16. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 17. nóvember 2023 kl. 09:10


Mætt:

Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:14
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 10:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10
Magnús Árni Skjöld Magnússon (MagnM), kl. 09:10

Nefndarritarar:
Ívar Már Ottason
Þórhildur Líndal

Bryndís Haraldsdóttir boðaði forföll. Bergþór Ólason var fjarverandi.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.
Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 11:10 og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir kl. 11.15.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 12. fundar var samþykkt.

2) 349. mál - vopnalög Kl. 09:10
Nefndin fékk á sinn fund Rögnu Bjarnadóttur og Hönnu Rún Sverrisdóttur frá dómsmálaráðuneyti. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá samþykkti nefndin að óska eftir minnisblaði frá ráðuneytinu á grundvelli 51. gr. þingskapa um viðbrögð þess við framkomnum umsögnum í málinu.

3) 240. mál - breyting á ýmsum lögum í þágu barna Kl. 09:50
Nefndin fékk á sinn fund Steinunni Bergmann frá Félagsráðgjafafélagi Íslands. Fór hún yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Framkvæmd aðfarargerða í forsjársviptingarmálum Kl. 10:30
Nefndin fékk á sinn fund Þyrí Höllu Steingrímsdóttur frá Lögmannafélagi Íslands, Margréti Kristínu Pálsdóttur, Maríu Káradóttur og Kristján Helga Þráinsson frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Sigríði Kristinsdóttur og Einar Jónsson frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og Sigurð Örn Magnússon og Sigríði Maríu Jónsdóttur frá Barnavernd Reykjavíkur. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 449. mál - almennar sanngirnisbætur Kl. 11:55
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var út með tveggja vikna fresti þann 15. nóvember sl. með vísan til ákvörðunar á 3. fundi 154. löggjafarþings, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis. Tillaga um að Jódís Skúladóttir verði framsögumaður í málinu var samþykkt.

6) 60. mál - útlendingar Kl. 11:56
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var út með tveggja vikna fresti þann 16. nóvember sl. með vísan til ákvörðunar á 3. fundi 154. löggjafarþings, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis. Tillaga um að Birgir Þórarinsson verði framsögumaður í málinu var samþykkt.

7) 80. mál - minning þeirra Íslendinga sem fórust í seinni heimsstyrjöldinni Kl. 11:57
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var út með tveggja vikna fresti þann 15. nóvember sl. með vísan til ákvörðunar á 3. fundi 154. löggjafarþings, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis. Tillaga um að Birgir Þórarinsson verði framsögumaður í málinu var samþykkt.

8) 81. mál - Menntasjóður námsmanna Kl. 11:58
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var út með tveggja vikna fresti þann 15. nóvember sl. með vísan til ákvörðunar á 3. fundi 154. löggjafarþings, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis. Tillaga um að Eyjólfur Ármannsson verði framsögumaður í málinu var samþykkt.

9) Önnur mál Kl. 11:59
Hallóra Mogensen, framsögumaður nefndarinnar í 113. máli - útlendingar (afnám þjónustusviptingar), óskaði eftir því að málið yrði tekið á dagskrá, sbr. 2. mgr. 15. gr. þingskapa.

Fundi slitið kl. 12:00