11. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 7. nóvember 2023 kl. 09:15


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:15
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:15
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:15
Halldór Auðar Svansson (HAS) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 09:15
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (HallÞ), kl. 09:15
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:15
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:15
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:15

Bergþór Ólason og Birgir Þórarinsson voru fjarverandi.
Jódís Skúladóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerð 10. fundar var samþykkt.

2) 238. mál - Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kl. 09:18
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bergþóru Hrönn Guðjónsdóttur frá Alþýðusambandi Íslands, Hildi Betty Kristjánsdóttur frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Ólaf Jónsson frá Iðunni fræðslusetri.
Þá komu á fund nefndarinnar Hrannar Már Gunnarsson frá BSRB og Þórarinn Eyfjörð frá Sameyki, sem tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Því næst komu Hulda Birna Baldursdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir frá Samtökum iðnaðarins, Íris E. Gísladóttir frá Samtökum menntatæknifyrirtækja og Heiðar Ingi Svansson frá Félagi íslenskra bókaútgefenda, sem tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Loks komu á fund nefndarinnar Valgerður Rún Benediktsdóttir og Anna Ingadóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Helgi Grímsson frá Reykjavíkurborg.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti um stöðu og fyrirkomulag verkefna sem varða framhaldsfræðslu, sbr. lög nr. 27/2010, m.a. um vottun og birtingu námsskráa og viðurkenningu fræðsluaðila.

3) 240. mál - breyting á ýmsum lögum í þágu barna Kl. 11:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Helga Grímsson frá Reykjavíkurborg.

4) 50. mál - brottfall laga um heiðurslaun listamanna Kl. 11:18
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var út með tveggja vikna fresti þann 30. október sl. með vísan til ákvörðunar á 3. nefndarfundi 154. löggjafarþings, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

5) 53. mál - miðstöð íslenskrar þjóðtrúar á Ströndum Kl. 11:18
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var út með tveggja vikna fresti þann 30. október sl. með vísan til ákvörðunar á 3. fundi 154. löggjafarþings, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.
Tillaga um að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 57. mál - kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla Kl. 11:18
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var út með tveggja vikna fresti þann 31. október sl. með vísan til ákvörðunar á 3. fundi 154. löggjafarþings, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

7) Önnur mál Kl. 11:19
Nefndin ræddi starfið framundan og fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25