31. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. janúar 2023 kl. 09:45


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:45
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:45
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:45
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:45
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:45
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:45
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:45
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:45

Bergþór Ólason var fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:45
Fundargerð 28. fundar var samþykkt.

2) 428. mál - meðferð sakamála Kl. 09:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jón Gunnar Ásbjörnsson frá laganefnd LMFÍ og Sindra M. Stephensen, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Víði Smára Petersen, dósent við lagadeild Háskóla Íslands.

Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu vegna umsagna sem hafa borist um málið.

Nefndin tók ákvörðun um að óska eftir upplýsingum frá dómstólasýslunni m.a. varðandi fjölda mála hjá Endurupptökudómi.

3) Önnur mál Kl. 10:50
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir óskaði eftir að nefndin fjalli um úttekt Grevio, eftirlitsnefndar Evrópuráðsins með Istanbúl-samningnum um aðgerðir og baráttu gegn heimilisofbeldi og ofbeldi á konum, sbr. fyrri beiðni á fundi nefndarinnar 2. desember sl.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55