65. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. maí 2019 kl. 09:05


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:05
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:05
Halla Gunnarsdóttir (HallaG), kl. 09:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:05
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:05

Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 11:20.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 64. fundar var samþykkt.

2) 801. mál - menntun, hæfni og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar kom Eyrún Valsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Guðjón H. Hauksson sem mætti einnig fyrir hönd stjórnar kennarafélags Menntaskólans á Akureyri og skólamálanefndar Félags framhaldsskólakennara, Sólveig Hannesdóttir frá skólamálanefnd Félags framhaldsskólakennara og Samtökum líffræðikennara, Hólmfríður Sigþórsdóttir frá Samtökum líffræðikennara og Dr. Gerður G. Óskarsdóttir. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu jafnframt Vigdís Häsler, Svandís Ingimundardóttir og Bjarni Ómar Haraldsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum komu á fund nefndarinnar Ragnar Þór Pétursson, Anna María Gunnarsdóttir og Anna Rós Sigmarsdóttir frá Kennarasambandi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 409. mál - áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess Kl. 11:53
Andrés Ingi Jónsson, framsögumaður málsins, kynnti drög að nefndaráliti.

4) Önnur mál Kl. 12:00
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:05