49. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 9. mars 2021 kl. 13:05


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 13:10
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 13:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 13:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:05
Katla Hólm Þórhildardóttir (KÞ), kl. 13:05
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 13:05
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:05

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Dagskrárlið frestað.

2) 504. mál - áfengislög Kl. 13:05
Nefndin fékk á sinn fund Agnesi Önnu Sigurðardóttur og Sigurð Braga Ólafsson frá Bruggsmiðjunni Kalda ehf. og Sigurjón Friðrik Garðarsson frá Öldum ehf. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Martein Brynjólf Haraldsson frá Segli 67 sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Einnig fékk nefndin á sinn fund Smára Bergmann Kolbeinsson frá Grímsnes- og Grafningshreppi, Bryndísi Ósk Jónsdóttur frá Ísafjarðarbæ, Kristján Þór Magnússon frá Norðurþingi og Valgerði Rún Benediktsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin fékk jafnframt á sinn fund Rafn M. Jónsson frá embætti landlæknis sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Auk þess fékk nefndin á sinn fund Baldur Sigmundsson og Gunnar Val Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 14:35
Enn fremur fékk nefndin á sinn fund Gunnar Sigurðarson frá Samtökum iðnaðarins sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Sömuleiðis fékk nefndin á sinn fund Jón Birgi Eiríksson og Konráð S. Guðjónsson frá Viðskiptaráði Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að auki fékk nefndin á sinn fund Ólaf Stephensen frá Félagi atvinnurekenda sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 15:20
Að lokum fékk nefndin á sinn fund Benedikt S. Benediktsson og Andrés Magnússon frá SVÞ - Samtökum verslunar- og þjónustu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar Kl. 14:20
Tillaga um að nefndin flytji frumvarp um breytingu til laga um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar (framlenging á umsóknarfresti) var samþykkt. Katla Hólm Þórhildardóttir sat hjá.

4) 470. mál - Kristnisjóður o.fl Kl. 15:19
Tillaga um að Katla Hólm Þórhildardóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

5) 480. mál - áfengislög Kl. 15:19
Tillaga um að Katla Hólm Þórhildardóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 15:19
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:30