55. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 2. maí 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir (EÁ), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi.
Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 09:25 og Birgir Þórarinsson vék af fundi kl. 10:30.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 54. fundar var samþykkt.

2) 795. mál - aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026 Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Láru Steindal og Katarzynu Beata Kubis frá Landssamtökunum Þroskahjálp.

3) 804. mál - efling barnamenningar fyrir árin 2024-2028 Kl. 09:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Láru Steindal og Katarzynu Beata Kubis frá Landssamtökunum Þroskahjálp, Sigurveigu Þórhallsdóttur og Hafdísi Unu Guðnýjardóttur frá umboðsmanni barna og Þóru Jónsdóttur frá Barnaheillum.

4) 45. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurveigu Þórhallsdóttur og Hafdísi Unu Guðnýjardóttur frá umboðsmanni barna og Þóru Jónsdóttur frá Barnaheillum.

5) 597. mál - íþrótta- og æskulýðsstarf Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Önnu Tryggvadóttur, Hildi Ýr Þórðardóttur og Silju Stefánsdóttur frá mennta- og barnamálaráðuneytinu.

6) 543. mál - fjölmiðlar Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Stefán Eiríksson, útvarpsstjóra, og Einar Loga Vignisson frá RÚV.

7) 535. mál - lögreglulög Kl. 11:10
Nefndin ræddi málið.

8) Önnur mál Kl. 09:10
Að beiðni Jódísar Skúladóttur samþykkti nefndin að halda opinn fund um fyrirkomulag og framtíð opinberrar skjalavörslu og að m.a. menningar- og viðskiptaráðherra og þjóðskjalavörður verði gestir fundarins, sbr. 3. mgr. 19. gr. þingskapa.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15