25. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, sunnudaginn 11. desember 2022 kl. 15:40


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 15:40
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 15:40
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) fyrir Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 15:40
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 15:40
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 15:40
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 15:40

Eyjólfur Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Jódís Skúladóttir og Bergþór Ólason voru fjarverandi.

Halla Signý Kristjánsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:40
Frestað.

2) Heiðurslaun listamanna Kl. 15:40
Nefndin ræddi málið. 311 tilnefningar bárust á póstfangið heidurslaun@althingi.is með 85 nöfnum. Nefndin samþykkti að senda allan listann til ráðgefandi nefndar um heiðurslaun listamanna og óska eftir því að hún veitti umsögn sína eigi síðar en að kvöldi mánudagsins 12. desember um þau tíu sem best uppfylli skilyrði laganna, skv. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 66/2012, um heiðurslaun listamanna.

3) Önnur mál Kl. 16:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:05