66. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 7. maí 2020 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:20
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 65. fundar var samþykkt.

2) 643. mál - forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021--2025 Kl. 09:05
Nefndin ræddi við Halldóru Dýrleifar Gunnarsdóttur frá Reykjavíkurborg í gegnum fjarfundabúnað. Hún gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi jafnframt við Ægi Karl Ægisson frá Skólameistarafélagi Íslands í gegnum fjarfundabúnað. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Önnu G. Björnsdóttur og Tryggva Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þau gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 362. mál - vernd uppljóstrara Kl. 09:45
Nefndin ræddi við Önnu Lúðvíksdóttur, Birnu Guðmundsdóttur og Bryndísi Bjarnadóttur frá Amnesty International í gegnum fjarfundabúnað. Þær gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Odd Þorra Viðarsson frá forsætisráðuneyti. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 470. mál - dómstólar o.fl. Kl. 10:15
Dagskrárlið frestað.

5) 710. mál - kyrrsetning, lögbann o.fl. Kl. 10:15
Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að málið verði sent til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20