46. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. mars 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (HallÞ), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir (JSkúl), kl. 09:15

Bergþór Ólason og Birgir Þórarinsson voru fjarverandi.
Steinunn Þóra Árnadóttir vék af fundi kl. 10:55 vegna annarra þingstarfa. Helga Vala Helgadóttir vék af fundi kl. 11:08 og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:52.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 45. fundar var samþykkt.

2) Hlutverk og starfsumhverfi fjölmiðla Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Dögg Auðunsdóttur frá Blaðamannafélagi Íslands.

3) 535. mál - lögreglulög Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Höllu Bergþóru Björnsdóttur, Margréti Kristínu Pálsdóttur og Maríu Káradóttur frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir upplýsingum frá ríkislögreglustjóra um viðmið og verklag við framkvæmd áhættumats.

4) 542. mál - tónlist Kl. 11:08
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigrúnu Grendal og Jóhann Inga Benediktsson frá Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Magnús Þór Jónsson frá Kennarasambandi Íslands. Því næst komu Sigtryggur Baldursson og Hrefna Helgadóttir frá ÚTÓN.

Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu vegna umsagna sem hafa borist um málið.

5) 689. mál - tónlistarstefna fyrir árin 2023--2030 Kl. 11:08
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigrúnu Grendal og Jóhann Inga Benediktsson frá Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Magnús Þór Jónsson frá Kennarasambandi Íslands. Því næst komu Sigtryggur Baldursson og Hrefna Helgadóttir frá ÚTÓN.

Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu vegna umsagna sem hafa borist um málið.

6) Önnur mál Kl. 11:56
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00