Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1786, 149. löggjafarþing 493. mál: stjórnsýslulög (tjáningarfrelsi og þagnarskylda).
Lög nr. 71 25. júní 2019.

Lög um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, með síðari breytingum (tjáningarfrelsi og þagnarskylda).


1. gr.

     Við 2. mgr. 1. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá gilda ákvæði X. kafla um tjáningarfrelsi, þagnarskyldu o.fl. um alla stjórnsýslu sem fram fer á vegum ríkis og sveitarfélaga.

2. gr.

     Á eftir orðunum „Lög þessi“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: utan X. kafla.

3. gr.

     Á eftir IX. kafla laganna kemur nýr kafli, X. kafli, Tjáningarfrelsi, þagnarskylda o.fl., með átta nýjum greinum, 41.–48. gr., ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi, og breytast númer annarra kafla og greina samkvæmt því:
     
     a. (41. gr.)
Tjáningarfrelsi.
     Hver sá sem starfar á vegum ríkis eða sveitarfélaga hefur frelsi til að tjá sig opinberlega um atriði er tengjast starfi hans, svo fremi sem þagnarskylda eða trúnaðar- og hollustuskyldur standa því ekki í vegi.
     Undir þagnarskyldu falla ekki upplýsingar um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi starfsmanna stjórnvalda.
     
     b. (42. gr.)
Þagnarskylda.
     Hver sá sem starfar á vegum ríkis eða sveitarfélaga er bundinn þagnarskyldu um upplýsingar sem eru trúnaðarmerktar á grundvelli laga eða annarra reglna, eða þegar að öðru leyti er nauðsynlegt að halda þeim leyndum til að vernda verulega opinbera hagsmuni eða einkahagsmuni, svo sem um:
 1. Öryggi ríkisins eða varnarmál.
 2. Samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir.
 3. Efnahagslega mikilvæga hagsmuni ríkisins.
 4. Aðgerðir stjórnvalda til að fyrirbyggja afbrot, um rannsókn sakamála, svo og fullnustu refsinga. Hið sama gildir um upplýsingar um vernd grunaðra, vitna og annarra sem tengjast sakamálum.
 5. Viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitarfélaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra.
 6. Fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkis eða sveitarfélaga ef þau yrðu þýðingarlaus eða skiluðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almannavitorði. Þegar þær ráðstafanir eru afstaðnar sem ákvæði þetta tekur til fellur þagnarskylda niður nema önnur þagnarskylduákvæði eigi við.
 7. Umhverfismál ef birting upplýsinganna getur haft alvarleg áhrif á vernd þess hluta umhverfisins sem upplýsingarnar varða, t.d. heimkynni fágætra tegunda lífvera, steinda, steingervinga og bergmyndana.
 8. Einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Undir ákvæðið falla ekki upplýsingar um fæðingardag, fæðingarstað, kennitölu, hjúskaparstöðu, starfsheiti, vinnustað, dvalarstað eða lögheimili manns nema þær tengist náið upplýsingum sem þagnarskylda ríkir um, en farið skal að lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Auk þess er óheimilt að veita upplýsingar um lögheimili sé í gildi ákvörðun Þjóðskrár Íslands um dulið lögheimili á grundvelli laga um lögheimili og aðsetur.
 9. Virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra einkaréttarlegra lögaðila, svo sem um rekstrar- eða samkeppnisstöðu, svo og atvinnu- og framleiðsluleyndarmál sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari.

     Í stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga er eingöngu heimilt að ákveða að upplýsingar lúti þagnarskyldu sé það nauðsynlegt til verndar ákveðnum opinberum hagsmunum eða einkahagsmunum á grundvelli 1. mgr. og það samrýmist lýðræðishefðum.
     Í þagnarskyldu felst að starfsmanni er óheimilt að miðla eða notfæra sér sjálfur eða í þágu annarra upplýsingar um málsatvik sem leynt eiga að fara og starfsmaður hefur orðið áskynja um í starfi sínu eða vegna starfs síns, hvort sem það er fyrir tilviljun eða ekki. Þá ber starfsmanni að gera viðhlítandi ráðstafanir til þess að upplýsingar sem háðar eru þagnarskyldu komist ekki til vitundar óviðkomandi við meðferð og varðveislu þeirra. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.
     Þegar stjórnvald kveður sér til ráðgjafar og aðstoðar sérfróðan mann þar sem þörf krefur skal í verksamningi tekið fram að um þagnarskyldu hans fari samkvæmt ákvæðum X. kafla laga þessara og gilda þá ákvæði kaflans.
     Brot á þagnarskyldu samkvæmt þessari grein varðar refsingu skv. 136. gr. almennra hegningarlaga. Hafi ásetningur ekki staðið til verknaðarins getur brot varðað refsingu skv. 141. gr. sömu laga að skilyrðum ákvæðisins uppfylltum. Brot annarra en opinberra starfsmanna, sbr. 4. mgr., varða sektum eða fangelsi allt að einu ári hafi þau verið framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Tilraun til brots eða hlutdeild í broti er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum. Nú er brot framið í starfsemi lögaðila og má þá gera lögaðilanum fésekt skv. II. kafla A almennra hegningarlaga.
     
     c. (43. gr.)
Takmarkanir og brottfall á þagnarskyldu.
     Stjórnvaldi er heimilt að miðla upplýsingum sem háðar eru þagnarskyldu til þriðja manns hafi þar til bær aðili gefið samþykki sitt til þess eða á grundvelli lagaheimildar. Einungis sá sem á þá hagsmuni sem þagnarskyldureglunum er ætlað að vernda eða sá sem upplýsingarnar varða beinlínis er bær til að gefa samþykki sitt. Um samþykki til að miðla persónuupplýsingum fer samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
     Heimilt er að birta tölfræðiupplýsingar sem byggðar eru á upplýsingum um einkahagsmuni sem háðar eru þagnarskyldu, enda séu persónugreinanlegar upplýsingar ekki veittar og úrtakið það stórt og breytur þannig afmarkaðar að ekki sé hægt að greina um hvaða einstaklinga er að ræða. Hið sama gildir eftir því sem við getur átt um virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra einkaréttarlegra lögaðila.
     Heimilt er að birta opinberlega stjórnvaldsákvarðanir þar sem fjallað hefur verið um upplýsingar um einkahagsmuni sem háðar eru þagnarskyldu, enda séu persónugreinanlegar upplýsingar afmáðar. Hið sama gildir um virka fjárhags- eða viðskiptahagsmuni fyrirtækja og annarra einkaréttarlegra lögaðila.
     Þegar upplýsingar sem eru háðar þagnarskyldu hafa verið gerðar opinberar á löglegan hátt, svo sem þegar maður hefur augljóslega sjálfur gert upplýsingar opinberar um sig, fellur þagnarskyldan niður frá og með slíkri birtingu.
     Þagnarskylda fellur niður þegar upplýsingar verða aðgengilegar almenningi á grundvelli fyrirmæla upplýsingalaga, laga um upplýsingarétt um umhverfismál, laga um opinber skjalasöfn eða annarra laga. Sama gildir þegar dómari hefur úrskurðað að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu.
     
     d. (44. gr.)
Misnotkun á aðstöðu.
     Hverjum þeim sem starfar á vegum ríkis eða sveitarfélaga er óheimilt að notfæra sér aðstöðu sína til þess að afla upplýsinga sem þagnarskylda ríkir um og ekki hafa þýðingu fyrir störf hans. Brot á þagnarskyldu samkvæmt þessari grein varðar refsingu skv. 139. gr. almennra hegningarlaga.
     
     e. (45. gr.)
Þagnarskylda málsaðila, vitna og umsagnaraðila.
     Þegar málsaðili fær á grundvelli 15. gr. aðgang að skjali sem hefur að geyma viðkvæmar upplýsingar um einkahagsmuni annarra eða opinbera hagsmuni og er trúnaðarmerkt með vísan til 42. gr. er hann bundinn þagnarskyldu um inntak þess og er eingöngu heimilt að nota upplýsingarnar að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er til að gæta hagsmuna sinna við meðferð málsins. Umboðs- og aðstoðarmenn málsaðila eru bundnir þagnarskyldu á sama hátt.
     Þegar vitni fær aðgang að skjali sem er trúnaðarmerkt með vísan til 42. gr. er það bundið þagnarskyldu um inntak þess og er eingöngu heimilt að nota upplýsingarnar við að gefa vitnisburð sinn í málinu.
     Þegar lögboðið er að leita skuli umsagnar einkaréttarlegs aðila áður en ákvörðun í máli er tekin og slíkum umsagnaraðila er veittur aðgangur að skjali sem er trúnaðarmerkt með vísan til 42. gr. er hann bundinn þagnarskyldu um inntak þess og eingöngu heimilt að nota upplýsingarnar til að gefa umsögn sína.
     Þegar stjórnvald sýnir eða lætur skjöl af hendi til málsaðila, vitna eða umsagnaraðila skal veita leiðbeiningar um þær reglur sem um þau gilda og hverju það varði ef þær eru brotnar. Þess skal ávallt gætt að skjölin séu skýrlega trúnaðarmerkt með vísan til 42. gr.
     Brot á þagnarskyldu samkvæmt þessari grein varða sektum eða fangelsi allt að einu ári. Tilraun til brots eða hlutdeild í broti er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum. Nú er brot framið í starfsemi lögaðila og má þá gera lögaðilanum fésekt skv. II. kafla A almennra hegningarlaga.
     
     f. (46. gr.)
Miðlun upplýsinga til annars stjórnvalds.
     Um heimild stjórnvalds til að miðla skráðum persónuupplýsingum til annars stjórnvalds fer samkvæmt ákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga eða sérákvæðum laga.
     Þegar upplýsingar sem þagnarskylda ríkir um eru einvörðungu afhentar stjórnvöldum í tölfræðilegum eða vísindalegum tilgangi má hlutaðeigandi stjórnvald ekki miðla slíkum upplýsingum áfram til annars stjórnvalds til nota í öðrum tilgangi.
     
     g. (47. gr.)
Þagnarskylda annarra sem veita borgurum þjónustu á vegum stjórnvalda.
     Þegar gerður er þjónustusamningur um að verktaki skuli rækja tiltekna þjónustu við borgarana á vegum stjórnvalda samkvæmt ákvæðum 40. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015, eða annarra laga, skulu verktakinn og starfsmenn hans bundnir þagnarskyldu um það sem þeir fá vitneskju um við að veita borgurum þjónustu og leynt á að fara skv. 42. gr. Brot á ákvæðum þessarar greinar varða sektum eða fangelsi allt að einu ári. Tilraun til brots eða hlutdeild í broti er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum. Nú er brot framið í starfsemi lögaðila og má þá gera lögaðilanum fésekt skv. II. kafla A almennra hegningarlaga.
     Ef sá samningur sem gerður hefur verið við verktaka skv. 1. mgr. felur jafnframt í sér verklegar framkvæmdir, þjónustu við stjórnvöld og annað þess háttar tekur þagnarskyldan einvörðungu til þess þáttar samningsins sem lýtur að því að veita borgurum þjónustu.
     
     h. (48. gr.)
Reglur um meðferð trúnaðarupplýsinga.
     Ráðherra setur reglugerð til að tryggja örugga meðferð trúnaðarupplýsinga hjá stjórnsýslu ríkisins, m.a. um trúnaðarmerkingu upplýsinga og varðveislu þeirra, ábyrgð og eftirlit. Ráðherra gefur út leiðbeiningar um reglur sveitarfélaga um meðferð trúnaðarupplýsinga.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

5. gr.

Breyting á öðrum lögum.
     Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
 1. Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980:
  1. 2. málsl. 1. mgr. 83. gr. laganna fellur brott.
  2. 2. mgr. 83. gr. laganna orðast svo:
  3.      Starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 2. Lög um virðisaukaskatt, nr. 50/1988: 1. mgr. 44. gr. laganna orðast svo:
 3.      Á skatt- og tollyfirvöldum, starfsmönnum þeirra og erindrekum hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í starfi sínu um viðskipti einstakra manna og fyrirtækja. Þagnarskyldan helst þó að starfsmenn þessir láti af starfi sínu.
 4. Lög um yfirskattanefnd, nr. 30/1992: 1. og 2. málsl. 19. gr. laganna orðast svo: Á starfsmönnum yfirskattanefndar hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi að skýra frá því sem þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara, þar á meðal um tekjur og efnahag málsaðila.
 5. Lög um gjaldeyrismál, nr. 87/1992: 15. gr. laganna orðast svo:
 6.      Á þeim sem annast framkvæmd laga þessara hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi að skýra frá því sem þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara, þar á meðal um hagi einstakra viðskiptamanna, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.
 7. Lög um lögbókandagerðir, nr. 86/1989: 1. málsl. 3. mgr. 13. gr. laganna orðast svo: Á lögbókanda hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 8. Lög um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994: 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. j laganna orðast svo: Á þeim hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 9. Lög um umboðsmann barna, nr. 83/1994: 6. gr. laganna orðast svo:
 10.      Á umboðsmanni barna og starfsmönnum hans hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 11. Lög um matvæli, nr. 93/1995: 2. málsl. 1. mgr. 23. gr. laganna orðast svo: Á þeim hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 12. Lög um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, nr. 134/1995: 26. gr. laganna orðast svo:
 13.      Á starfsmönnum skoðunarstofu og Neytendastofu og eftirlitsstjórnvalda hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 14. Lögreglulög, nr. 90/1996:
  1. 1. mgr. 22. gr. laganna orðast svo:
  2.      Lögreglumenn eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Sama gildir um annað starfslið lögreglu.
  3. 2. mgr. 22. gr. laganna fellur brott.
  4. 6. mgr. 35. gr. a laganna orðast svo:
  5.      Nefndin er bundin þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Nefndin er einnig bundin þagnarskyldu um efni gagna og upplýsingar sem hún fær frá ákæruvalds- og löggæsluembættum á sama hátt og starfsmenn þeirra embætta.
 15. Lög um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, nr. 146/1996: 1. málsl. 12. gr. laganna orðast svo: Á starfsmönnum Mannvirkjastofnunar og rafskoðunarstofa hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 16. Lög um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, nr. 61/1997: 15. gr. laganna orðast svo:
 17.      Á stjórnendum Nýsköpunarsjóðs og öðrum sem vinna fyrir sjóðinn hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 18. Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996: 18. gr. laganna orðast svo:
 19.      Á hverjum starfsmanni hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 20. Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998: 1. mgr. 50. gr. laganna orðast svo:
 21.      Þeir sem starfa samkvæmt lögum þessum af hálfu stjórnvalda eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 22. Lög um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, nr. 13/1998: 1. málsl. 17. gr. laganna orðast svo: Á starfsmönnum Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefndarmönnum hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 23. Lög um húsnæðismál, nr. 44/1998: 1. mgr. 8. gr. f laganna orðast svo:
 24.      Stjórnarmenn Íbúðalánasjóðs, forstjóri, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir þeir sem taka að sér verk í þágu sjóðsins eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 25. Lög um sjávarafurðir, nr. 55/1998: 2. málsl. 1. mgr. 16. gr. laganna orðast svo: Á þeim hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 26. Lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998:
  1. 1. og 2. málsl. 1. mgr. 13. gr. laganna orðast svo: Stjórn, forstjóri og starfsmenn Fjármálaeftirlitsins eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeir mega ekki að viðlagðri ábyrgð samkvæmt ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um opinbera starfsmenn skýra frá því er þeir komast að í starfi sínu og leynt á að fara um starfsemi Fjármálaeftirlitsins, viðskipti og rekstur eftirlitsskyldra aðila, tengdra aðila eða annarra, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt.
  2. Við 6. mgr. 13. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Liggi fyrir ótvírætt samþykki aðila sem á í hlut getur Fjármálaeftirlitið veitt upplýsingar sem samþykkið tekur til. Þá stendur þagnarskylda því ekki í vegi að Fjármálaeftirlitið miðli upplýsingum til annarra stjórnvalda þegar upplýsingagjöfin er í samræmi við lögmælt hlutverk Fjármálaeftirlitsins eða móttakanda.
 27. Lög um Byggðastofnun, nr. 106/1999: 18. gr. laganna orðast svo:
 28.      Stjórnarmenn og allir starfsmenn Byggðastofnunar eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 29. Lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga, nr. 110/2000:
  1. 8. málsl. 4. mgr. 7. gr. laganna orðast svo: Þeir starfsmenn landlæknis sem starfa við framangreint eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
  2. 9. og 10. málsl. 4. mgr. 7. gr. laganna falla brott.
 30. Lög um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001: 2. mgr. 26. gr. a laganna orðast svo:
 31.      Starfsmenn Orkustofnunar sem annast eftirlit á grundvelli laga þessara eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Sama gildir um sérfræðinga sem sinna eftirliti fyrir Orkustofnun, svo sem starfsmenn faggiltra skoðunarstofa og eftirlitsaðila.
 32. Lög um rafrænar undirskriftir, nr. 28/2001: 1. málsl. 4. mgr. 20. gr. laganna orðast svo: Starfsmenn Neytendastofu eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 33. Barnaverndarlög, nr. 80/2002: 8. mgr. 4. gr. laganna orðast svo:
 34.      Allir þeir sem vinna að barnavernd eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 35. Lög um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002: 2. málsl. 6. mgr. 25. gr. laganna orðast svo: Starfsmenn Vinnumálastofnunar eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga hvað varðar upplýsingar um mál sem stofnunin hefur til meðferðar á grundvelli laga þessara.
 36. Lög um vaktstöð siglinga, nr. 41/2003: 1. mgr. 16. gr. e laganna orðast svo:
 37.      Starfsmenn vaktstöðvar siglinga eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 38. Lög um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003: 4. mgr. 37. gr. laganna orðast svo:
 39.      Starfsmenn Umhverfisstofnunar eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 40. Raforkulög, nr. 65/2003: Í stað 1. og 2. málsl. 29. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Starfsmenn stofnana sem annast eftirlit á grundvelli laga þessara eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 41. Lög um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003: Í stað 1. og 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Starfsmenn Póst- og fjarskiptastofnunar eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 42. Barnalög, nr. 76/2003:
  1. 3. mgr. 33. gr. laganna orðast svo:
  2.      Þeir sem veita ráðgjöf skv. 1. mgr. eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
  3. Í stað 2. og 3. málsl. 6. mgr. 33. gr. a laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þeir sem sinna sáttameðferð eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 43. Lög um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, nr. 83/2003: 1. mgr. 7. gr. laganna orðast svo:
 44.      Starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er bundið þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 45. Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003: 1. og 2. málsl. 1. mgr. 117. gr. laganna orðast svo: Á ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og yfirskattanefnd hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi, að skýra frá því er þeir komast að í sýslan sinni um tekjur og efnahag skattaðila.
 46. Lög um siglingavernd, nr. 50/2004: 1. mgr. 11. gr. laganna orðast svo:
 47.      Þeir sem starfa að siglingavernd eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 48. Samkeppnislög, nr. 44/2005: 34. gr. laganna orðast svo:
 49.      Þeir sem starfa af hálfu stjórnvalda að framkvæmd laga þessara eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 50. Lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, nr. 57/2005: 21. gr. laganna orðast svo:
 51.      Þeir sem starfa af hálfu stjórnvalda að framkvæmd laga þessara eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 52. Tollalög, nr. 88/2005: 1. málsl. 1. mgr. 188. gr. laganna orðast svo: Starfsmenn tollstjóra eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 53. Lög um starfsmannaleigur, nr. 139/2005: 2. málsl. 7. mgr. 10. gr. laganna orðast svo: Starfsmenn Vinnumálastofnunar eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga hvað varðar upplýsingar um mál sem stofnunin hefur til meðferðar á grundvelli laga þessara, sbr. þó 4. mgr., og helst þagnarskylda þeirra eftir að þeir hætta störfum hjá stofnuninni.
 54. Lög um faggildingu o.fl., nr. 24/2006: 15. gr. laganna orðast svo:
 55.      Allir sem taka þátt í eða tengjast meðhöndlun umsókna um faggildingu eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 56. Lög um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006:
  1. Í stað 6. og 7. málsl. 3. mgr. 5. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Á nefndarmönnum hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
  2. 4. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
  3.      Á stjórnarmönnum hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
  4. 4. mgr. 8. gr. laganna orðast svo:
  5.      Á stjórnarmönnum hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 57. Lög um vinnumarkaðsaðgerðir, nr. 55/2006: 4. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:
 58.      Á stjórnarmönnum hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 59. Lög um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn, nr. 91/2006: 22. gr. laganna orðast svo:
 60.      Þeir sem starfa af hálfu stjórnvalda að framkvæmd laga þessara og þeir sem Neytendastofa hefur veitt umboð til að framkvæma eftirlit á grundvelli laganna eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 61. Lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn, nr. 26/2007: 2. mgr. 4. gr. laganna orðast svo:
 62.      Nefndarmenn og starfsmenn nefndarinnar eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 63. Lög um útsenda starfsmenn og skyldur erlendra þjónustuveitenda, nr. 45/2007: 2. málsl. 9. mgr. 13. gr. laganna orðast svo: Starfsmenn Vinnumálastofnunar eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga hvað varðar upplýsingar um mál sem stofnunin hefur til meðferðar á grundvelli laga þessara, sbr. þó 5. mgr., og helst þagnarskylda þeirra eftir að þeir hætta störfum hjá stofnuninni.
 64. Lög um almannatryggingar, nr. 100/2007: 1. mgr. 46. gr. laganna orðast svo:
 65.      Á starfsfólki Tryggingastofnunar og umboðsskrifstofa hennar, svo og starfsfólki sjúkratryggingastofnunarinnar, hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 66. Lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð, nr. 163/2007: 11. gr. laganna orðast svo:
 67.      Á starfsfólki Hagstofunnar hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 68. Lög um sértryggð skuldabréf, nr. 11/2008: 1. málsl. 2. mgr. 23. gr. laganna orðast svo: Á skoðunarmanni hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga gagnvart öðrum en Fjármálaeftirlitinu.
 69. Varnarmálalög, nr. 34/2008: 22. gr. laganna orðast svo:
 70.      Á starfsmönnum stofnana, verktaka og annarra aðila sem vinna við einstök verkefni samkvæmt lögum þessum hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 71. Lög um samræmda neyðarsvörun, nr. 40/2008: 1. málsl. 7. gr. laganna orðast svo: Starfsfólk vaktstöðvar samræmdrar neyðarsvörunar er bundið þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 72. Lög um fiskeldi, nr. 71/2008: 4. málsl. 3. mgr. 14. gr. laganna orðast svo: Um þagnarskylduna gilda ákvæði X. kafla stjórnsýslulaga og skal brot á þeim varða refsingu skv. XIV. kafla almennra hegningarlaga.
 73. Lög um almannavarnir, nr. 82/2008: 2. mgr. 30. gr. laganna orðast svo:
 74.      Nefndarmenn rannsóknarnefndar almannavarna og starfsmenn hennar eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 75. Lög um meðferð sakamála, nr. 88/2008: 1. málsl. 4. mgr. 18. gr. laganna orðast svo: Ákærendur eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 76. Lög um leikskóla, nr. 90/2008: 1. mgr. 8. gr. laganna orðast svo:
 77.      Á starfsfólki leikskóla hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 78. Lög um grunnskóla, nr. 91/2008: Í stað 1. og 2. málsl. 2. mgr. 12. gr. laganna kemur nýr málsliður sem orðast svo: Á starfsfólki grunnskóla hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 79. Lög um sjúkratryggingar, nr. 112/2008: Í stað 1. og 2. málsl. 51. gr. laganna kemur nýr málsliður sem orðast svo: Á starfsfólki sjúkratryggingastofnunarinnar og umboðsskrifstofa hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 80. Lög um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, nr. 121/2008: Í stað 2. og 3. málsl. 3. mgr. 7. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Á þeim hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 81. Lög um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, nr. 160/2008: 8. gr. laganna orðast svo:
 82.      Á starfsfólki stofnunarinnar hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 83. Lög um eftirlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu, nr. 58/2010: Í stað 1. og 2. málsl. 10. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Á starfsmönnum ráðuneytisins og þeim aðilum sem það tilnefnir skv. 8. gr. hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 84. Lög um umboðsmann skuldara, nr. 100/2010: 4. gr. laganna orðast svo:
 85.      Á umboðsmanni skuldara og starfsmönnum stofnunarinnar hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 86. Lög um mannvirki, nr. 160/2010: 1. mgr. 63. gr. laganna orðast svo:
 87.      Eftirlitsaðilar og aðrir sem starfa samkvæmt ákvæðum laga þessara og reglugerða settra samkvæmt þeim eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 88. Lög um fjölmiðla, nr. 38/2011:
  1. 1. málsl. 4. mgr. 11. gr. laganna orðast svo: Nefndarmenn, varamenn og starfsmenn fjölmiðlanefndar eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
  2. 6. mgr. 23. gr. laganna orðast svo:
  3.      Skoðunarstofa og starfsmenn hennar eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga við framkvæmd verkefnisins skv. 5. mgr.
 89. Lög um rannsóknarnefndir, nr. 68/2011: 1. málsl. 1. mgr. 11. gr. laganna orðast svo: Á nefndarmönnum og öðrum er vinna að rannsókn hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 90. Lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011: 1. málsl. 20. gr. laganna orðast svo: Á réttindagæslumönnum og persónulegum talsmönnum fatlaðs fólks hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 91. Sveitarstjórnarlög, nr. 138/2011:
  1. 4. mgr. 28. gr. laganna orðast svo:
  2.      Sveitarstjórnarmenn skulu gæta trúnaðar um það sem þeir verða áskynja í starfi sínu og leynt á að fara samkvæmt ákvæðum X. kafla stjórnsýslulaga.
  3. 2. mgr. 57. gr. laganna orðast svo:
  4.      Starfsmenn sveitarfélaga og aðrir sem sveitarfélög ráða til vinnu við ákveðin verkefni eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt ákvæðum X. kafla stjórnsýslulaga.
 92. Lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, nr. 60/2012: 1. mgr. 19. gr. laganna orðast svo:
 93.      Á stjórnarmönnum, framkvæmdastjórum og öðrum starfsmönnum sem starfa á vegum starfsendurhæfingarsjóðs hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Sama gildir um endurskoðendur sjóðsins. Þagnarskyldan tekur m.a. til heilsufars þeirra sem leita til starfsendurhæfingarsjóðsins, svo sem um ástand þeirra, sjúkdómsgreiningu, horfur og meðferð. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.
 94. Lög um loftslagsmál, nr. 70/2012: 1. mgr. 38. gr. laganna orðast svo:
 95.      Um þagnarskyldu starfsfólks Umhverfisstofnunar og annarra stjórnvalda og stofnana sem sinna verkefnum samkvæmt lögum þessum fer samkvæmt ákvæðum X. kafla stjórnsýslulaga.
 96. Lög um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012: 1. mgr. 19. gr. laganna orðast svo:
 97.      Á starfsmönnum Samgöngustofu hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 98. Lög um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála, nr. 120/2012: 1. mgr. 16. gr. laganna orðast svo:
 99.      Á starfsmönnum Vegagerðarinnar hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Sama gildir um sjálfstæða sérfræðinga sem starfa á vegum Vegagerðarinnar.
 100. Upplýsingalög, nr. 140/2012: 3. mgr. 21. gr. laganna orðast svo:
 101.      Nefndarmenn eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Sama gildir um þá sem nefndin kann að kveðja sér til aðstoðar.
 102. Lög um rannsókn samgönguslysa, nr. 18/2013: 1. mgr. 9. gr. laganna orðast svo:
 103.      Þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga hvílir á nefndarmönnum rannsóknarnefndar samgönguslysa, starfsmönnum nefndarinnar og öðrum sem starfa í þágu hennar.
 104. Lög um fjármálastöðugleikaráð, nr. 66/2014: 3. mgr. 9. gr. laganna orðast svo:
 105.      Þeir sem sitja í fjármálastöðugleikaráði og kerfisáhættunefnd eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 106. Lög um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014: 21. gr. laganna orðast svo:
 107.      Á starfsmönnum opinberra skjalasafna hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 108. Lög um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu, nr. 130/2014: 2. mgr. 31. gr. laganna orðast svo:
 109.      Á eftirlitsaðilum hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 110. Lög um sölu fasteigna og skipa, nr. 70/2015: 6. mgr. 18. gr. laganna orðast svo:
 111.      Á nefndarmönnum og starfsmönnum nefndarinnar hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 112. Lög um úrskurðarnefnd velferðarmála, nr. 85/2015: 2. mgr. 4. gr. laganna orðast svo:
 113.      Á nefndarmönnum, starfsmönnum og ráðgjöfum nefndarinnar hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 114. Lög um fullnustu refsinga, nr. 15/2016: 1. málsl. 12. gr. laganna orðast svo: Á starfsmönnum Fangelsismálastofnunar, fangavörðum og öðrum sem starfa í fangelsum hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 115. Lög um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, nr. 37/2016: 15. gr. laganna orðast svo:
 116.      Á þeim sem annast framkvæmd laga þessara af hálfu stjórnvalda hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Þeim er bannað að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi að skýra frá því er þeir komast að í starfi sínu um hagi einstakra viðskiptamanna og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli málsins, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þó að starfsmenn þessir láti af starfi.
 117. Lög um húsnæðisbætur, nr. 75/2016: 7. gr. laganna orðast svo:
 118.      Á þeim sem annast framkvæmd laga þessara af hálfu stjórnvalda hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 119. Lög um þjóðaröryggisráð, nr. 98/2016:
  1. Á undan 1. mgr. 7. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  2.      Allir sem starfa á vegum þjóðaröryggisráðs eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
  3. Í stað orðanna „skv. 7. gr.“ í 2. mgr. 11. gr. laganna kemur: skv. 2. mgr. 7. gr.
 120. Lög um Matvælastofnun, nr. 30/2018: 4. mgr. 5. gr. laganna orðast svo:
 121.      Aðilar skv. 1. mgr. og starfsmenn þeirra eru bundnir þagnarskyldu skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 122. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018: 28. gr. laganna orðast svo:
 123.      Á þeim sem starfa samkvæmt lögum þessum af hálfu stjórnvalda hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
 124. Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018:
  1. 1. mgr. 36. gr. laganna orðast svo:
  2.      Á persónuverndarfulltrúa hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga.
  3. 1. mgr. 44. gr. laganna orðast svo:
  4.      Á stjórnarmönnum og starfsmönnum Persónuverndar hvílir þagnarskylda skv. X. kafla stjórnsýslulaga. Sama gildir um aðra sem vinna verkefni á vegum stofnunarinnar.


Samþykkt á Alþingi 11. júní 2019.