Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Athugið að þetta er ekki nýjasta útgáfa lagasafns.
Lagasafn. Íslensk lög 29. febrúar 2024. Útgáfa 153c. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki
2010 nr. 155 27. desember
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 30. desember 2010. Breytt með: L. 73/2011 (tóku gildi 28. júní 2011 nema 2. og 5. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2012; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 13. gr.). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011). L. 164/2011 (tóku gildi 30. des. 2011 nema 1.–2., 4.–5., 7., 15.–21., 24.–27., 29.–30. og 34.–39. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2012; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 40. gr.). L. 139/2013 (tóku gildi 31. des. 2013 nema 1.–2., 9., 13.–14., 16.–17., 22. og 27.–29. gr. sem tóku gildi 1. jan. 2014; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 30. gr.). L. 107/2015 (tóku gildi 6. nóv. 2015; komu til framkvæmda skv. fyrirmælum í 6. gr.). L. 42/2016 (tóku gildi 3. júní 2016). L. 131/2019 (tóku gildi 1. jan. 2020). L. 25/2020 (tóku gildi 1. apríl 2020). L. 70/2021 (tóku gildi 29. júní 2021).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við fjármála- og efnahagsráðherra eða fjármála- og efnahagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.
1. gr. Markmið.
Markmið þessara laga er tvíþætt, annars vegar að afla ríkinu tekna til að mæta þeim mikla kostnaði sem fallið hefur á ríkissjóð vegna hruns íslenska fjármálakerfisins, hins vegar að draga úr áhættusækni fjármálafyrirtækja með því að leggja sérstakan skatt á skuldir þeirra vegna þeirrar kerfisáhættu með tilheyrandi kostnaði sem áhættusöm starfsemi þeirra getur haft í för með sér fyrir þjóðarbúið.
2. gr. Skattskyldir aðilar.
Skylda til að greiða sérstakan skatt, eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum, hvílir á fjármálafyrirtækjum, sem hafa fengið starfsleyfi sem viðskiptabanki, sparisjóður eða lánafyrirtæki, og öðrum aðilum sem hafa fengið leyfi til að taka við innlánum. Skattskylda þessi tekur einnig til útibúa erlendra fjármálafyrirtækja sem taka við innlánum eða hafa sambærilegar starfsheimildir og viðskiptabanki, sparisjóður eða lánafyrirtæki. [Skattskylda þessi tekur einnig til aðila sem sætir slitameðferð, sbr. 101. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, þ.m.t. lögaðila sem héraðsdómur hefur úrskurðað að skuli tekinn til gjaldþrotaskipta.] 1)
Undanþegnir skattálagningu samkvæmt lögum þessum eru:
a. fyrirtæki sem eru stofnuð samkvæmt sérstökum lögum til að vera eign opinberra aðila að öllu leyti nema annars sé getið í þeim lögum,
b. [lögaðilar sem áður störfuðu sem viðskiptabankar eða sparisjóðir, sbr. 4. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, en hafa fengið frumvarp að nauðasamningi samþykkt á fundi sem boðaður hefur verið á grundvelli 2. málsl. 3. mgr. 103. gr. a laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og lagt fram skriflega kröfu um staðfestingu nauðasamnings fyrir héraðsdómara skv. IX. kafla laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl.] 2)
1)L. 139/2013, 18. gr. 2)L. 107/2015, 3. gr.
3. gr. Skattstofn.
Stofn til sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki er heildarskuldir skattskylds aðila [skv. 2. gr. umfram 50 milljarða kr.] 1) í lok tekjuárs.
Heildarskuldir skv. 1. mgr. eru skuldir, sbr. 75. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, eins og þær eru tilgreindar á skattframtali fjármálafyrirtækja samkvæmt þeim lögum.
Óheimilt er að fella saman eignir og skuldir innan einstakra liða eða flokka við útreikning á skattstofni.
[Skattstofn aðila sem fellur undir 3. málsl. 1. mgr. 2. gr. er samtala viðurkenndra krafna umfram 50 milljarða kr. í bú hans í lok ársins á undan álagningarári.] 1)
1)L. 139/2013, 19. gr.
4. gr. Gjaldhlutfall.
Gjaldhlutfall sérstaks skatts á fjármálafyrirtæki er [0,145%]. 1)
1)L. 131/2019, 1. gr.
5. gr. Álagning, eftirlit, kærur, innheimta og viðurlög.
Að öðru leyti en greinir í þessum lögum fer um álagningu, eftirlit, kærur og innheimtu skatts samkvæmt ákvæðum laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sbr. IX.–XIV. kafla þeirra laga. Varðandi viðurlög er sérstaklega vísað til XII. kafla laganna.
6. gr. Álagður skattur.
Skattur samkvæmt lögum þessum telst ekki rekstrarkostnaður skv. 31. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
[6. gr. a.
Skattkrafa á grundvelli laga þessara skal njóta rétthæðar skv. 3. tölul. 110. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., við slitameðferð eða gjaldþrotaskipti sama aðila.] 1)
1)L. 139/2013, 21. gr.
7. gr. Reglugerðarheimild.
[Ráðherra] 1) er heimilt að mæla nánar fyrir um framkvæmd laga þessara í reglugerð.
1)L. 126/2011, 537. gr.
8. gr. Gildistaka.
Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda 2011 vegna tekjuársins 2010 og skulda í lok þess árs. Lög þessi skulu koma til endurskoðunar innan eins árs frá gildistöku þeirra.
[Ákvæði til bráðabirgða.
I.
[Við álagningu opinberra gjalda árin 2012 og 2013 skal til viðbótar við sérstakan skatt samkvæmt lögunum greiða 0,0875% af skattstofni eins og hann er ákvarðaður í 3. gr. Gjalddagi viðbótarskattsins er 1. nóvember 2012 og 2013. Greiða skal fyrir fram upp í álagðan viðbótarskatt 1. nóvember 2011 og 2012 og miðast sú greiðsla við skattstofn eins og hann var í árslok 2010 og 2011 og það skatthlutfall sem kveðið er á um samkvæmt ákvæði þessu.] 1)] 2)
1)L. 164/2011, 23. gr. 2)L. 73/2011, 11. gr.
[II.
Heimilt er að draga frá skattstofni skv. 3. gr. skuldir skattskylds aðila sem nemur heildarfjárhæð bindingarfjárhæða [skv. 4. gr. laga um gjaldeyrismál]. 1)] 2)
1)L. 70/2021, 27. gr. 2)L. 42/2016, 7. gr.
[III. …1)]2) 1)L. 25/2020, 12. gr. 2)L. 131/2019, 2. gr.