3. fundur
framtíðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. nóvember 2022 kl. 11:30


Mætt:

Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG), kl. 11:30
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 11:30
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 11:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 11:30
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 11:30

Halldóra Mogensen, Logi Einarsson, Sigmar Guðmundsson og Steinunn Þóra Árnadóttir boðuðu forföll.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Hildur Sverrisdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Anna Sigurborg Ólafsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Fundargerðir 1. og 2. fundar 153. löggjafarþings voru samþykktar.

2) Heimsþing framtíðarnefnda þjóðþinga Kl. 13:06
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, varaformaður, greindi frá ferð fulltrúa framtíðarnefndar á Heimsþing framtíðarnefnda þjóðþinga sem haldið var 12.-13. október í Helsinki.

3) Fjárhagsáætlun 2023 Kl. 13:08
Nefndarritari fór yfir verkefni framtíðarnefndar í fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 sem samþykkt var á fundi forsætisnefndar 14. nóvember sl.

4) Starfsáætlun framtíðarnefndar á 153. þingi Kl. 13:20
Nefndarritari fór yfir stöðu mála í starfsáætlun framtíðarnefndar fyrir 153. þing.

5) Önnur mál Kl. 13:20
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir sem stýrði fundinum lagði áherslu á að fundarmenn sem ekki eiga heimangengt boði staðgengla á fund framtíðarnefndar þannig að fundir séu ályktunarbærir.

Fundi slitið kl. 13:00