44. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. mars 2023 kl. 10:00


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 10:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 10:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 10:00
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (HallÞ), kl. 10:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 10:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 10:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 10:00
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 10:00
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ), kl. 10:00

Bergþór Ólason var fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerð 42. fundar var samþykkt.

2) 535. mál - lögreglulög Kl. 10:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Gunnar Ásbjörnsson frá laganefnd Lögmannafélags Íslands og Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara.

3) 803. mál - nafnskírteini Kl. 10:01
Tillaga um að Birgir Þórarinsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

4) 207. mál - samningsviðauki nr. 16 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis Kl. 10:02
Tillaga um að Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

5) 218. mál - skráning menningarminja Kl. 10:02
Tillaga um að Jódís Skúladóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) 299. mál - einföldun á ferli umsókna um sérstök útgjöld vegna barns Kl. 10:03
Tillaga um að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 10:03
Með heimild nefndarinnar óskaði Sigmar Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, eftir að nefndin fjalli um hlutverk og starfsumhverfi fjölmiðla og var það samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00