27. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. desember 2019 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:35
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:00

Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 10:40.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 26. fundar var samþykkt.

2) 371. mál - þinglýsingalög og skráning og mat fasteigna Kl. 09:05
Bryndís Helgadóttir og Guðmundur Bjarni Ragnarsson frá dómsmálaráðuneyti mættu á fund nefndarinnar, kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 317. mál - þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta Kl. 09:15
Sigurður Örn Guðleifsson frá forsætisráðuneyti mætti á fund nefndarinnar, kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 330. mál - breyting á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd Kl. 09:40
Daði Ólafsson frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti mætti á fund nefndarinnar, kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu Heiðdís Lilja Magnúsdóttir og Anton Emil Ingimarsson frá Fjölmiðlanefnd. Þau gerðu grein fyrir umsögn nefndarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu einnig Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Guðmundur Ásgeirsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Þau gerðu grein fyrir umsögn samtakanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 331. mál - samvinna stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um 330. og 331. mál saman.

6) Önnur mál Kl. 11:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15