13. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 1. nóvember 2019 kl. 13:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 13:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 13:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 13:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 13:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 13:00

Guðmundur Ingi Kristinsson boðaði forföll.
Anna Kolbrún Árnadóttir vék af fundi kl. 14:26 og Bergþór Ólason mætti í hennar stað.
Þórarinn Ingi Pétursson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir viku af fundi kl. 14:45.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerðir 10., 11. og 12. fundar samþykktar.

2) 102. mál - framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020--2023 Kl. 13:04
Á fund nefndarinnar mættu frá forsætisráðuneytinu Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifstofustjóri og Þórdís Hadda Yngvarsdóttir, sérfræðingur. Þær kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 183. mál - heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 Kl. 13:32
Á fund nefndarinnar mættu frá forsætisráðuneytinu Páll Þórhallsson og Ágúst Geir Ágústsson skrifstofustjórar. Þeir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mætti á fund nefndarinnar Arnar Þór Stefánsson lögmaður Kristjáns Viðars Júlíussonar. Hann gerði grein fyrir umsögn sinni og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum mætti á fund nefndarinnar Andri Árnason settur ríkislögmaður. Hann gerði grein fyrir málinu og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 14:52
Nefndin fjallaði um gestakomur.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:00