71. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 2. júní 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:57
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 10:11
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir (SigurjÞ), kl. 09:10

Bergþór Ólason og Birgir Þórarinsson voru fjarverandi.
Helga Vala Helgadóttir, Jódís Skúladóttir og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði sbr. 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Helga Vala Helgadóttir vék af fundi kl. 10:00 og Tómas A. Tómasson vék af fundi kl. 11:03.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 68., 69. og 70. fundar voru samþykktar.

2) 956. mál - Mennta- og skólaþjónustustofa Kl. 09:14
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ernu Kristínu Blöndal og Önnu Tryggvadóttur frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.

3) 893. mál - dómstólar Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þorvald Heiðar Þorsteinsson og Hákon Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneytinu.

4) 944. mál - útlendingar Kl. 11:38
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti standa Bryndís Haraldsdóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Helga Vala Helgadóttir, Jódís Skúladóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Sigmar Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, er samþykkur álitinu.
Birgir Þórarinsson og Helga Vala Helgadóttir rita undir álitið skv. heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

5) Önnur mál Kl. 11:55
Nefndin ræddi störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00