45. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. mars 2023 kl. 15:00


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 15:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 15:10
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (HallÞ), kl. 15:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 15:20
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 15:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 15:00
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 15:15
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ), kl. 15:00

Bergþór Ólason var fjarverandi. Birgir Þórarinsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 15:55.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:15
Fundargerðir 43. og 44. fundar voru samþykktar.

2) 741. mál - safnalög o.fl. Kl. 15:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigrúnu Brynju Einarsdóttur og Hallgrím J. Ámundason frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu.

Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu vegna umsagna sem hafa borist um málið.

3) 535. mál - lögreglulög Kl. 15:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Brynhildi G. Flóvenz frá Mannréttindastofnun Háskóla Íslands og Skúla Þór Gunnsteinsson, Þorbjörgu Ingu Jónsdóttur og Margréti Lilju Hjaltadóttur frá nefnd um eftirlit með störfum lögreglu.

4) 822. mál - dómstólar Kl. 15:15
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 15:50
Helga Vala Helgadóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Sigmar Guðmundsson lögðu fram eftirfarandi bókun: „Undirrituð gera alvarlega athugasemd við að formaður kærunefndar útlendingamála hafi verið boðaður á opinn fund nefndarinnar til þess að standa reikningsskil á tilteknum úrskurðum kærunefndarinnar gagnvart þingmanni meirihlutans. Þingmaðurinn Birgir Þórarinsson gekk á fundinum ansi langt í þá átt að brjóta gegn þrískiptingu ríkisvaldsins og vega að sjálfstæði kærunefndarinnar, meðal annars með því að ýja að því að kærunefndin ætti að hafa eitthvað annað en íslensk lög og reglur alþjóðasamninga til hliðsjónar við úrskurð mála, eins og stöðu ríkissjóðs eða annað tilfallandi sem fulltrúi meirihlutans lagði til að ætti að vera til hliðsjónar við ákvörðun um alþjóðlega vernd.
Taka skal fram að undirrituð gerðu ekki athugasemd við að haldinn yrði opinn fundur með fulltrúum kærunefndar útlendingamála, enda mikilvægt að nefndarfólk og almenningur fái upplýsingar um störf nefndarinnar og á hvaða réttarheimildum og upplýsingum nefndin byggir sína úrskurði. Fundurinn þróaðist svo því miður á þá veru sem að framan er getið. Er fundurinn einsdæmi og setur að mati undirritaðra afar varhugavert fordæmi, sem vonir okkar standa til að muni ekki endurtaka sig.“

Bryndís Haraldsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun: „Beiðni um opinn fund var samþykkt af nefndinni, sbr. fundargerð 41. fundar. Sem formaður allsherjar- og menntamálanefndar er almennt orðið við beiðnum nefndarmanna um opna fundi og gestakomur.“

Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi kl. 15:35-15:50.

Fundi slitið kl. 16:45