26. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. nóvember 2019 kl. 09:00


Mættir:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Guðmund Andra Thorsson (GuðmT), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:00

Páll Magnússon og Andrés Ingi Jónsson boðuðu forföll.
Anna Kolbrún Árnadóttir vék af fundi kl. 10:05.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 23., 24. og 25. fundar voru samþykktar

2) 389. mál - viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi Kl. 09:00
Tillaga um að Þórarinn Ingi Pétursson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að málið verði sent til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti var samþykkt.

3) 24. mál - betrun fanga Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Erla Kristín Árnadóttir, sviðsstjóri og Guðrún Edda Guðmundsdóttir, lögfræðingur frá Fangelsismálastofnun. Þær gerðu grein fyrir umsögn stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu Sigríður Ella Jónsdóttir, verkefnisstjóri og Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri frá Rauða krossinum. Þau gerðu grein fyrir umsögn samtakanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Enn fremur mætti á fund nefndarinnar Olga Lísa Garðarsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hún gerði grein fyrir umsögn skólans og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 276. mál - sviðslistir Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar mættu Birna Hafstein, formaður félags íslenskra leikara og sviðslistafólks og forseti Sviðlistasambands Íslands ásamt Hrafnhildi Theódórsdóttur framkvæmdastjóra félags íslenskra leikara og sviðslistafólks. Þær gerðu grein fyrir umsögnum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:10
Tillaga Jóns Steindórs Valdimarssonar að gestakomum í 24. máli var samþykkt.

Tillaga Helga Hrafns Gunnarssonar um að senda 7. mál til umsagnar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis var samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10