63. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 16. maí 2023 kl. 09:35


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:35
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:35
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 10:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:35
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:35
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir (JSkúl), kl. 09:35
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir (SigurjÞ), kl. 09:35

Birgir Þórarinsson var fjarverandi. Jóhann Friðrik Friðriksson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:35
Dagskrárlið frestað.

2) 982. mál - aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025 Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Sigríði Valgeirsdóttur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.

3) 895. mál - lögheimili og aðsetur Kl. 10:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Telmu Halldórsdóttur frá Þjóðskrá Íslands, sem tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

4) 795. mál - aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026 Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Elfu Ýr Gylfadóttur og Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur frá Fjölmiðlanefnd, sem tóku þátt í fundum með fjarfundarbúnaði.

5) 543. mál - fjölmiðlar Kl. 11:25
Dagskrárlið frestað.

6) 946. mál - vopnalög Kl. 11:25
Dagskrárlið frestað.

7) 944. mál - útlendingar Kl. 11:25
Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu vegna umsagna sem hafa borist um málið.

8) Önnur mál Kl. 10:28
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:26