46. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 18. febrúar 2020 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 10:30
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:00

Anna Kolbrún Árnadóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 44. og 45. fundar voru samþykktar.

2) 362. mál - vernd uppljóstrara Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mætti Valur Þráinsson frá Samkeppniseftirlitinu. Hann gerði grein fyrir umsögn eftirlitsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu Skúli Eggert Þórðarson og Guðrún Jenný Jónsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Þau gerðu grein fyrir umsögn Ríkisendurskoðunar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mætti Dagný Aradóttir Pind frá BSRB. Hún gerði grein fyrir umsögn BSRB og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mætti Friðrik Árni Hirst. Hann gerði grein fyrir umsögn sinni og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 458. mál - fjölmiðlar Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar mættu Þorgeir Ólafsson og Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þeir gerðu grein fyrir afstöðu ráðuneytisins til umsagna sem bárust nefndinni vegna málsins.

4) Önnur mál Kl. 11:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10