64. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 4. maí 2021 kl. 10:35


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 10:35
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 10:35
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 10:35
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:40
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 10:35
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 10:50
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 10:35
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 10:35
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 10:35

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir vék af fundi kl. 11:40.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:35
Fundargerð 63. fundar var samþykkt.

2) 622. mál - almannavarnir Kl. 10:35
Nefndin fékk á sinn fund Bergþóru Þorkelsdóttur og Bergþóru Kristindóttur frá Vegagerðinni. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 10:45
Nefndin fékk einnig á sinn fund Karl Alvarsson frá Isavia ohf. sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Gísla Halldór Halldórsson og Sólveigu Þorvaldsdóttur frá sveitarfélaginu Árborg. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin fékk jafnframt á sinn fund Garðar Mýrdal, Soffíu Sigurðardóttur og Herdísi Sigurjónsdóttur frá rannsóknarnefnd almannavarna. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 587. mál - þjóðkirkjan Kl. 11:45
Nefndin fékk á sinn fund Kristin Jens Sigurþórsson sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 568. mál - Ný þýðing á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Kl. 11:59
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa allir viðstaddir nefndarmenn.

5) 367. mál - fjölmiðlar Kl. 12:00
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Páll Magnússon, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Birgir Ármannsson. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir skrifa undir álitið með fyrirvara.

Guðmundur Andri Thorsson boðaði sérálit.

6) Almenn hegningarlög (opinber saksókn) Kl. 10:40
Tillaga um að nefndin flytji frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum (opinber saksókn) var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 12:02
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:02