20. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. nóvember 2022 kl. 15:00


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 15:00
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 15:08
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 15:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 15:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 15:05
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 15:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 15:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 15:00
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 15:00

Bergþór Ólason var fjarverandi. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerðir 16., 17., 18. og 19. fundar voru samþykktar.

2) 382. mál - útlendingar Kl. 15:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ástu Margréti Sigurðardóttur og Jón Þór Þorvaldsson frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir upplýsingum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti um 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og reglur um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur fjárhagsaðstoðar úr ríkissjóði nr. 520/2021, m.a. um framkvæmd reglnanna og þjónustu við útlending í neyð, endurgreiðslur ríkissjóðs til sveitarfélaga og fjárheimild þeirra.

Nefndin ræddi áframhaldandi umfjöllun málsins.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Helga Vala Helgadóttir og Eyjólfur Ármannsson óskuðu eftir að nefndin fengi skriflega úttekt frá óháðum aðila á samræmi frumvarpsins við stjórnarskrá.

3) 278. mál - meðferð einkamála o.fl. Kl. 16:10
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 16:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:15