5. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 20. október 2020 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Birgi Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:00

Sigríður Á. Andersen vék af fundi kl. 10:50.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 1. október sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 4. fundar var samþykkt.

2) Heimildir sóttvarnarlæknis til aðgangs að persónuupplýsingum við rakningu kórónuveirusmita Kl. 09:00
Nefndin ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnarlækni, Víði Reynisson frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Helgu Þórisdóttur frá Persónuvernd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Reimar Pétursson sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum ræddi nefndin við Ástríði Stefánsdóttur frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 85. mál - upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál Kl. 10:58
Tillaga um að Silja Dögg Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

4) Löggæsla og fangelsiskerfi á Norðurlandi eystra Kl. 10:59
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00