16. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. nóvember 2022 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 15. fundar var samþykkt.

2) 212. mál - landamæri Kl. 09:12
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Bryndísi Haraldsdóttur, Birgi Þórarinssyni, Eyjólfi Ármannssyni, Helgu Völu Helgadóttur, Jódísi Skúladóttur, Jóhanni Friðriki Friðrikssyni og Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir greiddi atkvæði gegn afgreiðslu málsins.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Bryndís Haraldsdóttir, Birgir Þórarinsson, Eyjólfur Ármannsson, Helga Vala Helgadóttir, Jódís Skúladóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Sigmar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi er samþykkur álitinu.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir boðaði sérálit.

3) 382. mál - útlendingar Kl. 09:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ægi Örn Sigurgeirsson og Hrafnhildi Ágústsdóttur frá Hafnarfjarðarbæ, Maríu Ingibjörgu Kristjánsdóttur og Kristínu Ólafsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Evu Bjarnadóttur frá UNICEF á Íslandi, Þóru Jónsdóttir frá Barnaheillum og Önnu Láru Steindal og Árna Múla Jónasson frá Landssamtökunum Þroskahjálp.

Gestir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

4) Fræðsluferð til Noregs og Danmerkur 2022 Kl. 09:16
Nefndin samþykkti að senda forsætisnefnd frásögn um ferðina sem verður birt á vef Alþingis.

5) 27. mál - kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla Kl. 09:18
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) 33. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:19
Tillaga um að Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) 48. mál - Menntasjóður námsmanna Kl. 09:20
Tillaga um að Eyjólfur Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 11:18
Nefndin ræddi veitingu íslensks ríkisborgararéttar með lögum.

Helga Vala Helgadóttir óskaði eftir því að eftirfarandi bókun yrði lögð fram: „Þar sem fyrirkomulagi við veitingu ríkisborgararéttar hefur ekki verið breytt er lagt til að það verði auglýst eftir umsóknum beint til þingsins og allsherjar- og menntamálanefnd fari í að biðja um að fólk sendi öll gögn til þingsins, þar á meðal umsögn frá lögreglu.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Eyjólfur Ármannsson og Sigmar Guðmundsson tóku undir bókunina.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25