Lagasafn. Íslensk lög 1. febrúar 2023. Útgáfa 153a. Prenta í tveimur dálkum.
Lög um Veðurstofu Íslands
2008 nr. 70 11. júní
Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga.
Tóku gildi 1. janúar 2009. Breytt með: L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eða umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.


1)L. 126/2011, 482. gr.





1. að annast vöktun vegna náttúruvár og gefa út viðvaranir og spár um yfirvofandi hættu af völdum veðurs og veðurtengdra þátta, jarðskjálfta, eldgosa, hlaupa, vatnsflóða og ofanflóða;
2. að sjá um rekstur veðurfræðilegra grunnkerfa og annast veðurþjónustu, sbr. lög um veðurþjónustu;
3. að annast almennar kerfisbundnar vatnamælingar í ám, stöðuvötnum, lónum, strandlónum, strandsjó og grunnvatni, þ.m.t. mælingar á rennsli, vatnshæð, vatnshita, aurburði og öðrum eðlis- og efnafræðilegum eiginleikum vatns;
4. að annast mælingar á snjóalögum og jöklabúskap og kortlagningu á ísalögum fallvatna og stöðuvatna;
5. að annast mælingar á hvers kyns jarðhræringum, jarðspennu, kvikuhreyfingum og hægum jarðskorpuhreyfingum, auk þess að safna upplýsingum um eldgos og öskufall;
6. að gera athuganir og mælingar á mengun í lofti, úrkomu og vatni;
7. að annast langtímarannsóknir á vatnsauðlindinni, eðli hennar og skilyrðum til nýtingar samkvæmt samningi við viðeigandi stjórnvöld;
8. að annast skráningu, varðveislu og miðlun gagna á starfssviði stofnunarinnar;
9. að kortleggja veðurfar landsins og fylgjast með loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á þá þætti náttúrunnar sem stofnunin á að vakta;
10. að kortleggja stöðuvötn og vatnsfarvegi landsins og gera vatnafars- og flóðakort;
11. að kortleggja jarðskjálftavirkni landsins og fylgjast með breytingum á jarðskjálftavirkni;
12. að sinna verkefnum á sviði ofanflóðavarna, sbr. lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum;
13. að vinna hættumat vegna náttúruhamfara að beiðni almannavarnayfirvalda eða annarra stjórnvalda;
14. að vinna að rannsóknum á starfssviðum stofnunarinnar er hafi það að höfuðmarkmiði að auka þekkingu á ýmsum eðlisþáttum lofts, láðs og lagar, auka þekkingu á vatnafari, veðurfari og jarðskjálftavirkni landsins, bæta þjónustuna og auka hæfni stofnunarinnar til að láta í té upplýsingar í þágu atvinnulífs, öryggismála, sjálfbærrar nýtingar auðlinda og annarra þarfa landsmanna;
15. að annast samskipti við Alþjóðaveðurfræðistofnunina og önnur milliríkjasamskipti innan verkahrings stofnunarinnar;
16. að vera ráðuneytinu og öðrum stjórnvöldum til ráðgjafar um málefni á verksviði stofnunarinnar;
17. önnur verkefni sem ráðherra felur stofnuninni sérstaklega.












1. Starfsmönnum vatnamælinga Orkustofnunar og Veðurstofu Íslands sem eru í starfi við gildistöku laga þessara skal boðið starf hjá hinni nýju stofnun með sömu ráðningarkjörum og áður giltu. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, gilda ekki um störf sem ráðið er í samkvæmt þessum tölulið.
2. Þrátt fyrir ákvæði 6. gr. skal forstjóri Veðurstofu Íslands skipaður frá 1. ágúst 2008 og skal hann frá þeim tíma vinna að undirbúningi gildistöku laga þessara í samráði við umhverfisráðherra.
3. Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 4. gr. hefur Veðurstofa Íslands frest til 1. júní 2011 til að kostnaðargreina að fullu alla starfsemi stofnunarinnar.