54. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 18. mars 2021 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00

Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 11:15. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir vék af fundi kl. 11:25.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 52. og 53. fundar voru samþykktar.

2) 504. mál - áfengislög Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Guðmund Hauk Guðmundsson og Pál Gunnar Pálsson frá Samkeppniseftirlitinu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin fékk einnig á sinn fund Hjört Pálsson og Steinþór Júlíusson frá 22.10 Brugghúsi ehf. og Kára Jósefsson og Stefán Sigurðsson frá Austri brugghúsi. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 550. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:50
Nefndin fékk á sinn fund Rögnu Bjarnadóttur og Hildi Sunnu Pálmadóttur frá dómsmálaráðuneyti og Svölu Ísfeld Ólafsdóttur dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 536. mál - háskólar og opinberir háskólar Kl. 10:15
Nefndin fékk á sinn fund Eyrúnu Björk Valsdóttur frá Alþýðusambandi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin fékk einnig á sinn fund Önnu Láru Steindal frá Landssamtökunum Þroskahjálp sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Jón Birgi Eiríksson frá Viðskiptaráði Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Því næst fékk nefndin á sinn fund Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur frá Samtökum iðnaðarins sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum fékk nefndin á sinn fund Róbert H. Haraldsson og Gísla Fannberg frá Háskóla Íslands og Ingu Þórsdóttur frá heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 11. mál - barnalög Kl. 09:32
Nefndin ræddi málið.

Hlé var gert á fundi kl. 09:40-09:50.

6) 568. mál - Ný þýðing á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kl. 09:27
Tillaga um að Steinunn Þóra Árnadóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

7) 569. mál - fullnusta refsinga Kl. 09:27
Tillaga um að Birgir Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

8) 587. mál - þjóðkirkjan Kl. 09:27
Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

9) 489. mál - aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu drengja í skólakerfinu Kl. 09:30
Tillaga um að Guðmundur Andri Thorsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

10) 554. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga o.fl. Kl. 09:30
Tillaga um að Guðmundur Andri Thorsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

11) 602. mál - útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga Kl. 09:31
Tillaga um að Birgir Ármansson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

12) Önnur mál Kl. 09:31
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:35