68. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 12. maí 2020 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:45
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00

Birgir Ármannsson boðaði seinkun.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 67. fundar var samþykkt.

2) 643. mál - forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021--2025 Kl. 09:00
Nefndin ræddi við Jennýju Ingudóttur í gegnum fjarfundabúnað. Hún gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi enn fremur við Heiðu Björgu Pálmadóttur frá Barnaverndarstofu í gegnum fjarfundabúnað. Hún gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Hjördísi Albertsdóttur, Öldu Áskelsdóttur, Kristínu Björnsdóttur, Rannveigu Þorvaldsdóttur, Sigþrúði Harðardóttur og Svövu Þ. Hjaltalín frá Skólanefnd félags grunnskólakennara í gegnum fjarfundabúnað. Þær gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi við Auði Ingu Þorsteinsdóttur frá UMFÍ í gegnum fjarfundabúnað. Hún gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi jafnframt við Söru Þöll Finnbogadóttur og Hildi Björgvinsdóttur í gegnum fjarfundabúnað. Þær gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur frá kvenréttindafélagi Íslands. Hún gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum ræddi nefndin við Brynhildi Flóvenz frá Háskóla Íslands í gegnum fjarfundabúnað. Hún gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 159. mál - meðferð einkamála Kl. 10:40
Nefndin ræddi málið.

Samþykkt var að afla umsagnar Lögmannafélags Íslands.

4) 762. mál - nauðungarsala Kl. 10:45
Tillaga um að Helgi Hrafn Gunnarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Ákvörðun um umsagnarfrest var frestað.

5) 717. mál - útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga Kl. 10:45
Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Ákvörðun um umsagnarfrest var frestað.

6) 763. mál - stuðningur við íþróttaiðkun barna vegna Covid-19 Kl. 10:45
Tillaga um að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Ákvörðun um umsagnarfrest var frestað.

7) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50