70. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 18. maí 2021 kl. 10:35


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 10:35
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 10:35
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:35
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 10:35
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 10:35
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 10:35
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 10:35
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 10:35

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:35
Fundargerð 69. fundar var samþykkt.

2) 718. mál - meðferð sakamála Kl. 10:35
Nefndin fékk á sinn fund Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og Kolbrúnu Benediktsdóttur frá héraðssaksóknara. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin fékk einnig á sinn fund Steinunni Bergmann frá Félagsráðgjafafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Sigurveigu Þórhallsdóttur frá umboðsmanni barna sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 717. mál - fjölmiðlar Kl. 11:05
Nefndin fékk á sinn fund Vigdísi Evu Líndal og Vigdísi Sigurðardóttur frá Persónuvernd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Eirík Hauksson frá Símanum sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:30
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:35