6. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 10. október 2023 kl. 08:45


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:01
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 08:45
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 08:58
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 08:45
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 08:45
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 08:45
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:45
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir Jódísi Skúladóttur (JSkúl), kl. 08:45

Birgir Þórarinsson var fjarverandi.

Bergþór Ólason vék af fundi kl. 09:02. Jódís Skúladóttir mætti kl. 10:25 og vék þá Orri Páll Jóhannsson af fundi.

Eyjólfur Ármannsson stýrði fundi til kl. 09:01.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:45
Dagskrárlið frestað.

2) Framkvæmd laga um útlendinga nr. 80/2016 og staðan í málaflokknum Kl. 08:48
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, Gunnlaug Geirsson, Arnar Sigurð Hauksson, Björgu Ástu Þórðardóttur og Árna Grétar Finnsson frá dómsmálaráðuneyti, Kristínu Maríu Gunnarsdóttur frá ríkislögreglustjóra og Veru Dögg Guðmundsdóttur frá Útlendingastofnun.

3) Kynning á starfsemi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Kl. 09:52
Nefndin fékk á sinn fund Höllu Bergþóru Björnsdóttur, Ásgeir Þór Ásgeirsson, Grím Grímsson, Margréti Kristínu Pálsdóttur, Maríu Káradóttur og Theódór Kristjánsson frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Gestir kynntu starfsemi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 234. mál - stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025 Kl. 11:08
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

5) 238. mál - Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kl. 11:09
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

6) 240. mál - breyting á ýmsum lögum í þágu barna Kl. 11:10
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

7) Önnur mál Kl. 11:10
Að beiðni Halldóru Mogensen samþykkti nefndin að halda opinn fund, sbr. 3. mgr. 19. gr. þingskapa, um málsmeðferðarreglur í málum um alþjóðlega vernd og að m.a. dómsmálaráðherra verði gestur fundarins.

Eyjólfur Ármannsson lagði fram eftirfarandi bókun: „Með vísan til 1. töluliðar 1. mgr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, þar sem segir að mannréttindamál séu á verksviði allsherjar- og menntamálanefndar, er minnt á mikilvægi þess að frumvarp til laga um Mannréttindastofnun Íslands fá málsmeðferð innan nefndarinnar hvað varðar mannréttindahluta þess frumvarps. Mikilvægt er að Alþingi fylgi þingskaparlögum í nefndarvinnu og málsmeðferð sinni þegar kemur að þessu mikilvæga frumvarpi sem lítur að mikilvægum mannréttindum. Einnig eru atriði í frumvarpinu sem fela í eðli sínu í sér framkvæmdavaldsathafnir og stjórnsýslu og ættu því með réttu að falla undir gildissvið stjórnsýslulaga. Mikilvægt er að allsherjar- og menntamálanefnd hefji vinnu sem fyrst við þetta mikilvæga frumvarp og mikilvæga mannréttindamál.“

Bryndís Haraldsdóttir, formaður, lagði fram eftirfarandi bókun: „Málinu hefur ekki verið vísað til allsherjar- og menntamálanefndar en óski stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eftir umsögn frá nefndinni þá verður orðið við því.“

Fundi slitið kl. 11:22