10. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. október 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir boðaði forföll.
Bergþór Ólason var fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

2) Kynning á þingmálaskrá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á 154. löggjafarþingi Kl. 09:12
Nefndin fékk á sinn fund Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Sigríði Valgeirsdóttur og Brynhildi Pálmarsdóttur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti. Ráðherra kynnti þingmálaskrá sína, sbr. 3. mgr. 47. gr. þingskapa, og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 234. mál - stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025 Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Árnason frá Byggðastofnun.

Nefndin samþykkti að óska eftir umsögn um tiltekin atriði málsins frá atvinnuveganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd sbr. 4. mgr. 23. gr. þingskapa.

4) 229. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:59
Tillaga um að Dagbjört Hákonardóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) 103. mál - breyting á ýmsum lögum til að bæta stöðu kynsegin fólks Kl. 09:59
Tillaga um að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 327. mál - föst starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri Kl. 10:00
Tillaga um að Birgir Þórarinsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) 121. mál - samningsviðauki nr. 16 við samninginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis frá 4. nóvember 1950 (mannréttindasáttmála Evrópu) Kl. 10:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Halldóra Mogensen verði framsögumaður málsins var samþykkt.

8) 47. mál - grunnskólar Kl. 10:01
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Birgir Þórarinsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

9) Önnur mál Kl. 10:02
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:04