Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 608, 140. löggjafarþing 195. mál: ráðstafanir í ríkisfjármálum (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 164 23. desember 2011.

Lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum (aðgerðir í skattamálum, verðlagsbreytingar o.fl.).


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. Í stað „3,81%“ í 1. mgr. kemur: 2,45%.
 2. Í stað „4,54%“ í 3. mgr. kemur: 4,99%.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 3. gr. laganna:
 1. 2. tölul. fellur brott.
 2. Í stað „1,08%“ í 5. tölul. kemur: 1,28%.


II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 88/2003, um Ábyrgðasjóð launa, með síðari breytingum.

3. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 23. gr. skal ábyrgðargjald vera 0,3% af gjaldstofni á árunum 2012, 2013 og 2014.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 66. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „2.400.000 kr.“ í 1. tölul. kemur: 2.760.000 kr.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „5.400.000 kr.“ í 2. tölul. kemur: 5.692.400 kr.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „7.800.000 kr.“ í 3. tölul. kemur: 8.452.400 kr.
 4. Í stað fjárhæðanna „7.800.000 kr.“ tvívegis og „2.700.000 kr.“ í 4. tölul. kemur: 8.452.400 kr.; og: 2.846.200 kr.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. A-liðar 67. gr. laganna:
 1. Við 1. málsl. bætist: og því, sem þá kann að vera óráðstafað, til greiðslu auðlegðarskatts hans á álagningarárinu.
 2. Við 3. málsl. bætist: og því, sem þá kann að vera óráðstafað, til greiðslu auðlegðarskatts hans á álagningarárinu.
 3. Í stað „18/37 “ í 4. málsl. kemur: 20/37.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 68. gr. laganna:
 1. Á eftir 1. málsl. 8. mgr. A-liðar kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Barnabætur sem eru ákvarðaðar lægri en 2.000 kr. á hvern framfæranda á grundvelli skattframtals falla niður.
 2. Á eftir orðinu „skattframtali“ í 1. mgr. B-liðar kemur: skv. 1. mgr. 90. gr.


7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. tölul. 70. gr. laganna:
 1. Í stað „20%“ í a-lið kemur: 10%.
 2. Í stað „18%“ í b-lið kemur: 10%.


8. gr.

     Í stað orðanna „og 2011“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXVI í lögunum kemur: 2011 og 2012.

9. gr.

     Í stað orðanna „og 2011“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXVII í lögunum kemur: 2011 og 2012.

10. gr.

     Í stað orðanna „árinu 2011“ í ákvæði til bráðabirgða XXXVIII í lögunum kemur: árunum 2011 og 2012.

11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XXXIX í lögunum:
 1. Í stað orðanna „áranna 2010 og 2011 við álagningu 2011 og 2012“ í 1. málsl. kemur: ársins 2010 við álagningu 2011.
 2. Í stað orðanna „áranna 2010 og 2011 skal endurreikna við álagningu opinberra gjalda 2012 og 2013“ í 4. málsl. kemur: ársins 2010 skal endurreikna við álagningu opinberra gjalda 2012.
 3. Orðin „og 2013“ í 5. málsl. falla brott.


12. gr.

     Í stað orðanna „og 2011“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XLIV í lögunum kemur: 2011 og 2012.

13. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða XLVI í lögunum fellur brott.

14. gr.

     Við lögin bætast þrjú ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     
     a. (I.)
     Þrátt fyrir ákvæði til bráðabirgða XXXIII og XXXIX skal haga álagningu auðlegðarskatts við álagningu opinberra gjalda á árunum 2012, 2013 og 2014 með eftirfarandi hætti: Á framtalsskyldar eignir skv. 72. gr. í lok áranna 2011, 2012 og 2013 skal við álagningu 2012, 2013 og 2014 leggja auðlegðarskatt sem hér segir á menn sem eru skattskyldir skv. 1. gr. og 4.–9. tölul. 1. mgr. 3. gr.:
 1. Frá eignum, sbr. 73. gr., skal draga skuldir skattaðila. Með skuldum í þessu sambandi teljast áfallnar verðbætur á höfuðstól þeirra sem miðast við vísitölu í janúar á næsta ári eftir lok reikningsárs. Skuldir í erlendum verðmæli skal telja á sölugengi í árslok. Til skulda teljast öll opinber gjöld er varða viðkomandi reikningsár, þó ekki þau gjöld sem eru lögð á tekjur eða hreina eign á næsta ári eftir lok reikningsárs. Frá eignum aðila sem um ræðir í 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. má einungis draga skuldir sem beint eru tengdar starfsemi þeirra hér á landi. Frá eignum aðila sem um ræðir í 5.–9. tölul. 1. mgr. 3. gr. má einungis draga skuldir sem á eignum þessum hvíla.
 2. Þrátt fyrir ákvæði 5. tölul. 73. gr. skulu lögaðilar telja fram hlutdeild sína í öðrum félögum á markaðsverði ef um er að ræða félög sem eru skráð í kauphöll eða á skipulögðum tilboðsmarkaði en annars hlutdeild sína í skattalegu bókfærðu eigin fé viðkomandi lögaðila í stað nafnverðs, svo sem eignarhlutdeild sína í félögum skv. 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. á sama hátt.
 3.      Við ákvörðun auðlegðarskattsstofns skal telja hlutabréf í félögum sem eru skráð í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði fram á markaðsvirði í árslok. Sá sem á hlut í lögaðila sem ekki er skráður í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði skal telja fram til auðlegðarskattsstofns hlutdeild sína í skattalegu bókfærðu eigin fé félagsins eins og það er talið fram í skattframtali félagsins fyrir rekstrarárin 2011 og 2012. Þann hluta virðis eignarhluta í lögaðila sem reiknað er á framangreindan hátt sem umfram er nafnverð eða stofnverð í árslok 2011 og 2012 skal telja fram í skattframtali 2013 og 2014 vegna þessarar viðbótareignar.
 4. Auðlegðarskattsstofn eru þær eignir sem eftir verða þegar frá verðmæti eigna skv. 73. gr., sbr. a- og b-lið, hafa verið dregnar fjárhæðir skulda svo sem þær hafa verið ákvarðaðar í samræmi við fyrrnefnt ákvæði a-liðar. Auðlegðarskattsstofn skal ákvarða í heilum tugum króna og sleppa því sem umfram er.
 5. Auðlegðarskatt skal miða við auðlegðarskattsstofn skattaðila í árslok.
 6. Hjón sem samvistum eru, sbr. 5. gr., skulu telja saman allar eignir sínar og skuldir og skiptir ekki máli þótt um sé að ræða séreign eða skuldir tengdar henni. Auðlegðarskattsstofni skal skipta að jöfnu milli þeirra og reikna auðlegðarskatt af hvorum helmingi fyrir sig skv. h-lið. Sama gildir um sambúðaraðila, sbr. 3. mgr. 62. gr. Auðlegðarskattsálagningu eftirlifandi maka eða sambúðaraðila, sbr. 3. mgr. 62. gr., sem situr í óskiptu búi skal hagað á sama hátt og um hjón væri að ræða í mest fimm ár frá andlátsári hins látna, þó ekki fram yfir gildistíma þessa ákvæðis, enda hafi viðkomandi ekki hafið sambúð að nýju.
 7. Heimilt er ríkisskattstjóra að taka til greina umsókn manns um lækkun auðlegðarskattsstofns hans þegar svo stendur á sem í 1. tölul. 1. mgr. 65. gr. greinir, enda hafi gjaldþol mannsins skerst verulega af þeim ástæðum.
 8. Eignir barns, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sbr. 6. gr., teljast með eignum foreldra eða hjá þeim manni sem nýtur barnabóta vegna barnsins, sbr. A-lið 68. gr. Gilda ákvæði 78. gr. einnig um þar greindar eignir barns. Ríkisskattstjóri má taka til greina umsókn framfæranda barns um að eignir barns, sem misst hefur annað foreldri sitt eða bæði og hefur ekki verið ættleitt, skuli skattlagðar hjá barninu sjálfu í samræmi við ákvæði h-liðar.
 9. Auðlegðarskattur manna reiknast þannig:
  1. Af auðlegðarskattsstofni einstaklings að 75.000.000 kr. og samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna að 100.000.000 kr. greiðist enginn skattur.
  2. Af auðlegðarskattsstofni yfir 75.000.000 kr. að 150.000.000 kr. hjá einstaklingi og yfir 100.000.000 kr. að 200.000.000 kr. af samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna greiðast 1,5%.
  3. Af því sem umfram er 150.000.000 kr. hjá einstaklingi og 200.000.000 kr. af samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna greiðast 2%.
  4.      Auðlegðarskattsstofn vegna stöðu eigna í árslok 2011 og 2012 skal endurreikna við álagningu opinberra gjalda 2013 og 2014 með tilliti til viðbótareignar skv. b-lið. Sá mismunur sem myndast við þann endurreikning og er umfram viðmiðunarmörk 1.–3. tölul. skal skattlagður við álagningu opinberra gjalda framangreindra ára. Álagning vegna endurreiknings á eignir lögaðila í árslok 2010 skal fara fram við álagningu 2012 í samræmi við ákvæði til bráðabirgða XXXIX.
 10. Allir þeir sem hafa auðlegðarskattsstofn sem er umfram þær fjárhæðir sem tilgreindar eru í h-lið skulu gera grein fyrir honum í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.

     
     b. (II.)
     Þrátt fyrir 5. tölul. 1. mgr. 66. gr. skulu fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns skv. 1.–4. tölul. ekki taka breytingum í upphafi ársins 2012, í réttu hlutfalli við hækkun á launavísitölu frá upphafi til loka næstliðins tólf mánaða tímabils, eins og þar er kveðið á um.
     
     c. (III.)
     Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 4. og 5. tölul. A-liðar 30. gr. skal heimilaður frádráttur frá tekjum manna, á árunum 2012–2014, vera allt að 2% af iðgjaldsstofni samkvæmt ákvörðun sjóðfélaga vegna iðgjalda sem greidd eru til lífeyrissjóða til aukningar lífeyrisréttinda, til aðila skv. 3. mgr. 8. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, eða til starfstengdra eftirlaunasjóða samkvæmt lögum um starfstengda eftirlaunasjóði. Þeir sem annast iðgjaldaskil samkvæmt samningum um viðbótartryggingavernd og séreignarsparnað á tímabilinu 2012–2014 skulu þrátt fyrir ákvæði umræddra samninga draga að hámarki 2% af iðgjaldsstofni rétthafa nema hann óski sérstaklega eftir því að hlutfall iðgjalds verði hærra.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 129/2009, um umhverfis- og auðlindaskatta, með síðari breytingum.

15. gr.

     Í stað fjárhæðanna „4,35 kr.“, „3,80 kr.“ og „5,35 kr.“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: 5,75 kr.; 5,00 kr.; og: 7,10 kr.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

16. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „23,86 kr.“ í 14. gr. laganna kemur: 24,46 kr.

17. gr.

     Í stað fjárhæðanna „38,55 kr.“ og „40,85 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna kemur: 39,51 kr.; og: 41,87 kr.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, með síðari breytingum.

18. gr.

     Í stað orðanna „gas- og dísilolíu sem flokkast í tollskrárnúmer 2710.1930“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: gas-, dísil- og steinolíu sem flokkast í tollskrárnúmerin 2710.1911, 2710.1912, 2710.1919 og 2710.1930.

19. gr.

     Í stað orðanna „gas- og dísilolíu“ í 1. og 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: gas-, dísil- og steinolíu.

20. gr.

     Við 10. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: olía sem er seld á loftför.

21. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
 1. 4. mgr. orðast svo:
 2.      Kílómetragjald af gjaldskyldum bifreiðum skv. 1. tölul. 1. mgr., sbr. 3. tölul., skal vera sem hér segir:
  Leyfð heildarþyngd Kílómetra- Leyfð heildarþyngd Kílómetra-
  ökutækis, kg gjald, kr. ökutækis, kg gjald, kr.
  10.000–11.000 0,28 21.001–22.000 6,78
  11.001–12.000 0,87 22.001–23.000 7,37
  12.001–13.000 1,46 23.001–24.000 7,96
  13.001–14.000 2,06 24.001–25.000 8,54
  14.001–15.000 2,65 25.001–26.000 9,13
  15.001–16.000 3,24 26.001–27.000 9,73
  16.001–17.000 3,83 27.001–28.000 10,32
  17.001–18.000 4,41 28.001–29.000 10,91
  18.001–19.000 5,00 29.001–30.000 11,50
  19.001–20.000 5,59 30.001–31.000 12,09
  20.001–21.000 6,19 31.001 og yfir 12,68

 3. 6. mgr. orðast svo:
 4.      Sérstakt kílómetragjald af gjaldskyldum ökutækjum skv. 2. mgr. skal vera sem hér segir:
  Leyfð heildarþyngd Kílómetra- Leyfð heildarþyngd Kílómetra-
  ökutækis, kg gjald, kr. ökutækis, kg gjald, kr.
  5.000–6.000 8,31 18.001–19.000 21,94
  6.001–7.000 8,99 19.001–20.000 22,93
  7.001–8.000 9,68 20.001–21.000 23,94
  8.001–9.000 10,37 21.001–22.000 24,93
  9.001–10.000 11,04 22.001–23.000 25,92
  10.001–11.000 12,02 23.001–24.000 26,91
  11.001–12.000 13,31 24.001–25.000 27,91
  12.001–13.000 14,58 25.001–26.000 28,90
  13.001–14.000 15,85 26.001–27.000 29,89
  14.001–15.000 17,13 27.001–28.000 30,89
  15.001–16.000 18,40 28.001–29.000 31,89
  16.001–17.000 19,67 29.001–30.000 32,88
  17.001–18.000 20,96 30.001–31.000 33,86
  31.001 og yfir 34,8722. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Ef ekki er komið með ökutæki til álestrar á öðru álestrartímabili ársins 2011, sem stendur frá 1. til 15. desember 2011, sbr. 1. mgr. 14. gr., skal reikna út meðaltal ekinna kílómetra á dag á tímabilinu milli álestra. Þá skal hið nýja gjald innheimt eftir meðaltalsakstri eftir 1. janúar 2012.
     Við ákvörðun kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds skv. 13. gr. á álestrartímabilinu 1. júní til 15. júní 2012 skal ríkisskattstjóri deila eknum kílómetrum frá fyrri álestri með dagafjölda sama tímabils og reikna kílómetragjald af hverjum eknum kílómetra miðað við fjölda gjaldskyldra daga fyrir 1. janúar 2012 og fjölda gjaldskyldra daga eftir 1. janúar 2012.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 155/2010, um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum.

23. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða í lögunum orðast svo:
     Við álagningu opinberra gjalda árin 2012 og 2013 skal til viðbótar við sérstakan skatt samkvæmt lögunum greiða 0,0875% af skattstofni eins og hann er ákvarðaður í 3. gr. Gjalddagi viðbótarskattsins er 1. nóvember 2012 og 2013. Greiða skal fyrir fram upp í álagðan viðbótarskatt 1. nóvember 2011 og 2012 og miðast sú greiðsla við skattstofn eins og hann var í árslok 2010 og 2011 og það skatthlutfall sem kveðið er á um samkvæmt ákvæði þessu.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.

24. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 3. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „86,90 kr.“ í 1. tölul. kemur: 91,33 kr.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „78,15 kr.“ í 2. tölul. kemur: 82,14 kr.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „101,74 kr.“ í 3. tölul. kemur: 106,93 kr.


25. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 9. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „347,90 kr.“ í 1. tölul. kemur: 365,64 kr.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „4,12 kr.“ í 2. tölul. kemur: 7,21 kr.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „12,45 kr.“ í 3. tölul. kemur: 13,08 kr.


26. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „437,00 kr.“ í 1. tölul. kemur: 459,29 kr.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „21,85 kr.“ í 2. tölul. kemur: 22,96 kr.


IX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum.

27. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðanna „5.000 kr.“ og „120 kr.“ í 2. mgr. kemur: 5.255 kr.; og: 126 kr.
 2. Í stað fjárhæðanna „46.880 kr.“, „2 kr.“ og „73.800 kr.“ í 4. mgr. kemur: 49.229 kr.; 2,10 kr.; og: 77.495 kr.


X. KAFLI
Breyting á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.

28. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „8.700 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 9.182 kr.

XI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 6/2007, um Ríkisútvarpið ohf., með síðari breytingum.

29. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „17.900 kr.“ í 4. málsl. 1. tölul. 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: 18.800 kr.

XII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 91/1987, um sóknargjöld o.fl., með síðari breytingum.

30. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laganna, með síðari breytingum, skal gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga vera 701 kr. á mánuði árið 2012 fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, með síðari breytingum.

31. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði laganna skal skuldbinding ríkisins skv. 60. gr. á árinu 2012 samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar vera 1.298 millj. kr. á árinu 2012. Framlag til Kristnisjóðs skal vera 74 millj. kr. á árinu 2012.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 36/1978, um stimpilgjald, með síðari breytingum.

32. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „31. desember 2011“ í ákvæðum til bráðabirgða II, III, V og VI í lögunum kemur: 31. desember 2012.

XV. KAFLI
Brottfall laga nr. 86/2007, um skattlagningu kaupskipaútgerðar, með síðari breytingum.

33. gr.

      Lög nr. 86/2007, um skattlagningu kaupskipaútgerðar, með síðari breytingum, falla brott.

XVI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 87/2011, um gistináttaskatt.

34. gr.

     3. gr. laganna orðast svo:
     Ekki skal leggja gistináttaskatt á sölu gistingar sem ekki ber virðisaukaskatt samkvæmt lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

35. gr.

     2. mgr. 4. gr. laganna fellur brott.

36. gr.

     1. málsl. 2. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: Uppgjörstímabil gistináttaskatts skulu vera þau sömu og uppgjörstímabil virðisaukaskatts hjá skattaðila, sbr. 24. og 31. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

37. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Lokamálsliður 5. mgr. 6. gr., 2. mgr. 23. gr. a og 4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VIII skulu ekki gilda á árinu 2012. Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. skal rannsóknasjóður til að auka verðmæti sjávarfangs fá 30 millj. kr. framlag til ráðstöfunar á árinu 2012 af tekjum vegna aflaheimilda skv. 5. mgr. 6. gr. og 4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VIII.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum.

38. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða VIII í lögunum:
 1. Í stað orðanna „1. október 2011 fram til 1. júlí 2012“ í 1. mgr. kemur: 1. janúar 2012 til 1. október 2012.
 2. Í stað dagsetningarinnar „1. október 2011“ í 2. og 3. mgr. kemur: 1. janúar 2012.


39. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „1. júlí 2012“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða IX í lögunum kemur: 1. október 2012.

XIX. KAFLI
Gildistaka.

40. gr.

     Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
 1. 1.–2., 4.–5., 24.–26. og 30. gr. öðlast gildi 1. janúar 2012 og koma til framkvæmda við staðgreiðslu opinberra gjalda 2012 og álagningu 2013.
 2. 3., 8.–14., 22.–23. og 31.–33. gr. öðlast þegar gildi. C-liður 14. gr. kemur til framkvæmda í staðgreiðslu tekjuáranna 2012–2014 og við álagningu 2013–2015.
 3. 6. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við ákvörðun barnabóta og vaxtabóta við álagningu opinberra gjalda á árinu 2012.
 4. 7. gr. öðlast gildi 1. janúar 2012 og kemur til framkvæmda við staðgreiðslu opinberra gjalda 2012.
 5. 15.–21., 27., 29. og 34.–39. gr. öðlast gildi 1. janúar 2012.
 6. 28. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2012 vegna tekna ársins 2011.


Samþykkt á Alþingi 17. desember 2011.