráðherra] 3) setur nánari reglur um skráningu upplýsinga vegna siglingaverndar, upplýsingaskyldu útgerða og skipstjóra og frekari aðgerðir [Samgöngustofu] 2) til framkvæmdar eftirlits í þágu siglingaverndar.] 1)
    1)L. 18/2007, 4. gr. 2)L. 59/2013, 27. gr. 3)L. 162/2010, 242. gr.

III. kafli. Hafnavernd.
6. gr.
Höfn sem kýs að þjóna skipum sem falla undir lög þessi skal skilgreina þá hafnaraðstöðu sem nýta á undir slíka starfsemi. Útbúa skal áhættumat fyrir hafnaraðstöðuna og verndaráætlun og bera undir [Samgöngustofu] 1) til staðfestingar. Tilnefna skal verndarfulltrúa fyrir hafnaraðstöðuna og skal [Samgöngustofa] 1) staðfesta skipan hans. Verndarfulltrúi ákveður hvenær tilefni er til að grípa til ráðstafana samkvæmt þeirri verndaráætlun sem höfnin starfar eftir.
Ef skip, sbr. 1. mgr. 2. gr., leggst að höfn sem uppfyllir ekki kröfur um siglingavernd getur verndarfulltrúi skips óskað eftir verndaryfirlýsingu. Ef hafnaryfirvöld og verndarfulltrúi skips koma sér saman um gerð verndaryfirlýsingar skal [Samgöngustofa] 1) eða annar aðili sem hún tilnefnir samþykkja hana.
Í verndaráætlun skal koma fram áætlun um viðbrögð þegar ógn steðjar að og hlutverk aðila sem koma að aðgerðum vegna þess, t.d. hlutverk lögreglu og tollyfirvalda.
Að fengnu samþykki [Samgöngustofu] 1) getur höfn falið rekstraraðilum hafnaraðstöðu framkvæmd og eftirlit með að kröfum skv. 1. mgr. um siglingavernd sé framfylgt. Ef kröfum 1. mgr. er ekki fullnægt að mati [Samgöngustofu] 1) getur höfn rift samningum við rekstraraðila án frekari fyrirvara.
    1)L. 59/2013, 27. gr.

IV. kafli. Farmvernd.
7. gr.
[Tollyfirvöld setja] 1) reglur 2) um farmvernd. [Tollyfirvöld hafa] 1) eftirlit og umsjón með framkvæmd verndarráðstafana, þ.m.t. eftirlit með farmi sem flytja á úr landi, eftir því sem kveðið er á um í reglum [tollyfirvalda]. 1)
[Tollyfirvöld skulu] 1) upplýsa og leiðbeina hafnaryfirvöldum um kröfur farmverndar við gerð áhættumats og verndaráætlunar hafnar.
    1)L. 141/2019, 61. gr. 2)Rg. 141/2010.

[V. kafli. [Aðgangur að haftasvæðum, skipum og upplýsingum.]1)]2)
    1)L. 71/2018, 7. gr. 2)L. 18/2007, 5. gr.
[8. gr. [Aðgangur að hafnaraðstöðu.]1)
[Samgöngustofu] 2) er heimilt að höfðu samráði við hafnaryfirvöld að takmarka aðgang að höfnum og [hafnaraðstöðu], 1) umferð um þær og dvöl skipa í þeim, svo og að banna umgengni eða dvöl á slíkum [haftasvæðum], 1) ef slíkt er talið nauðsynlegt vegna siglingaverndar.
[Án heimildar hafnaryfirvalda er einstaklingi óheimilt að fara inn á höfn, hafnaraðstöðu eða hluta haftasvæða, nema annað leiði af ákvæðum annarra laga.
Án heimildar hafnaryfirvalda, skipstjóra, eiganda skips eða útgerðarfélags er einstaklingi óheimilt að fara um borð í skip, taka sér far með skipi eða gera tilraun til þess að ferðast sem laumufarþegi með skipi í eða úr íslenskri lögsögu.
Ráðherra er heimilt að kveða á um það í reglugerð, samkvæmt tillögu ríkislögreglustjóra ef vástig er hækkað vegna ógnar við allsherjarreglu, að stjórnendur skipa skuli áður en farþegi fer um borð í skip ganga úr skugga um að skráður farþegi sé sá sem hann segist vera, að hann hafi gild ferðaskilríki eða annað kennivottorð sem viðurkennt er sem ferðaskilríki og að farþegi sem er áritunarskyldur hafi gilda vegabréfsáritun til landsins.] 1)] 3)
    1)L. 71/2018, 5. gr. 2)L. 59/2013, 27. gr. 3)L. 18/2007, 5. gr.
[8. gr. a. Aðgangur að upplýsingum og haftasvæðum.
Áður en Samgöngustofu er heimilt að veita einstaklingi aðgang að viðkvæmum upplýsingum um siglingavernd, heimila honum að sækja námskeið í siglingavernd eða veita honum aðgang að haftasvæðum skv. 8. gr., vegna umsóknar um starf í þágu ríkisins á sviði siglingaverndar, svo sem starf verndarfulltrúa, viðurkennds verndaraðila eða öryggisvottaðs ráðgjafa, skal stofnunin, viðkomandi hafnaryfirvöld, skipafélag, útgerð eða annar sá aðili sem krafist er að hafi slíkan starfsmann í starfi, að fengnu skriflegu samþykki viðkomandi einstaklings, óska eftir bakgrunnsathugun lögreglu í þeim tilgangi að meta öryggishæfi viðkomandi til aðgangs að viðkvæmum upplýsingum og/eða haftasvæðum. Í tilkynningu um niðurstöðu bakgrunnsathugunar lögreglu til Samgöngustofu skal einungis koma fram hvort einstaklingur hafi hlotið jákvæða eða neikvæða umsögn. Beiðni um bakgrunnsathugun skal rita á eyðublað sem ríkislögreglustjóri ákveður í samræmi við reglugerð sem ráðherra setur. Þegar um er að ræða einstakling sem sækist eftir starfi hafnargæslumanns og starfið krefst aðgangs að viðkvæmum upplýsingum skal jafnframt krefjast bakgrunnsathugunar lögreglu.
Beiðni aðila skv. 1. mgr. veitir lögreglu heimild, eftir atvikum með aðstoð tollyfirvalda, til að afla upplýsinga um viðkomandi úr:
    a. skrám lögreglu, þ.m.t. málaskrá lögreglu,
    b. sakaskrá,
    c. upplýsingakerfi Alþjóðalögreglunnar eða annarra erlendra yfirvalda,
    d. upplýsingakerfum tollyfirvalda,
    e. upplýsingakerfi þjóðskrár.
Heimild lögreglu til öflunar upplýsinga skv. a-lið 2. mgr. takmarkast við síðustu fimm ár.
Bakgrunnsathugun skal fara fram með reglulegu millibili og ekki sjaldnar en á fimm ára fresti. Aldrei má þó ganga lengra við könnun á bakgrunni og sakaferli en þörf er á hverju sinni. Lögregla skal leggja heildstætt mat á það hvort óhætt sé að veita jákvæða umsögn að undangenginni bakgrunnsathugun skv. 1. mgr.
Heimilt er að vísa til upplýsinga úr málaskrá lögreglu, sem varða einstakling með beinum hætti, til rökstuðnings neikvæðri umsögn samkvæmt þessari grein enda gefi þær rökstudda ástæðu til að draga í efa hæfi einstaklingsins til að fara með málefni siglingaverndar lögum samkvæmt. Lögreglu er heimilt að kalla umsækjanda til viðtals telji hún það nauðsynlegt til að upplýsa nánar um atriði sem koma fram við skoðun í skrám og upplýsingakerfum skv. 2. mgr.
Nú gefa upplýsingar úr málaskrá lögreglu, sakavottorði til yfirvalda eða viðtali við þann sem óskað er bakgrunnsathugunar á ástæðu til að ætla að viðkomandi neyti fíkniefna og er lögreglu þá heimilt að óska eftir því að hann gangist undir fíkniefnapróf á eigin kostnað, þ.m.t. blóð- og þvagrannsókn, enda telji lögregla niðurstöðu slíkrar rannsóknar geta haft áhrif á niðurstöðu athugunar lögreglu.
Bakgrunnsathugun lögreglu er liður í því að ákvarða hvort óhætt þyki að veita einstaklingi aðgang að trúnaðarupplýsingum samkvæmt þessari grein eða veita honum aðgang að haftasvæðum skv. 8. gr. eða hvort honum skuli synjað um hann. Endanleg ákvörðun um aðgang skal tekin af Samgöngustofu, sbr. þó 10. mgr.
Áður en lögregla lýkur athugun sinni með neikvæðri umsögn skal þeim sem athugun beinist að gert kleift að koma sjónarmiðum sínum að. Hann á jafnframt rétt á rökstuðningi ákvarði lögregla að veita honum neikvæða umsögn. Ákvörðun lögreglu um neikvæða umsögn á grundvelli neikvæðrar bakgrunnsathugunar sætir kæru til ráðherra samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga. Sama gildir um afturköllun jákvæðrar umsagnar.
Sé umsögn neikvæð getur viðkomandi einstaklingur dregið til baka samþykki sitt fyrir miðlun þeirra upplýsinga til Samgöngustofu.
Samgöngustofu er óheimilt að veita einstaklingi heimild til aðgangs að upplýsingum um siglingavernd, veita aðgang að haftasvæðum skv. 8. gr. eða heimild til að sækja námskeið í siglingavernd hafi lögregla veitt honum neikvæða umsögn samkvæmt þessari grein. Samgöngustofu er jafnframt óheimilt að veita einstaklingi skírteini til að gegna stöðu verndarfulltrúa eða hafnargæslumanns hafi lögregla veitt viðkomandi neikvæða umsögn samkvæmt þessari grein. Heimilt er útgefanda leyfis að afturkalla veitta aðgangsheimild.
Ráðherra setur í reglugerð 1) nánari ákvæði um bakgrunnsathuganir lögreglu sem kveðið er á um í þessari grein, svo sem varðandi beiðni um bakgrunnsathugun og framkvæmd hennar, umfang, upplýsingaöflun, efnislega skoðun upplýsinga, mat á öryggishæfi, áhrif afbrota og tímafresti í tengslum við þau, fíkniefnapróf, eyðublað, neikvæðar umsagnir, endurtekningu bakgrunnsathugana, skráningu umsagna lögreglu og eftirlit með einstaklingum í málaskrá lögreglu sem hafa hlotið jákvæða umsögn auk afturköllunar jákvæðrar umsagnar.] 2)
    1)Rg. 808/2020. 2)L. 71/2018, 6. gr.

[VI. kafli.]1) Ýmis ákvæði.
    1)L. 18/2007, 5. gr.
[9. gr.]1) Leit.
[Samgöngustofa] 2) setur reglur 3) um fyrirkomulag öryggisleitar hafnaryfirvalda á starfsfólki og farþegum skemmtiferðaskipa og í farangri þeirra og á áhöfnum og öðrum þeim sem vegna starfs síns þurfa að fara inn á hafnaraðstöðu eða um borð í skip sem falla undir lög þessi.
[Tollyfirvöld setja] 4) reglur um leit í farmi sem [tollyfirvöld] 4) annast.
Hægt er að synja þeim mönnum sem neita öryggisleit samkvæmt þessari grein um aðgang að hafnaraðstöðu og skipi sem lög þessi ná yfir.
    1)L. 18/2007, 5. gr. 2)L. 59/2013, 27. gr. 3) Rgl. 550/2004. 4)L. 141/2019, 62. gr.
[10. gr.]1) Gjöld.
[Samgöngustofu] 2) er heimilt að innheimta gjöld til að standa straum af kostnaði sem til fellur samkvæmt lögum þessum, þ.m.t. gjöld fyrir staðfestingar, eftirlit og útgáfu skráa skv. 4. gr. og námskeið sem haldin eru í samræmi við ákvæði laga þessara. Gjöldin skulu ákveðin í gjaldskrá sem [ráðherra] 3) setur að tillögu [Samgöngustofu] 2) og skal gjaldtakan standa undir kostnaði við veitta þjónustu.
[Höfnum er heimilt að innheimta sérstakt gjald, farmverndargjald, af vörum sem umskipað er, lestaðar eru eða landað í höfn.] 4) Gjald þetta skal taka mið af magni og eðli vöru og standa undir stofnkostnaði, rekstrarkostnaði og hluta sameiginlegs kostnaðar af ráðstöfunum til verndar farmi á hafnaraðstöðu, svo sem girðingum, vöktun, leit og lokun svæða.
[Höfnum er heimilt að innheimta sérstakt gjald, hafnarverndargjald, fyrir hvert skip sem fellur undir lög þessi og getur gjaldið tekið mið af stærð skips, komufjölda skipa og/eða dvalartíma við hafnaraðstöðu í rekstri þeirra.] 4) Gjald þetta skal standa undir stofnkostnaði, rekstrarkostnaði og hluta sameiginlegs kostnaðar af ráðstöfunum til verndar skipi, svo sem vöktun og lokun svæða.
[Höfnum er heimilt að innheimta sérstakt gjald fyrir hvern farþega sem kemur til eða fer frá landinu með skipi.] 4) Gjald þetta skal standa undir kostnaði þeirra af siglingavernd í farþegaflutningum, svo sem vegna móttökuaðstöðu, öryggisleitar, vöktunar og búnaðar.
Höfnum, sem annast tilfallandi framkvæmd siglingaverndar, er heimilt að innheimta þann kostnað sem þær verða fyrir samkvæmt reikningi hverju sinni. Með tilfallandi framkvæmd siglingaverndar er átt við ráðstafanir vegna einstakra koma og brottfara skipa sem falla undir lög þessi, svo sem vegna afgreiðslu farþega- og flutningaskipa. Gjaldið sem innheimt er hverju sinni skal standa undir þeim kostnaði sem hlýst af þeim ráðstöfunum sem gripið er til, svo sem uppsetningu móttökuaðstöðu, öryggisleit, tímabundinni lokun svæða o.s.frv.
Komi fram beiðni um aukna þjónustu við framkvæmd siglingaverndar, t.d. aukna löggæslu, aukna vakt í skipi o.s.frv., er þeim sem beiðnin beinist að heimilt að innheimta útlagðan kostnað samkvæmt reikningi hverju sinni.
Gjaldtaka samkvæmt grein þessari skal í öllum tilfellum miðuð við að hún standi undir kostnaði við þá þjónustu sem veitt er og birt í gjaldskrám viðkomandi hafnar.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari ákvæði um innheimtu gjalda þeirra sem kveðið er á um í grein þessari.
    1)L. 18/2007, 5. gr. 2)L. 59/2013, 27. gr. 3)L. 162/2010, 242. gr. 4)L. 18/2007, 6. gr.
[11. gr. Þagnarskylda.
[Þeir sem starfa að siglingavernd eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.] 1)
Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.] 2)
    1)L. 71/2019, 5. gr. 2)L. 18/2007, 7. gr.
[12. gr.]1) Málskotsréttur.
Ákvarðanir sem [Samgöngustofa] 2) tekur samkvæmt lögum þessum eru kæranlegar til [ráðherra]. 3) Kæra skal vera skrifleg og fer um meðferð hennar samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.
    1)L. 18/2007, 7. gr. 2)L. 59/2013, 27. gr. 3)L. 162/2010, 242. gr.
[13. gr.]1) Reglugerð.
[Ráðherra] 2) er heimilt að setja í reglugerð 3) nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara, þar á meðal um hlutverk [Samgöngustofu] 4) og annarra opinberra aðila.
Undir skipavernd fellur m.a. að setja reglur um skyldur [útgerðar], 5) áhættumat fyrir skip, leit, verndaráætlun skips, skrár sem færa skal og varðveita um borð í skipi, verndarfulltrúa [útgerðar], 5) verndarfulltrúa skips, útgáfu skírteina fyrir skip [um kennslu, þjálfun og æfingar vegna skipaverndar, meðhöndlun trúnaðarskjala og eftirlit og skipan verndarfulltrúa og eftirlitsaðila]. 5)
Undir hafnavernd fellur m.a. að setja reglur um áhættumat fyrir hafnaraðstöðu, verndaráætlun fyrir hafnaraðstöðu, verndarfulltrúa hafnar, útgáfu skírteina fyrir hafnaraðstöðu, kennslu, þjálfun og æfingar vegna hafnaverndar, [vöktun og afmörkun hafnaraðstöðu og haftasvæða, meðhöndlun trúnaðarskjala og eftirlit og skipan verndarfulltrúa og eftirlitsaðila]. 5)
    1)L. 18/2007, 7. gr. 2)L. 162/2010, 242. gr. 3)Rg. 474/2007, sbr. 104/2008, 920/2009, 676/2013, 1219/2016 og 1187/2020. Rg. 265/2008, sbr. 816/2015, 507/2018 og 1187/2020. Rg. 1187/2020. 4)L. 59/2013, 27. gr. 5)L. 18/2007, 8. gr.
[14. gr. Afturköllun skipunar.
[Samgöngustofu] 1) er heimilt að afturkalla skipan verndarfulltrúa og eftirlitsaðila á grundvelli laga þessara, tímabundið eða að fullu, vegna brota gegn lögum og reglum ef telja verður, með hliðsjón af eðli brotsins eða annars framferðis hins brotlega, varhugavert að hann sé skipaður. Ákvörðun um afturköllun skal rökstudd og starfsmanni gefinn kostur á að neyta andmælaréttar áður en ákvörðun er tekin, í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga.
Sé um að ræða alvarlegt brot í starfi, þar á meðal brot á trúnaðarskyldum, er [Samgöngustofu] 1) heimilt að afturkalla skipan viðkomandi þegar í stað.] 2)
    1)L. 59/2013, 27. gr. 2)L. 18/2007, 9. gr.
[15. gr.]1) [Refsingar.
Brot gegn 5., 10. og 11. mgr. 4. gr., 5. gr., [6. gr. og 2.–3. mgr. 8. gr. laga þessara] 2) og reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum, en fangelsi allt að tveimur árum ef sakir eru miklar eða brot ítrekuð. Brot á þagnarskyldu skv. 11. gr. laganna er refsivert skv. 136. gr. almennra hegningarlaga. Tilraun og hlutdeild í brotum er refsiverð skv. III. kafla almennra hegningarlaga. Gáleysisbrot skulu eingöngu varða sektum.] 3)
    1)L. 18/2007, 9. gr. 2)L. 41/2019, 2. gr. 3)L. 18/2007, 10. gr.
[16. gr.]1) Innleiðing.
Með lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim eru innleiddar í íslenskan rétt þjóðréttarlegar skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt ákvæðum þess hluta alþjóðasamnings um öryggi mannslífa á hafinu (SOLAS frá 1974) sem fjallar um siglingavernd.
[Með lögum þessum eru innleiddar í íslenskan rétt eftirtaldar gerðir Evrópusambandsins sem teknar hafa verið upp í XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið:
    a. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 725/2004 frá 31. mars 2004 um aukið öryggi skipa og öruggari hafnaraðstöðu, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 14/2005 frá 8. febrúar 2005.
    b. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 884/2005 frá 10. júní 2005 um verklagsreglur við framkvæmd skoðana framkvæmdastjórnarinnar á sviði siglingaverndar, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 34/2006 frá 10. mars 2006.
    c. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/65/EB frá 26. október 2005 um að efla hafnarvernd, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 65/2006 frá 2. júní 2006.] 2)
    1)L. 18/2007, 9. gr. 2)L. 18/2007, 11. gr.
[17. gr.]1) Gildistaka.
Lög þessi taka þegar gildi en koma til framkvæmda 1. júlí 2004.
    1)L. 18/2007, 9. gr.