51. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 27. febrúar 2020 kl. 09:15


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:50
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 10:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:15
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:15
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:15
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:15
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:15
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:15

Páll Magnússon og Guðmundur Andri Thorsson boðuðu seinkun.

Nefndarritari: Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerð 50. fundar var samþykkt.

2) 458. mál - fjölmiðlar Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar mætti Héðinn Þórðarson frá Viðskiptablaðinu. Hann fjallaði um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá mætti Jón Trausti Erlingsson frá Stundinni á fund nefndarinnar. Hann fjallaði um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 317. mál - þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta Kl. 10:10
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Páll Magnússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Birgir Ármannsson, Þórarinn Ingi Pétursson og Jón Steindór Valdimarsson.

Að nefndaráliti minni hluta stendur Anna Kolbrún Árnadóttir.

4) 278. mál - bætur vegna ærumeiðinga Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um málið.

5) 330. mál - breyting á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd Kl. 10:20
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti meiri hluta og breytingartillögu standa Páll Magnússon, Anna Kolbrún Árnadóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgir Ármannsson, Guðmundur Andri Thorsson, Jón Steindór Valdimarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þórarinn Ingi Pétursson.

Helgi Hrafn boðaði minnihlutaálit.

6) 331. mál - samvinna stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd Kl. 10:20
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti meiri hluta og breytingartillögu standa Páll Magnússon, Anna Kolbrún Árnadóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgir Ármannsson, Guðmundur Andri Thorsson, Jón Steindór Valdimarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þórarinn Ingi Pétursson.

Helgi Hrafn boðaði minnihlutaálit.

7) 308. mál - viðhald og varðveisla gamalla báta Kl. 10:30
Tillaga um að Guðmundur Andri Thorsson yrði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 10:35
Farið var yfir þau mál sem til umfjöllunar eru í nefndinni.

Málefni barna á flótta rædd.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40